Aðalleikarar
Leikstjórn
Treasure Island, IN SPACE!
Ég á ótrúlega erfitt með að tala um þessa mynd, aðallega því ég veit ekki hvort ég geti kallað hana fyrirsjáanlega eða ekki. Hún er augljóslega byggð á bókinni Treasure Island, nema að hún gerist í geimnum, og miðað við að bókin kom fyrst út fyrir um 120 árum, þá er frekar erfitt að dæma hvort hún eigi að vera ófyrirsjáanleg. En því miður er margt í myndinni sem er rosalega fyrirsjáanlegt, bæði í aðstæðum karakatera og útliti illmennana. Strax og maður sér það þá getur maður vel giskað hvernig margt að þessu á eftir að enda. En þrátt fyrir það, þá get ég ekki kallað mynd slæma fyrir það eitt að vera fyrirsjáanleg. Tvær af mínum uppáhalds Disney-myndum, Pinocchio og Beauty and the Beast, höfðu sinn skammt af fyrirsjáanleika, en þær höfðu líka miklu betri tónlist, karaktera og sjarma.
Ég verð reyndar að byrja að segja eitt sem er þetta: Útlitið er mjög flott, klárlega sjáanleg bæting frá síðustu útlitsflottu Disney-myndinni; Atlatis: The Lost Empire. Blandan á milli 2D og 3D hreyfimyndanna er mjög vel sett saman, og lítið af þessu virðist ekki passa við, fyrir utan gullið. Fyrstu mínúturnar líta t.d. mjög vel út, og setja strax upp gott andrúmsloft, og í gegnum myndina koma margir eftirminnilegir staðir, eins og plánetan sjálf. Og hvernig þetta færist á milli í nokkrum atriðum, eins og að myndavélin sé á ferð með karakterunum, en mjög vel gert.
Það eru eingöngu tveir karakterar í myndinni sem eru nógu lengi og nógu vel gerðir til að þeir urðu eftirminnilegir: Jim Hawkins (talaður af engum öðrum en Joseph Gordon-Levitt) og Long John Silver. Jim og sambandið á milli þeirra tveggja er áreiðanlega það eina sem ég hélt mig áhugaverðum yfir þessa mynd. Jim fær líka meðaumkun frá mér fyrir að vera áreiðanlega eini aðalkarakter úr Disney-mynd sem hefur ekki báða foreldra, en út af því að pabbi hans fór frá fjölskyldunni. Karakterarnir eru þar að auki frekar áhugaverðir og eru líka þeir sem hafa stærstu þrá alla karakteranna að finna plánetuna.
En því miður þá er hver annar karakter fyrir utan þá leiðinlegri. Amelia og Delbert (raddleikin fantavel af Emma Thompson og David Hyde Pierce) voru í lagi, en þau gerðu ekkert minnugt og var sambandið á milli þeirra frekar klisjukennt og fyrirsjáanlegt. Eina illmennið sem ég man eftir var Scroop, en þá aðalega vegna útlits heldur en það sem hann geðri í gegnum myndina. En það eru tveir karakterar sem eru algjörlega verstir: B.E.N., sem er eins og þessir týpísku skemmtilegu háværu comic relief sem Disney eru þekktir fyrir, ef skemmtilegheitum karaktersins er skipt út fyrir meiri pirring (þ.e.a.s. er hávær, clingy og gerir ekkert sem er fyndið eða eftirminnilegt) og Mr. Snuff, sem gerir ekkert í myndinni, en talar á tungumáli sem hljómar eins og prump, og hrýtur þannig líka. Manni líður eins og Seltzer og Friedberg skrifuðu handritið af þessari mynd þegar maður sér hann.
Ég hef líka smávegis nitpick yfir myndina. Hún hefði virkað betur á mig hefðu allir karakterarnir verið manneskjur, en fyrir utan Jim og mömmu hans, þó eru allir karakterarnir dýr sem leiðir að slatta af húmor tengt því. Það var enginn tilgangur með því.
Hefði Mr. Snuff ekki verið til að algjörlega drepa húmorinn í myndinni, hefði myndin án efa fengið 7 stjörnur. En því miður er hann í myndinni, því miður.
6/10
Ég á ótrúlega erfitt með að tala um þessa mynd, aðallega því ég veit ekki hvort ég geti kallað hana fyrirsjáanlega eða ekki. Hún er augljóslega byggð á bókinni Treasure Island, nema að hún gerist í geimnum, og miðað við að bókin kom fyrst út fyrir um 120 árum, þá er frekar erfitt að dæma hvort hún eigi að vera ófyrirsjáanleg. En því miður er margt í myndinni sem er rosalega fyrirsjáanlegt, bæði í aðstæðum karakatera og útliti illmennana. Strax og maður sér það þá getur maður vel giskað hvernig margt að þessu á eftir að enda. En þrátt fyrir það, þá get ég ekki kallað mynd slæma fyrir það eitt að vera fyrirsjáanleg. Tvær af mínum uppáhalds Disney-myndum, Pinocchio og Beauty and the Beast, höfðu sinn skammt af fyrirsjáanleika, en þær höfðu líka miklu betri tónlist, karaktera og sjarma.
Ég verð reyndar að byrja að segja eitt sem er þetta: Útlitið er mjög flott, klárlega sjáanleg bæting frá síðustu útlitsflottu Disney-myndinni; Atlatis: The Lost Empire. Blandan á milli 2D og 3D hreyfimyndanna er mjög vel sett saman, og lítið af þessu virðist ekki passa við, fyrir utan gullið. Fyrstu mínúturnar líta t.d. mjög vel út, og setja strax upp gott andrúmsloft, og í gegnum myndina koma margir eftirminnilegir staðir, eins og plánetan sjálf. Og hvernig þetta færist á milli í nokkrum atriðum, eins og að myndavélin sé á ferð með karakterunum, en mjög vel gert.
Það eru eingöngu tveir karakterar í myndinni sem eru nógu lengi og nógu vel gerðir til að þeir urðu eftirminnilegir: Jim Hawkins (talaður af engum öðrum en Joseph Gordon-Levitt) og Long John Silver. Jim og sambandið á milli þeirra tveggja er áreiðanlega það eina sem ég hélt mig áhugaverðum yfir þessa mynd. Jim fær líka meðaumkun frá mér fyrir að vera áreiðanlega eini aðalkarakter úr Disney-mynd sem hefur ekki báða foreldra, en út af því að pabbi hans fór frá fjölskyldunni. Karakterarnir eru þar að auki frekar áhugaverðir og eru líka þeir sem hafa stærstu þrá alla karakteranna að finna plánetuna.
En því miður þá er hver annar karakter fyrir utan þá leiðinlegri. Amelia og Delbert (raddleikin fantavel af Emma Thompson og David Hyde Pierce) voru í lagi, en þau gerðu ekkert minnugt og var sambandið á milli þeirra frekar klisjukennt og fyrirsjáanlegt. Eina illmennið sem ég man eftir var Scroop, en þá aðalega vegna útlits heldur en það sem hann geðri í gegnum myndina. En það eru tveir karakterar sem eru algjörlega verstir: B.E.N., sem er eins og þessir týpísku skemmtilegu háværu comic relief sem Disney eru þekktir fyrir, ef skemmtilegheitum karaktersins er skipt út fyrir meiri pirring (þ.e.a.s. er hávær, clingy og gerir ekkert sem er fyndið eða eftirminnilegt) og Mr. Snuff, sem gerir ekkert í myndinni, en talar á tungumáli sem hljómar eins og prump, og hrýtur þannig líka. Manni líður eins og Seltzer og Friedberg skrifuðu handritið af þessari mynd þegar maður sér hann.
Ég hef líka smávegis nitpick yfir myndina. Hún hefði virkað betur á mig hefðu allir karakterarnir verið manneskjur, en fyrir utan Jim og mömmu hans, þó eru allir karakterarnir dýr sem leiðir að slatta af húmor tengt því. Það var enginn tilgangur með því.
Hefði Mr. Snuff ekki verið til að algjörlega drepa húmorinn í myndinni, hefði myndin án efa fengið 7 stjörnur. En því miður er hann í myndinni, því miður.
6/10
Vel heppnuð en vanmetin
Treasure Planet er tvívíð, handteiknuð Disneymynd sem floppaði algjörlega í miðasölu á sínum tíma, að mér skilst. Það finnst mér stórfurðulegt, því að mér finnst hún alveg frábær. Það er eiginlega synd að hún skildi hafa farið fram hjá mér þegar hún kom út 2002, en þá var ég bara 10 ára. Mér hefði ábyggilega fundist hún skemmtileg þegar ég var barn.
En ég sá hana þó í gærkvöldi, 8 árum síðar og þó sumum finnist að ég ætti að vera vaxin upp úr svona myndum þá skemmti ég mér konunglega og vinkonur mínar líka. Persónurnar eru vel gerðar, samtölin skemmtileg og atburðarásin áhugaverð. Þó að persónurnar bresti ekki í söng á þriggja mínútna fresti, þá eru tvö lög í myndinni og eru þau bæði mjög góð.
Mér finnst myndin að mörgu leyti ólík öðrum svipuðum Disney-teiknimyndum, t.d. er unglingsstrákur í aðalhlutverki (en ekki núverandi eða tilvonandi prinsessa) og sagan gerist í geimnum. Hún er byggð á Treasure Island, skáldsögu Robert Louis Stevenson, og eftir að hafa séð myndina langar mig að lesa þá bók (þó að hún gerist á sjónum, ekki í geimnum).
Ég mæli með myndinni við alla sem hafa gaman að skemmtilegum, handteiknuðum Disney-teiknimyndum eða bara skemmtilegum ævintýramyndum yfirleitt.
Treasure Planet er tvívíð, handteiknuð Disneymynd sem floppaði algjörlega í miðasölu á sínum tíma, að mér skilst. Það finnst mér stórfurðulegt, því að mér finnst hún alveg frábær. Það er eiginlega synd að hún skildi hafa farið fram hjá mér þegar hún kom út 2002, en þá var ég bara 10 ára. Mér hefði ábyggilega fundist hún skemmtileg þegar ég var barn.
En ég sá hana þó í gærkvöldi, 8 árum síðar og þó sumum finnist að ég ætti að vera vaxin upp úr svona myndum þá skemmti ég mér konunglega og vinkonur mínar líka. Persónurnar eru vel gerðar, samtölin skemmtileg og atburðarásin áhugaverð. Þó að persónurnar bresti ekki í söng á þriggja mínútna fresti, þá eru tvö lög í myndinni og eru þau bæði mjög góð.
Mér finnst myndin að mörgu leyti ólík öðrum svipuðum Disney-teiknimyndum, t.d. er unglingsstrákur í aðalhlutverki (en ekki núverandi eða tilvonandi prinsessa) og sagan gerist í geimnum. Hún er byggð á Treasure Island, skáldsögu Robert Louis Stevenson, og eftir að hafa séð myndina langar mig að lesa þá bók (þó að hún gerist á sjónum, ekki í geimnum).
Ég mæli með myndinni við alla sem hafa gaman að skemmtilegum, handteiknuðum Disney-teiknimyndum eða bara skemmtilegum ævintýramyndum yfirleitt.
Ég sá Treasure Planet (með ensku tali) og get því sagt að þrátt fyrir að hún sé mjög vel gerð, og vel skemmtileg, þá þarf Disney virkilega að fara að taka sig á og gera eitthvað frumlegt, því önnur teiknimyndastúdíó eins og Ghibli, eru búin að taka langt fram úr þeim. Þeir eru bara fastir í sömu gömlu formúlunni, og þora ekkert að breyta út af henni. Burt séð frá öllum skorti á frumleika, þá er í raun ekkert út á myndina að setja. Hún er björt, vel gerð, vel raddsett af góðum leikurum, og rennur ljúflega í gegn. Hún hefur bara ekkert nýtt fram að færa, og skilur nákvæmlega ekkert eftir sig. Því miður. Manni er farið að hlakka ólíkt minna til nýrrar Disney myndar en manni gerði hér áður fyrr og er það miður. Samt sem áður má vel mæla með myndinni, þó ekki nema til að drepa tvo klukkutíma eða svo.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Barry Johnson, Jack Davenport, Ted Elliott, John Musker, Robert Louis Stevenson
Vefsíða:
movies.disney.com/treasure-planet
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 2002
VHS:
25. september 2003