Náðu í appið
36
Bönnuð innan 7 ára

Rocky 1976

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You have a ringside seat for the bloodiest bicentennial in history!

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 70
/100
3 Óskarsverðlaun. Besta klipping, Besta leikstjórn og Besta mynd. Var tilnefnd til 7 annarra Óskarsverðlauna, þ.á.m. var Sylvester Stallonne tlnefndur bæði fyrir handrit og leik.

Rocky Balboa er að reyna að skapa sér nafn sem boxari, en vinnur einnig sem handrukkari fyrir lúsarlaun. Þegar þungavigtarkappinn Apollo Creed heimsækir Fíladelfíu, þá vilja hans menn setja upp sýningarleik á milli Creed og einhvers boxara sem er að reyna að skapa sér nafn sem boxari, og kynna bardagann sem möguleika fyrir einhvern sem er algjörlega óþekktur,... Lesa meira

Rocky Balboa er að reyna að skapa sér nafn sem boxari, en vinnur einnig sem handrukkari fyrir lúsarlaun. Þegar þungavigtarkappinn Apollo Creed heimsækir Fíladelfíu, þá vilja hans menn setja upp sýningarleik á milli Creed og einhvers boxara sem er að reyna að skapa sér nafn sem boxari, og kynna bardagann sem möguleika fyrir einhvern sem er algjörlega óþekktur, að verða þekktur á einni nóttu. Á pappírunum er Creed öruggur sigurvegari, en einhvern gleymdi að segja Rocky það, sem sjálfur lítur á þetta sem sitt stóra tækifæri í lífinu. ... minna

Aðalleikarar

Rocky (1976)
Rocky segir frá smábæjar boxaranum Rocky Balboa sem fær tækifæri lífs síns þegar heimsmeistari býður sér að mæta sér. Myndin fékk þrjú óskarsverðlun, besta mynd, besti leikstjóri og besta klipping, myndin er hins vegar virkilega lengi að fara í gang og í raunar gerir hún það aldrei. Stallone skrifaði virkilega flott handrit en því fór leikstjórinn frekar illa með það.

6/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rocky og Braveheart eru bestu myndir allra tíma en núna er ég að tala um Rocky. Myndin fjallar um handrukkara. Þá kemur gamall kall og kennir honum box. Á meðan Apollo heimsmeistari í boxi er að leita sér að eihverjum til að keppa við. Hann velur Rocky og fréttamenn tala við hann og spurja hann af hverju hann sé að keppa við gaur sem á engan séns. Þá segir hann að hann vilji sína að allir eiga möguleika og það er rétt. Þið verðið að sjá þessa mynd og líka hinar Rocky myndirnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er eiginlega fyrsta myndin sem hann Sylvester Stallone nær að slá í gegn. Rocky er skrifuð af honum Sylvester enn leikstýrt af John G. Avildsen sem leikstýrði líka myndinna Rocky V. Myndin vann til óskarsverðlauna og þar að meðal þau bestu verðlaun,Besta mynd ársins 1976. Meðal annars er lagið gonna fly now(Held að það heiti það) alveg feyki gott lag enn það er ekki málið,Þessi mynd er ekkert annað enn snilld,boxmynd í hæsta gæðaflokki. Myndin fjallar um það að Rocky Balboa(Sylvester Stallone),Italion stallion er einhver ófrægur boxari í philadelpfhiu. Hann á heima í einhverju junki íbúð og æfir box. Hann Rocky er tuttugu og níu ára gamall og er illa mentaður. Mickey(Burgess Meredith) er þjálfari og er alveg skítsama um Rocky. Hann Rocky æfir sig oftast í Mickey þjálfara húsinu og hann hefur gert í sex ár. Heimsmeistarinn Apollo Creed(Carl Weathers) er að leita að boxmönnum frá philadelpiu vegna þess að hann getur ekki keppt við næst besta mannin vegna þess að hann er meiddur og Apollo fær að bjóða ófrægum (og líka léigilegum) boxurum í heimsmeistara keppni um heimsmeistara titillinn. Hann Apollo sér nafnið Italion Stallion og vill keppa við hann um heimsmeistaratittillinn. Rocky fér fréttir af þessu og tekur þessu tilboði og fær 150.000 dollar(sem var mikið á þessum tíma)ef hann keppir við Apollo Creed. Rocky finnur konu,Adrian heitir hún sem er leikinn er af Talia Shire(Godfather myndirnar)og leikur hana bara ágætlega. Burt Young(Mickey blue eyes) leikur bróðir Adrian sem heitir Paulie og er alltaf leiðinlegur í öllum Rocky myndunum.tilbaka til Rocky,Mickey kom heim til Rocky og sagði að hann vildi gjarnan þjálfa honum enn Rocky er fúll útí hann líka vegna þess að mickey gaf einhverjum örðum íþróttaskápinn sem átti að vera með á æfingu.

Það endar með að mickey fer vegna þess að Rocky varð alveg bálreiður og öskrar eitthvað um að hann geti þetta einn og þarf ekki hans hjálp. Enn þegar mickey er að fara heim kemur Rocky hlaupandi eftir honum og biðst fyrirgefningar og hann mickey er víst þjálfari hans. Mickey nær víst að þjálfa hann Rocky vel og gefur honum meira segja hálsmenn sem Rocky Marciano(Besti boxari sem til hefur verið að mínu mati)átti. Á meðan hjá Apollo þá sér þjálfari hans Apollo Creed's að Rocky er vinsri og varar hann Apollo við á honum enn apollo tekur ekki mark á honum.Rocky er alveg tilbúinn í hann apollo og spurninginner, hvenær keppir apollo og Rocky geng hvor öðrum? Bardaginn er nátturulega bara snilld og enginn betri boxmynd er betri enn þetta. myndin er 1klst og 57min og þetta er hinn fínasta skemmtun af boxi og drama og smáspennu. John G. Avildsen er líklega einn besti leikstjóri þrátt fyrir bara búinn að leikstýra aðeins örfáum myndum að mínu mati. Lokabardaginn er meistaraverk og er geveikt raunverulegur. Sennilega eitt besta handritið sem Sylvester hefur skrifað og líklega eitt besta handritið allra tíma. Mgm fyrirtækið sem sér um alla james bond myndirnar(nema eina mynd)er líka með allar Rocky myndirnar. Þetta er án efa ein besta mynd allra tíma og aðeins nokkrar myndir nær að slá þessa mynd út sem eru bara pure snilld eins og þessi. Ég gef þessu mynd án efa fjórar af því hún á skilið að fá fullt hús. Svona mynd á ekki að fara framhjá þér fara og það er varla hægt að gera svona góða boxmynd eins og þessa. Músikkin er ágæt samt það eru fá lög sem notað er í myndinni. þetta er án efa besta Rocky myndinn en Rocky II og Rocky IV er með betri bardagaatriði að mínu mati. Ef ég væri þú mundi ég drífa mig að fara út í vídeoleigu eða bara út í búð annaðhvort að leigja eða kaupa þessa mynd. Þetta voru orð mín um Rocky.Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin sem kom Sylvester Stallone á kortið.

Stallone leikur hér lítt þektan boxara sem vinnur sem handrukkari á milli þess sem hann boxar.

Meistarinn í þungavigt Apollo Creed leikinn af Carl Weathers heyrir af Rocky og vill fá að berjast við hann.

Stallone sýnir hér snilldar leik í þessari mynd og engin tilviljun að hann hafi verið tilnefndur til óskarsverlauna fyrir leik sinn.

Einnig er Burgess Meredith frábær í þessari mynd sem þjálfari Rocky.

Ein besta mynd sem gerð hefur verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er skyldu mynd fyrir box aðdáendur, söguþráðurinn er meistarastykki og leikur góður.

Margir halda að þessi mynd sé fyrsta boxmynd Sylvester en það

er mynd eftir Alfred Hitchcook,sem heitir Ring og hún var fyrsta boxmynd Syl.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.05.2023

Hetjur háloftanna til bjargar í þriðja sinn

Þriðja Marvel ofurhetjumyndin um hetjur háloftanna, Guardians of the Galaxy Vol. 3, kemur í bíó nú á miðvikudaginn. Sem fyrr heldur James Gunn um stjórnartaumana og skrifar handrit. Fyrsta myndin sló eftirminnilega í ge...

08.03.2023

Barðist alla leið á toppinn

Baráttan um toppsætið á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi endaði á þann veg að hnefaleikamyndin Creed 3 vann og tók toppsætið af Marvel myndinni Ant-Man and the Wasp: Quantumania. Bræður munu berja...

04.03.2023

Átök innan hrings og utan

Myndin sem margir hafa beðið eftir, Creed 3, er komin í bíó. Hún er nýjasta myndin í Rocky seríunni sem hófst fyrir 47 árum með Óskarsverðlaunamyndinni Rocky eftir Sylvester Stallone. [movie id=594] Frumraun Jo...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn