Náðu í appið
Soldier
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Soldier 1998

(Star Force Soldier )

Frumsýnd: 11. desember 1998

Left for dead on a remote planet for obsolete machines and people, a fallen hero has one last battle to fight

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
The Movies database einkunn 6
/10

Í samfélagi í framtíðinni þá er sumt fólk valið sérstaklega við fæðingu til að verða hermenn, og þjálfað þannig að það verður nánast eins og miskunnarlaus vélmenni sem geta drepið fólk án þess að hugsa sig tvisvar um. Einum besta og reyndasta hermanninum af þessari tegund er nú att gegn nýrri kynslóð þessara hermanna og eftir átök við þá... Lesa meira

Í samfélagi í framtíðinni þá er sumt fólk valið sérstaklega við fæðingu til að verða hermenn, og þjálfað þannig að það verður nánast eins og miskunnarlaus vélmenni sem geta drepið fólk án þess að hugsa sig tvisvar um. Einum besta og reyndasta hermanninum af þessari tegund er nú att gegn nýrri kynslóð þessara hermanna og eftir átök við þá er hann talinn af. Líkami hans er skilinn eftir á hálf yfirgefinni nýlendu plánetu, þar sem mikil friðsemd ríkir, og hann lærir um önnur gildi lífsins en hann er vanur. Um síðir þá verður hann samt aftur að mæta nýju kynslóð hermannanna, en núna í þeim tilgangi að verja hið nýja heimili sitt... ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Soldier segir frá því þegar hermönnum framtíðarinnar eru skipt út fyrir öðrum betri. Kurt Russell leikur Sgt.Todd sem er hermaður af úreltu gerðinni. Fyrir misskilning lendir hann á plánetu sem er notuð sem öskuhaugar og kynnist hann fólkinu sem eru strandaglópar þar. Soldier er óspennandi og einföld mynd. Þetta tvennt þarf ekkert endilega alltaf að fylgjast að, einhver mynd getur alveg verið einföld en samt mjög áhugaverð en Soldier er bæði óspennandi og einföld. Hún er ekki sem verst og inniheldur gott ofbeldi en í heild rennur hún mjög rólega í gegn og það er lítið að gerast í henni. Kurt Russell er leikari sem ég held mikið upp á en hann er langt frá því að vera upp á sitt besta í þessari mynd en ég held samt að það sé aðallega handritinu að kenna, maður sér það strax. Sgt.Todd kemst bara engan veginn með tærnar þar sem Snake Plissken hefur hælana, það er alveg á hreinu. Soldier fær tvær stjörnur. Ekki leiðinleg beint en hefði getað orðið betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algjört skull. Geðveik hugmynd sem var einfaldlega illa framkvæmd. Paul Anderson leikstjóri Event Horizon klúðraði myndini þó nokkuð mikið fyrir utan sviðsetninguna. Kurt Russel var sjálfur óánægður með leik sinn og er ég sammála honum. Handritið er nokkuð gott og mátti ekki búast við öðru. Myndin er næstum alveg tallaus og þar með eru persónurnar hræðilegar. Ég var frekar vonsvikinn og mjög óánægður með endirinn. Algjört klúður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Paul Anderson (Event Horizon) og Kurt Russell ættu að geta búið til áhorfanlegt efni þegar gerð er framtíðarmynd. Vonandi tekst það næst. Nei - ekki taka mark á þessu. Vonandi gera þessir tveir menn aldrei aftur kvikmynd saman því að útkoman getur ekki verið neitt nema hræðileg. Síðasti klukkutíminn af þessari þvælu er frábær fyrir þær sakir að vera það fyndasta sem ég hef séð í langan tíma. Ég lá í hláturskrampa yfir stirðbusalegum leik Russells og slo-mo tökum Andersons. Þessi mynd ásamt Batman & Robin á þann heiður að vera versta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn