Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Rambo 2008

(Rambo IV)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. febrúar 2008

Heroes never die.... They just reload.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Tuttugu árum eftir ferð hans til Afghanistan hefur John Rambo dregið sig í hlé til norður Taílands. Hann stýrir bát á Salween ánni við landamæri Taílands og Burma og lifir einföldu og friðsælu lífi. Hópur mannréttindasinna leitar hann uppi og biður hann að ferja sig með mat og sjúkragögn upp með ánni þar sem landleiðin sé of hættuleg. Í fyrstu neitar... Lesa meira

Tuttugu árum eftir ferð hans til Afghanistan hefur John Rambo dregið sig í hlé til norður Taílands. Hann stýrir bát á Salween ánni við landamæri Taílands og Burma og lifir einföldu og friðsælu lífi. Hópur mannréttindasinna leitar hann uppi og biður hann að ferja sig með mat og sjúkragögn upp með ánni þar sem landleiðin sé of hættuleg. Í fyrstu neitar hann að fara yfir landamærin en gefur loks eftir og lætur þau úr í Burma. Tveim vikum síðar kemur prestur að máli við hann og segir hjálparstarfsmennina aldrei hafa skilað sér til baka. Presturinn segir Rambo að hann hafi veðsett húsið sitt til að eiga fyrir málaliðum. Rambo hefur þrátt fyrir þjálfun sína í hernum ímugust á ofbeldi en veit hvað hann verður að gera.... minna

Aðalleikarar


Þetta er fjórða Rambo myndin og sú fyrsta sem Stallone leikstýrir sjálfur. Kallinn er 62 ára en virðist ekkert vera að hægja á sér eftir nýja Rocky mynd og Rambo 5 líklega 2010. Fyrir þessa mynd og Rocky 6 voru margar efasemdaraddir en Sly lét ekki bugast og sem betur fer segi ég. Rocky Balboa var góð en Rambo er geðveik! John Rambo er ekki látinn virka yngri en leikarinn. Hann er reyndur, hefur séð allt, prófað allt og ...drepið allt. Eins og með aðrar 80´s og 90´s myndir er alltaf spurning hvort það takist að nútímavæða hetjuna. Að mínu mati tókst það hér betur en t.d. Die Hard 4. Handritið er einfalt en virkar nógu vel. Það er magnað að horfa á menn tætast í sundur, maður getur bara brosað. Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi fá út úr nýrri Rambo mynd.

Skv. imdb eru 236 manns drepnir í myndinni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skotgleði og ekkert annað
John Rambo(Sylvester Stallone) snýr aftur eftir tuttugu ára fjarveru og í þetta sinn gengur hann berserksgang í Tælandi í björgunarleiðangri. Hann hikar ekki við að drepa óvinina og útlimir bókstaflega þyrlast út um allt. Maður verður að hrífast af því hvað Stallone er góður í þessu hlutverki. Hann gerir Rambo svalan í þunglyndi sínu. Betur get ég ekki orðað það. Þessi mynd Rambo 4 líður talsvert þó fyrir slappa sögu og skort á hnyttnum frösum en bætir það upp með að vera ekkert smá grimm og miskunnarlaus og einnig er myndatakan mun betri en í gömlu Rambo myndunum. Þessi mynd gerir mikið fyrir Rambo seríuna og finnst mér hún persónulega vera betri en Die Hard 4 og Indiana Jones 4. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rambó snýr aftur!
Ég skil ekki fólk sem fer á Rambo og vælir yfir því að það vanti í myndina óskarsverðlaunaleik, társkapandi dramatík og einhvern svakalegan og óvæntan söguþráð sem aldrei hefur áður sést á hvíta tjaldinu. Ég mæli með að slíkt fólk horfi á Godfather eða Shawshank Redemption. En fyrir þá sem vilja svakalega byssubardaga, sprengingar og brútal hasar, þá er þetta svo sannarlega myndin fyrir ykkur. Söguþráður og dramatík eru látin liggja milli hluta, enda ganga Rambo myndirnar ekki út á það. Hér er testosterón í hámarki, Rambo sallar niður heilar herdeildir með 50 kalíbera vélbyssu, rífur barka úr mönnum eða afhausar þá með sveðju. Þetta er brútal mynd, splattermynd myndu sumir segja, en ég er hins vegar á þeirri skoðun að það hvað hún er brútal gerir hana raunverulegri fyrir vikið. Hér sést hvað gerist þegar fólk lendir í sprengingum, eða verður fyrir stórum byssukúlum, sem ekki sést oft í kvikmyndum. Ennfremur er viðbjóðslegri meðferð óbreyttra borgara í stríði, gerð góð skil og myndin fær mann til að hugsa út í hversu hörmulegt ástand er víða í heiminum, miklu hörmulegra en sést á þeim fréttamyndum sem til okkar berast. En ólíkt raunveruleikanum þá fá hinir ómannlegu viðbjóðir (sem allt of víða finnast á okkar jarðkringlu) makleg málagjöld í þessari mynd, og í stað þess að fyllast viðbjóði þegar maður sér þessa menn í nærmynd að tætast í sundur, þá fagnar maður og óskar sér svipaðra örlaga til allra "starfsbræðra" þeirra.
Myndin kemur ákveðnum pólitískum áróðri til skila, án þess þó að vera einhver yfirdrifin áróðursmaskína fyrir hernaðarbrölt Bandaríkjamanna, eins og allt of margar myndir virðast gera. Hún er flott, bæði sjónrænt og hljóðrænt, heldur manni límdum við sætið allan tímann og maður gengur mjög sáttur út. Þessi mynd hefur ótvírætt skemmtanagildi og maður fær vel fyrir aðgangseyrinn, ég sé enga ástæðu til að gefa henni minna en fullt hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki svo slæm mynd
Mun betri en ég átti von á. Sá Rambo 3 og mætti á staðinn því með mjög lágar eftirvæntingar, en þessi mynd er miklu mun betri. Stallone, sem áður, er enginn skapgerðarleikari. En honum tekst í þessari mynd að láta persónuna svona nokkurn veginn ganga upp. Ekki verið að tala of mikið. Ekki mikið um tilfinningasenur. En þegar aksjónin byrjar fyrir alvöru sést að karlinn er enn fítonsstuði. Þeir sem höfðu gaman af Rambo myndunum munu elska hana þessa. Aðrir, þeir geta fengið að kynnast dónósárnum gamla, og öllum hans hráleika. Sannarlega ekki 'political correct' mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Svalur þótt sextugur sé
Þær minningar sem ég hef af gömlu Rambo myndunum eru mér mjög skemmtilegar. Ég man að fyrsta myndin var alls ekki slæm kvikmynd, en í hinum tveimur lotunum var þetta orðið svo kjánalegt, hyper og hallærislegt að það breyttist í alveg meiriháttar skemmtun. 

Kannski fylgir þetta bara því hvernig '80s myndirnar eldast. Annað gott dæmi um "svo lélega mynd að hún verður næstum því frábær" væri eflaust Schwarzenegger-klassíkin Commando.
Stundum er bara mjög gaman að horfa á massatröll sprengja helling af gínum... Afsakið, fólki.

Þessi nýjasta Rambo mynd er gerð með þeim metnaði að vera betri kvikmynd heldur en allavega síðustu tvær, eða svo fullyrti Stallone.
Að sjálfsögðu tekst honum það. Rambo er bara virkilega fín mynd, en samt mætti eiginlega segja að hún sé "of" góð fyrir gömlu Rambo-nostalgíuna, sem að veldur því að myndin mun eflaust ekki eldast eins vel og hinar.

Í staðinn fyrir kjánaleikann í ofbeldinu þá er þessi mynd stútfull af brútal drápssenum sem reyndar eru alveg þess virði að hrópa húrra fyrir.
Myndin leikur sér svo mikið með hörkuna og blóðið að hún er eiginlega mjög nálægt því að vera bara exploitation-mynd.

Annars fílaði ég að sjá Stallone þarna. Hann hefur elst vel og fer vel með línurnar.
Helsta vandamálið við myndina er samt sem áður hvað hún er mikil klisja. Söguþráðurinn hefur alltof standard uppbyggingu og framvindan er voðalega gömul og hefur - því miður - verið margnotuð.

Rambo mun samt kæta hörðustu aðdáendur. Þetta er stórfínt helgarbíó fyrir alla þá sem kunna að meta ofbeldi.
Það mætti gera margt verra en að kíkja á þessa mynd, svo að auki er hún ekki nema rétt tæplega 90 mínútur.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.04.2024

Eins manns her - Villimannslegur stórsigur

Fyrirsögn fjögurra stjörnu dóms netmiðilsins Games Radar um fyrstu kvikmynd Slumdog Millionaire leikarans Dev Patel sem leikstjóra, hasarmyndina Monkey Man, sem kölluð hefur verið John Wick í Mumbai, lýsir myndinni sem Villi...

03.08.2023

12 bestu hákarlamyndir sögunnar

Allt síðan Jaws skráði sig á spjöld sögunnar sem fyrsti sumarstórsmellurinn í bíó árið 1975 hafa hákarlamyndir átt sérstakan stað í huga bíógesta og ástæðan er einföld: Hvort sem sögð er saga af trylltum man...

07.09.2021

„Ég fagna öllum verkum okkar sem eldast illa“

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti klippari landsins, hefur gert garðinn frægan síðustu árin með vinnu sinni að vinsælum titlum á borð við John Wick, Atomic Blonde, Deadpool 2 ásamt myndinni Between Heaven and Earth eftir Najwa Najja...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn