Hinn nýkrýndi heimsmeistari í léttþungavigt í hnefaleikum,
Adonis Creed, snýr aftur í hringinn, þvert á ráðleggingar
Rockys Balboa, þegar hinn rússneski Viktor Drago skorar á
hann, en Viktor er sonur Ivans Drago sem sigraði föður Adonis,
Apollo Creed, fyrir rúmum 30 árum og banaði honum um leið.