Náðu í appið
30
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Meet the Parents 2000

Frumsýnd: 12. janúar 2001

No pressure.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 73
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd: Randy Newman fyrir lagið: A Fool In Love. Ben Stiller vann verðlaun sem besti gamanleikari á American Comedy Awards og De Niro var tilnefndur til sömu verðlauna.

Karlkyns hjúkrunarfræðingur af gyðingaættum, hefur í hyggju að biðja kærustu sína að giftast sér. Það setur þó strik í reikninginn að hinn íhaldssami faðir hennar, vill vera spurður fyrst um hönd dóttur sinnar, áður en hún getur samþykkt ráðahaginn sjálf. Nú fer því gamanið að kárna þar sem parið þarf að fara í heimsókn til móður kærustunnar... Lesa meira

Karlkyns hjúkrunarfræðingur af gyðingaættum, hefur í hyggju að biðja kærustu sína að giftast sér. Það setur þó strik í reikninginn að hinn íhaldssami faðir hennar, vill vera spurður fyrst um hönd dóttur sinnar, áður en hún getur samþykkt ráðahaginn sjálf. Nú fer því gamanið að kárna þar sem parið þarf að fara í heimsókn til móður kærustunnar og pabba, en hann reynist vera fyrrum leyniþjónustumaður sem geymir lygamæli í kjallaranum. Af tilviljun þá hefur systir kærustunnar einnig tilkynnt að hún hyggist giftast sínum kærasta, sem er ungur læknir. Nú fer auðvitað allt úrskeiðis sem mögulega getur farið úrskeiðis, þar á meðal hverfur Himalaya kötturinn Jinxie, en hann er í miklu uppáhaldi hjá pabba kærustunnar. ... minna

Aðalleikarar


Góð gamanmynd með neðanbeltishúmor og vandræðalegum atvikum. Gaylord Focker (Ben Stiller) er Karlhjúkka sem fer að heimsækja tengdó í nokkurn tíma og kemst að því að tengdapabbinn (Robert DeNiro)er ekki mjög skemmtilegur og líka að því að Deniro er í CIA þjónustunni og Focker lendir í miklum vandræðum. Fyrir þá sem hafa neðanbeltishúmor ættu að sjá þessa en mér finnst hún allaveganna góð!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er verið að ræða um skemmtilega grínmynd þar sem Robert Deniro passar fullkomlega fyrir sitt hlutverk. Mynd eins og þessi eru bara mjög fyndnar. Svona týpiskt söguþráður í þessari mynd. Myndin er um hjón sem ætla að gifta sig og maðurinn þarf nátturulega að hitta tendgafaðir sinn. Allt fer í steik þegar faðirinn er hundleiðinlegur við hann. En hann veit lika eitthvað um tendga pabba sinn. Mér finnst svona myndir ekkert voðalega húrra en þegar Robert Deniro leikur illan pabba þá verður myndinn mjög skemmtileg. Það eru mörg fyndinn atriði í þessari mynd m.a. þegar hann reif kjaft við flugkonu og líka þegar hann var í volley í sundi og margt margt fleira. Þetta er ein af þessum myndum þar sem Owen Wilson og Ben Stiller leika á móti hvoröðrum. Owen leikur í þessari mynd fyrrum kærasta konu hans Ben Stiller. Ég ætla að skora á alla að horfa á þessa mynd. Hún er alveg þess virði að horfa á og alveg þess virði að hlæja af. Horfið á þessa og lærið eitthvað af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér er það með öllu gjörsamlega óskiljanlegt að fólk skuli sjá eitthvað við þessa hörmung. Þessi mynd er svo ömurleg að það hálfa væri nóg. Ben Stiller niðurlægir sjálfan sig og Robert de Niro hefur aldrei verið verri á sínum langa ferli. Ég sá ekkert jákvætt við þessa hörmung og er hún alveg botninn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi fer í horn klassískra gamanmynda alveg örugglega, ég hló mig máttlausan allan tíman. Þó að persónusköpun hafi verið í lakara lagi þá mæli ég eindregið með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ákvað að taka þessa mynd eftir að ég var búin að sjá allt annað og því þetta voru ein af uppháhaldsleikurum hjá fjölskyldu minni. En með mikla ólund ákvað ég að horfa á hana líka en viti menn þá var þetta allveg príðismynd. Ég bjóst ekki við svona mörgum góðum atriðum þannig að maður liggi í krampa yfir henni. ég get bara sagt þetta er góð mynd fyrir alla og hafið gaman að því að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn