Swordfish
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
Í myndinni er ljótt orðbragð
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd

Swordfish 2001

Frumsýnd: 7. september 2001

"Log on. Hack in. Steal Everything"

6.5 170803 atkv.Rotten tomatoes einkunn 26% Critics 6/10
99 MÍN

Myndin fjallar um tölvuþrjót sem fenginn er gegn vilja sínum til þess að aðstoða hryðjuverkamann við tæknilegu hliðina á bankaráni sem er í uppsiglingu. Gabriel Shear er einn slyngasti njósnari í heimi. Hann var á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni en er nú eigin herra. Gabriel situr ekki auðum höndum en næsta verkefni hans er ólíkt öllum öðrum.... Lesa meira

Myndin fjallar um tölvuþrjót sem fenginn er gegn vilja sínum til þess að aðstoða hryðjuverkamann við tæknilegu hliðina á bankaráni sem er í uppsiglingu. Gabriel Shear er einn slyngasti njósnari í heimi. Hann var á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni en er nú eigin herra. Gabriel situr ekki auðum höndum en næsta verkefni hans er ólíkt öllum öðrum. Aldrei fyrr hafa jafnmiklir fjármunir komið við sögu og því má ekkert fara úrskeiðis.... minna

Aðalleikarar

John Travolta

Gabriel Shear

Hugh Jackman

Stanley Jobson

Halle Berry

Ginger Knowles

Don Cheadle

Agent J.T. Roberts

Sam Shepard

Senator James Reisman

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (15)


Swordfish er mynd sem uppfyllir allt sem þarf í alvöru spennumynd: Flottar brellur, mikið af sprengingum og látum, góðir leikarar og nekt. John Travolta er svalur eins og áður. Svo eru Hugh Jackman og Don Cheadle traustir í hlutverkum sínum. Halle Berry er líka ágæt, og líka þvílíkt flott og á hún örugglega eitt “eftirminnilegasta“ atriði myndarinnar. En besta atriðið er náttúrulega byrjunaratriðið, og rosalegt að sjá hversu flott og vel gert það atriði er. Það atriði eitt og sér er nógu góð ástæða til að leigja þessa mynd. Topp spennumynd sem hægt er að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta var mjög skrýtin mynd. Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af henni en sat samt eins og límdur við skjáinn allan tímann. Í sjálfu sér er myndin léleg en hins vegar er hún flott, frumleg og einkar kraftmikil á köflum. Slappt skemmtanagildi myndarinnar kemur því á móts við ferskleikann og tollir hún í miðjumoðinu. En eins og áður sagði þá er hér mjög skrýtin mynd á ferðinni og veit ég eiginlega ekki hvort ég á að mæla með henni. En hvað sem öðru líður þá spái ég því að Swordfish eigi eftir að batna með árunum og verði jafnvel cult klassík þegar að því kemur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Swordfish er miklu betri en ég hélt, Dominic Sena hefur bætt sig eftir Gone in Sixty Seconds (sem var ágæt). John Travolta kemur með frábæran leik (þótt frammistaða var tilnefnd til Razzie verðlauna) Hugh Jackman er jafngóður og sama með Hallie Berry. Don Cheadle er aldrei lélegur og er það ekki núna. Myndin er full af frábæri spennu og plotti sem ætti að fá viðurkenningu sem besta plot. Sjáðu þessa hún er þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Swordfish er nú ekkert sérstök mynd en hasaratriðið í byrjun er geðveikt flott. John Travolta heldur áfram að sanna hvað hann er hræðilegur leikari nú undir stjórn Dominic Sena. Stanley (Hugh Jackman) er aðalpersóna myndarinnar en hann þráir ekkert heitar en að hitta dóttur sína aftur. Hann má það ekki vegna þess að hann fékk 2 ára fangelsi fyrir tölvuhakk og má því ekki koma nálægt tölvum. Gabriel Shear vill reyndar fá að hitta hann og borgar honum vel fyrir. Swordfish hafði getað orðið betri en hún varð með betri leikurum og leikstjóra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin byrjar vel og er svakalega flott. Sko ég er ekki alveg að fatta þetta með Matrix tæknina þarna þegar allt er sýnt hægt og svona. Ég veit að það er mjög erfitt að gera svoleiðis brellur en mér finnst ekki flott að sjá það við sprengingar, ég vil bara sjá almennilega bombu og ekki sýnt hægt en þetta er auðvitað bara mitt álit. Annas var söguþráðurinn bara mjög fínn og myndatökurnar voru mjög flottar. Alls ekkert hægt að setja útá leikarana. Þetta er bara ágætis afþreying og er ekki langt frá því að fá 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn