Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Góð gamanmynd með neðanbeltishúmor og vandræðalegum atvikum. Gaylord Focker (Ben Stiller) er Karlhjúkka sem fer að heimsækja tengdó í nokkurn tíma og kemst að því að tengdapabbinn (Robert DeNiro)er ekki mjög skemmtilegur og líka að því að Deniro er í CIA þjónustunni og Focker lendir í miklum vandræðum. Fyrir þá sem hafa neðanbeltishúmor ættu að sjá þessa en mér finnst hún allaveganna góð!
Hér er verið að ræða um skemmtilega grínmynd þar sem Robert Deniro passar fullkomlega fyrir sitt hlutverk. Mynd eins og þessi eru bara mjög fyndnar. Svona týpiskt söguþráður í þessari mynd. Myndin er um hjón sem ætla að gifta sig og maðurinn þarf nátturulega að hitta tendgafaðir sinn. Allt fer í steik þegar faðirinn er hundleiðinlegur við hann. En hann veit lika eitthvað um tendga pabba sinn. Mér finnst svona myndir ekkert voðalega húrra en þegar Robert Deniro leikur illan pabba þá verður myndinn mjög skemmtileg. Það eru mörg fyndinn atriði í þessari mynd m.a. þegar hann reif kjaft við flugkonu og líka þegar hann var í volley í sundi og margt margt fleira. Þetta er ein af þessum myndum þar sem Owen Wilson og Ben Stiller leika á móti hvoröðrum. Owen leikur í þessari mynd fyrrum kærasta konu hans Ben Stiller. Ég ætla að skora á alla að horfa á þessa mynd. Hún er alveg þess virði að horfa á og alveg þess virði að hlæja af. Horfið á þessa og lærið eitthvað af henni.
Mér er það með öllu gjörsamlega óskiljanlegt að fólk skuli sjá eitthvað við þessa hörmung. Þessi mynd er svo ömurleg að það hálfa væri nóg. Ben Stiller niðurlægir sjálfan sig og Robert de Niro hefur aldrei verið verri á sínum langa ferli. Ég sá ekkert jákvætt við þessa hörmung og er hún alveg botninn.
Þessi fer í horn klassískra gamanmynda alveg örugglega, ég hló mig máttlausan allan tíman. Þó að persónusköpun hafi verið í lakara lagi þá mæli ég eindregið með þessari.
Ég ákvað að taka þessa mynd eftir að ég var búin að sjá allt annað og því þetta voru ein af uppháhaldsleikurum hjá fjölskyldu minni. En með mikla ólund ákvað ég að horfa á hana líka en viti menn þá var þetta allveg príðismynd. Ég bjóst ekki við svona mörgum góðum atriðum þannig að maður liggi í krampa yfir henni. ég get bara sagt þetta er góð mynd fyrir alla og hafið gaman að því að sjá hana.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Greg Glienna, Mary Ruth Clarke
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
12. janúar 2001
Bluray:
8. desember 2011
VHS:
11. júní 2001
- Greg: Yes, you can milk anything with nipples.
Jack: I have nipples, Greg. Could you milk me?