Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Princess and the Frog 2009

(The Frog Princess)

Frumsýnd: 26. desember 2009

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Prinsinum Naveen er breytt í frosk af illum galdramanni, Dr. Facilier. Froskaprinsinn gerir þau mistök að halda að stúlka að nafni Tiana sé prinsessa, sem hann þarf síðan að kyssa til að breytast aftur í eðlilegan mann. Eftir að sannfæra hana um að kyssa sig kemst hann að því að ekkert hefur breyst, nema nú hefur honum tekist að breyta henni líka í frosk.... Lesa meira

Prinsinum Naveen er breytt í frosk af illum galdramanni, Dr. Facilier. Froskaprinsinn gerir þau mistök að halda að stúlka að nafni Tiana sé prinsessa, sem hann þarf síðan að kyssa til að breytast aftur í eðlilegan mann. Eftir að sannfæra hana um að kyssa sig kemst hann að því að ekkert hefur breyst, nema nú hefur honum tekist að breyta henni líka í frosk. Nú þurfa þau bæði að finna leið til að losna úr álögunum áður það verður um seinan, en í millitíðinni lenda þau bæði í ýmsum ævintýrum og kynnast meðal annars krókódíl sem kann að spila á trompet og óvenju rómantískri eldflugu.... minna

Aðalleikarar

Góður villain, slöpp ástarsaga
The Princess and the Frog er alls ekki slæm mynd, hún hefur bara svo margar klisjur sem einkenndu Disney á 10. áratug síðustu aldar að hún er frekar týpísk. Sumar klisjur voru óhjákvæmlegar miðað við söguna eins og koss sem lagar allt, happily ever after og comic-relief. En klisjur á borð við aðalkarakter sem vil meira úr lífinu, hefur misst foreldri og söngatriði með rosalega miklum sýrubakgrunni (kemur oftast einu sinni í hverri mynd, þessi hafði um þrjú) þurfti ekki að vera til að láta myndina vera góða.

Klisjur hafa aldrei farið mjög mikið í mig, svo fremi sem myndin gerir eitthvað nýtt eða mjög vel. The Princess and the Frog hefur lítið af því. Hún lítur vel út, en ekkert rosalega flott. Og það eina sem myndin gerði nýtt var að setja smá tvist á koss sem lagar allt og dauði ákveðins karakters (sem ég mun ekki spoila hver er).

Karakterarnir eru misgóðir. Aðalparið, Tiana og Naveen, fannst mér vera frekar óáhugavert, þó mér fannst Tiana vera fínn karakter í byrjun myndarinnar. Hún varð einhvernveginn minna áhugaverðari þegar rómantíkin á milli karakteranna fór að byrja, enda hefði hún getað verið miklu betri. Það pirraði mig mjög mikið að Naveen planaði að biðja hana um að giftast sér eftir að hafa þekkt hana í aðeins einn dag. Ariel þurfti til dæmis að kyssa mann á innan við þremur dögum áður en hún mundi verða þræll Úrslúlu, en hún þurfti einungis að kyssa hann og að kyssa mann innan þriggja daga er ekkert athugavert. Að biðja konu um að vera með sér að eilífu eftir að hafa þekkt hana í einn dag er fáranlegt, jafnvel miðað við að myndin gerist á tíma þegar konur höfðu minni völd (1920's held ég).

En myndin hefur nokkra eftirminnilega karaktera. Jafnvel þótt að krókódíllinn Louis dró alvarleika myndarinnar mjög mikið, þá hafði ég frekar gaman af honum. Orkan í raddleikaranum var mjög góð. Og eldflugan Ray, talaður af Jim Cummings, var líka eftirminnilegur, og hafði rosalega einkennilega rödd. Síðan er það auðvitað illmennið, Dr. Facilier, sem er besta illmenni Disney á þessari öld. Jafnvel þótt að það eina sem hann vill er peningar, þá nær hann að heilla fólk svo mikið að taka við ráðum hans að það er hægt að kalla hann “manipulative”. Það var líka gaman að heyra John Goodman tala í myndinni, en hann talaði fyrir Eli La Bouff

Ég hef aldrei verið mjög mikill aðdáðandi tónlistarinnar frá Randy Newman, þó ég hafði ágætlega gaman af lögunum úr fyrstu tveimur Toy Story myndunum (þó reyndar að röddin hans böggaði mig). Eingöngu tvö lög úr myndinni fannst mér vera eftirminnileg: Almost There, þar sem Tiana segir frá hvernig veitingastaðurinn hennar verður með frekar skemmtilegum hreyfimyndum með, og Friends on the Other Side. Það er orðið opinbert að illmennalögin eru alltaf með þeim eftirminnilegustu úr Disney-myndum og er þetta engin undantekning. Hin lögin fannst mér aldrei neitt góð og það kemur fyrir að útlitið er of kjánalegt, sérstaklega ef maður ber það saman við myrku hliðar myndarinnar.

Myndin hefur eitt og eitt tvist sem er ólíkt venjulegu klisjunum, en annars hefur hún slatta af klisjum, hún hefur ekki mjög marga eftirminnilega karaktera, þó restin sé alls ekki slæm. Lögin eru bæði góð og óeftirminnileg. Svo yfir heildina litið, þá er hún á milli þess að vera í lagi og fín.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Aðeins of mikil formúla
Sumir myndu kalla þetta "klassískt" Disney, á meðan ég segi "týpískt" Disney. Mér er reyndar alveg sama um hvort Disney-mynd sé teiknuð eftir gamla stílnum eða í tölvu, lykilatriðið er að hún bjóði upp á góða sögu, eftirminnilegar persónur, sjarma og jafnvel skemmtileg tónlistarnúmer ef slíkt er í boði. Það kom mér hrikalega á óvart eftir að ég sá The Princess and the Frog hvað hún var óvenjulega mikið laus við slíka kosti. Myndin er saklaus fjölskylduafþreying og virkar þokkalega sem slík, en einhvern veginn líður manni eins og maður hafi gengið í gegnum þennan veg oft, oft áður, eins og Disney-menn séu bara að hrúga saman gömlum hráefnum og móta úr þeim metnaðarfulla en frekar bragðdaufa mynd.

Myndin hefur fengið mikla athygli fyrir það eitt að vera í stíl við "klassísku" Disney-teiknimyndirnar. Ég botna ekki í öllu lofinu, en ég er heldur ekki marktækasta manneskja í heimi þegar kemur að Disney-teiknimyndum þar sem mér finnst alltof margar þeirra vera fullsvipaðar og ósköp dæmigerðar. Ég skil heldur ekki hvers vegna það þykir vera sjálfsagður hlutur að dýrka þær flestar. Stundum líður mér eins og Disney eigi bara til þrjár mismunandi uppskriftir sem notaðar eru fyrir myndirnar og síðan skipta þeir aðeins út persónum, lögum og sögusviðum. Ég hef alltaf verið meira hrifinn af teiknimyndum sem prófa nýja hluti og koma manni á óvart, eins og mestallt sem Studio Ghibli framleiðir eða það sem John Lasseter kemur nálægt. Einu Disney-myndirnar sem ég elska eru Fantasia, Beauty and the Beast, Aladdin, The Hunchback of Notre Dame og The Emperor's New Groove.

The Princess and the Frog er mjög "örugg" mynd, að því leyti að hún reynir ekki að fara neinar nýjar leiðir. Áhorfandinn veit alltaf hvernig sagan mun enda og það er lítið verið að gera til að breyta því. Mér þætti auðveldara að líta framhjá þessari staðreynd ef myndin væri heillandi eða minnisstæð að einhverju leyti, en hún er það ekki. Persónurnar eru nánast allar auðgleymdar (nema kannski prinsinn Naveen - skemmtileg orka í þeim karakter) og meira að segja söngatriðin voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Teikningin er auðvitað massaflott en lögin (já, öll) voru ekkert sérstök. Húmorinn er á köflum fínn, en ekki nógu góður til að hífa upp einkunnina.

Þessi mynd er auðvitað handa fjölskyldunni, og skildi hún ákveða að smella þessari mynd í DVD tækið þá get ég ekki ímyndað mér annað en huggulegt bíókvöld fyrir flesta. Ég get samt ekki persónulega sagt að ég hafi notið hennar eitthvað sérstaklega mikið, og ef þið spyrjið mig þá er til nóg af frumlegri og skemmtilegri teiknimyndum þarna úti sem eru ekki meira en ársgamlar. En hvað þessa mynd varðar þá leiddist mér aldrei, en ég hefði alveg getað hætt að horfa á hana hvenær sem er án þess að sjá eftir því.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

13.12.2010

Narnia efst í Bandaríkjunum - The Tourist í öðru sæti

Þriðja ævintýramyndin úr heimi Narníu, The Voyage of the Dawn Treader, náði efsta sætinu um nýliðna helgi í Bandaríkjunum. Var hún fyrir ofan The Tourist, stjörnusamsetningu Johnny Depp og Angelinu Jolie utan um rán...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn