Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Chasing Amy 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. janúar 1998

It's not who you love. It's how.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 71
/100
Tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir bestu leikkonu (Joey Lauren Adams)

Hér segir frá Holden McNeil, sem verður ástfanginn af konu sem reynist síðan vera samkynhneigð. Eðlilega skapast við þetta margar flækjur, bæði í þeirra sambandi og vegna annarra í lífi þeirra.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Chasing Amy er öruglega besta rómatíska gaman mynd sem ég hef séð, eða hún og garden state.


Hún er reyndar allt öðruvísi en allar aðrar rómatískar gamanmyndir, og það gerir hana svo góða. Mín uppáhalds mynd eftir Kevin smith.


Myndin er lauslega um tvo unga vini sem vinna við að gera teiknimynda sögur sem áttu heima í new jersey en myndin gerist í new york.

Dag einn kynnist einn vinurinn stelpu, sem er rosalega heillandi, og hann verður strax yfir sig ástfanginn af henni, en vandinn er bara sá að hún er lespía.


Það er ótrúlega gaman að, allavega fyrir þá sem hafa séð Clerks sem er fyrsta mynd Kevin Smith, að í Chasing Amy er mikið verið að tala um sem gerðist í Clerks, og líka reyndar sem gerðist í Mallrats. Og það er það sem ég elska við myndirnar hans, að þær tengjast alltaf eitthvað, á einn eða annan hátt.


Svo eru samtölin svo ótrúlega skemmtileg, mikið, myndin byggist mikið upp á skemmtilegum samræðum, og þeir sem hafa séð myndir eftir Kevin Smith, þá eru samræðurnar í myndunum hans ávalt algjört gull.


Þetta er þriðja myndin hans, og líka mín uppáhalds. Allir sem hafa ekki séð þessa mynd, ég mæli eindregið með því að þið takið þessa, því hún er alveg ótrúlega góð.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst við einhverju helmingi betra en þarna er þetta. Maður sem fellur fyrir lessu og girnist hana svo mikið
að hann fórnar öllu bara til að reyna að hafa hana. Ég hló ekki einu sinni, það kom mér á óvart því flestar myndir hans Smith eru
drepfyndnar og leiðindin sem ég barðist í gegnum sem komu stundum var erfitt því öllum öðrum finnst þessi mynd vera
á top of the world.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Á tímum klisjukenndra rómantískra gamanmynda þá kemur þessi frumlega mynd frá Kevin Smith um mann (Ben Affleck) sem fellur fyrir lesbíu (Joey Lauren Adams). Flækjur hefjast þegar vinur hans (Jason Lee) byrjar tilraunir sínar til að grafa undan sambandi þeirra. í forgrunninum er erfitt ástarsamband og í bakgrunninum eru stórkostlegar aukapersónur. Jason Lee er í toppformi að vanda og á sérstaklega snilldar atriði með Dwight Ewell.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einstaklega skemmtileg og frumleg mynd sem segir frá náunga (Ben Affleck) sem verður ástfanginn af konu sem reynist síðan vera samkynhneigð. Eðlilega skapast við þetta margar flækjur, bæði í þeirra sambandi og vegna annarra í lífi þeirra. Handritið er hrein snilld og flest samtölin alveg hárbeitt og bráðfyndin oft á tíðum. Leikararnir skila sínu svo til óaðfinnanlega, Ben Affleck er hér í sínu besta hlutverki til þessa. Ég mæli með þessari fyrir alla sanna kvikmyndaáhugamenn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.12.2010

Red State 'teaser' stikla

Red State er mynd sem þónokkuð margir bíða spenntir eftir að komi út á næsta ári, en nú hefur fyrsta stiklan úr myndinni lent á netinu. Red State er bæði skrifuð og leikstýrð af Kevin Smith, sem hefur hingað til haldið sig vi...

02.01.2014

Kevin Smith samkvæmur sjálfum sér

Kevin Smith virðist aldrei fara troðnar slóðir þegar það kemur að því að gera kvikmyndaverk. Aðdáendur leikstjórans bíða í ofvæni hvað hann taki að sér næst. Smith hefur þó verið duglegur í gegnum tíðina að gefa aðd...

05.04.2013

Topp 20 leikstjórar á Twitter

Vefsíðan TheWrap.com tók saman á dögunum lista yfir 20 kvikmyndaleikstjóra sem þeir segja að sé þess virði að fylgja ( follow ) á Twitter samskiptavefnum. Eins og þeir benda á þá er það ákveðin list að skrifa áhug...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn