Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

AVP: Alien vs. Predator 2004

(Alien Vs. Predator)

Justwatch

Frumsýnd: 29. október 2004

It's our planet....It's their war.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 29
/100

Þegar gervitungl í einkaeigu uppgötvar óþekkta hitauppsprettu á Suðurskautinu sem reynist vera pýramíði sem er grafinn ofaní jörðina, þá fer hópur fornleifafræðinga og verkfræðinga á staðinn til að rannsaka þennan óvænta fund. Þegar þeir eru komnir á staðinn þá sér hópurinn merki sem gefa til kynna að það búi óþekktar verur, ekki af þessum... Lesa meira

Þegar gervitungl í einkaeigu uppgötvar óþekkta hitauppsprettu á Suðurskautinu sem reynist vera pýramíði sem er grafinn ofaní jörðina, þá fer hópur fornleifafræðinga og verkfræðinga á staðinn til að rannsaka þennan óvænta fund. Þegar þeir eru komnir á staðinn þá sér hópurinn merki sem gefa til kynna að það búi óþekktar verur, ekki af þessum heimi, á staðnum. Skömmu síðar byrja leiðangursmenn að týna tölunni, þegar geimverurnar byrja að herja á þá. Á sama tíma eru þrjú rándýr ( predatorar ) komin til að safna saman hauskúpum geimveranna til að eiga þær sem safngripi. Mennirnir lenda mitt á milli þegar þessar skepnur lenda í blóðugum bardaga sín á milli.... minna

Aðalleikarar

Kuldastríð
Í Alien versus Predator sameinast þessar tvær geimverutegundir í einni mynd í orrustu á suðurpólnum. Þessi mynd er alveg ágætis skemmtun en það má finna ýmislegt að henni. Hún er ekki mjög svæsin og það sem hana mest skortir er eitthvað alvöru hörkutól sem býður skrýmslunum byrginn(samanber Sigourney Weaver, Arnold Schwarzenegger og Danny Glover) þó að enginn karakter í þessari mynd Alien versus Predator sé neitt beinlínis leiðinlegur eða óþolandi, leikararnir eru flestir fínir það bara vantar einhvert spes hlutverk sem hefði getað gert þessa mynd meira eftirminnilega. Bardagarnir milli Alien og Predator skrýmslanna eru annars mjög skemmtilegir og söguþráðurinn er grípandi þannig að þetta er bærileg mynd og yfir meðallagi en með betri leikstjóra en Paul Anderson og betri persónum hefði myndin getað orðið talsvert betri. 7/10 eða tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum eftir að hafa séð þessa mynd. Mér finnst hún útiloka framhöld af alien og predator myndunum frábæru. myndin fjallaði um hóp af fólki sem leitaði af pýramýda undir þykkum ís suðurpólsins. pýramýdin hafði sést í einum af sjónauka miljarðamæringsins wayneland. þegar þau finna pýramýdan kemst dálítið í ljós. þessi mynd er með ömurlegum leikurum svo ekki sé mynnst á hina hörmulegu tónlist. Og eitt en þessi mynd er ekki bygð á tölvuleik eins og margir halda og gefa fram í umfjöllunum sínum. ef maður horfir á predator 2 og fylgist vel með sér maður hvar alien kemur fram. þannig voru gerðar myndasögur svo tölvuleikur og svo hörmuleg kvikmynd. hún fær hálfa stjörnu fyrir sæmilegan söguþráð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá. Þvílík vonbrigði. Eftir að maður hafði horft á allar Alien seríuna og báðar Predator myndirnar, þá heyrði maður að það var ákveðið að gera mynd þar sem þessar skepnur koma saman í eina mynd. Hlakkaði mjög til þess að sjá þessa mynd og nú er ég búinn að því. Þessi mynd er skömm fyrir Alien og Predator myndirnar. Það er engin spenna í þessari mynd, leikur og bara allt sem tengist myndinni er hræðilegt. Paul W.S. Anderson er frægur fyrir myndir eins og Event Horizon og Resident Evil sem að voru mjög fínar myndir. Hérna fellur hann virkilega í einkunn. Það er eins og hann hafi ekki alveg verið með hugann við það sem hann var að gera þegar hann bjó þessa mynd til. Mæli engann veginn með þessari þvælu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eins og Tómas Valgeirsson segir, þá er þessi mynd (og svipaðar) ekki gagnrýnendavæn. Þar er ég nokkuð sammála, en ætla þó að gera mitt besta í að segja mitt álit. Í fyrsta lagi þá fer of langur tími í að ná saman öllu fólkinu og í persónusköpun og kynningu á atburðum, sérstaklega þar sem að myndin er ekki lengri en þetta og búið var að skera aðeins af henni aflmestu bitana. En það tekst ágætlega hjá Anderson. Hvernig hefði farið fyrir útkomu myndarinnar og áliti fólks á henni, hefði verið dempt sér mikli fyrr í öll helstu slagsmála,- og hasaratriðin: myndin hefði verið hökkuð í ræmur og aðsókn minnkað. Mér finnst sagan á bakvið komu Pretadorana hingað á kringluna ansi forvitnileg, og takast nokkuð vel. Það var einhver að tala um (á niðrandi og slakkandi hátt) að -það væri einum of ''hentugt'' að Pretadorarnir kæmu einmitt til jarðarinnar þegar 100 ár væru liðin frá því síðast-. Hefði sá aðili ómakað sig að horfa á myndina, þar sem að hann var hvort er að kaupa sig inn á hana, Þá væri honum ljóst að ástæðan fyrir því að fólkið var þarna var einmitt sú að þau voru lokkuð þangað. Einhvern megin þurftu eggin úr face-huggerunum að komast í góðan líkama. Hvað umhverfi og tæknibrellur varðar þá var allt með hinu besta móti, en maður fékk eiginlega ekki tíma til að átta sig almennilega á öllu, þar sem að myndatakan var stundum einum of hröð. Eins og til dæmis í tveim fyrstu slagsmálunum milli Alien og Pretadora. Búningar (þá meina ég fígúrurnar) eru alveg ágætlega vel gerðar. Pretadorarnir eru að koma nokkuð vel út. Það er gaman þegar maður áttar sig á því að Lance Henriksen er að leika ''sama'' karakter hér og í Alien 3. Það vekur mann til umhugsunnar, þar sem að Weyland var það ríkur að hann hefur látið geyma úr sér eitthvað til að hægt væri að endurgera hann í framtíðinni. Og svo endar hann sem -anatomicly correct- vélmenni í Alien3. Þetta gefur mér vonir um sjálfstætt framhald Alien'Pretador myndanna eins og þessi hérna er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Áður en við fórum á þessa mynd, ákváðum við að horfa á allar 6 myndirnar, alien 1-4 og predator 1 og 2. Hvort það hafi reynst eitthvað nauðsynlegt er óvíst, en það var skemmtilegt áhorf engu að síður. Mér fannst Alien vs Predator bara nokkuð góð mynd og kemur líklega í sætið á eftir Alien 2. Eins og búast má við voru báðar persónur nokkuð betur gerðar en áður, en allar tæknibrellur í myndinni fannst mér mjööög vandaðar. Það er ekki hægt að segja að söguþræðir og staðreyndir Alien og Predator myndanna hafi verið tvinnað saman hér, heldur mikið frekar voru þessar tvær verur og eiginleikum þeirra moðað saman. Þegar litið er til þess að Predator hét öðru nafni 'Ailen Hunter' er ekkert annað en sniðugt að gera það. Hinsvegar held ég að mjög margir gleymi því að fyrirmynd myndarinnar sé tölvuleikurinn sem ber sama nafn, en ekki báðar myndaseríurnar. Leikurinn tekur bæði kvikindin og lætur þau vera í striði við hvort annað, og frá því sem ég hef heyrt er hann einn af mest scary leikjum sem til eru. Jah, myndin gerir reyndar ekkert voða mikið af þessu. Hún er svo sannarlega ekkert scary, ég meina mest hræðandi atriðið var þegar mörgæsin lét einn gaurinn gera í buxurnar. Stríðið milli þeirra var þar að auki ekkert svo mikið í sviðsljósinu. Eins mikið og manni var tjáð út frá trailerum og þannig háttar að myndin væri um stríð milli þessara vera, þá var hún það hreinlega ekkert svo mikið. Frasinn: no matter who wins...we lose á eiginlega ekkert við! Þrátt fyrir þetta var söguþráðurinn þrælskemmtilegur og sniðugur! Mér fannst myndin hinsvegar of stutt, ótrúlegt en satt. En þegar litið er til þess að bæði náðist ekki að klára allar tæknibrellur og leikstjóranum var skipað að klippa nokkur 'bestu' atriðin út er það alveg eðlilegt. Því held ég að 'Director's cut' útgáfan verði mun betri, og hlakkar mér mikið til að sjá hana í góðu hljóðkerfi og á stórum skjá. Ef ég væri spurður um fleiri galla, kæmi lítið upp. Það kemur reyndar svolítið skrítið fyrir sjónir að sjá predator bæði svona góðan og lélegan, en að mínu mati útskýrir myndin það...enda þó predator í AvP sé fenginn úr myndinni um predator er ekki þar með sagt að predatorin þurfi að vera nákvæmlega eins í báðum myndum. Fyrir suma er örugglega nauðsynlegt að hafa ekki séð Alien eða Predator myndirnar til að geta notið AvP, en ég er mjög sáttur með að vera ekki einn af þeim. Ég naut þessarar myndar, sem mér fannst meira en bara ágætis afþreying. Reyndar vona ég innilega að það verði gerðar fleiri AvP myndir, sem þurfa alls ekki að vera beint framhald, heldur t.d. um eitt gott stríð milli þeirra eða AvP: the Beginning, eins og er búið að vera í tísku. En m.v. lélega dóma og að AvP halaði inn undir 100m$ í Bandaríkjunum þarf tæpast að búast við því, því miður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn