Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Gone in 60 Seconds 2000

(Gone in Sixty Seconds)

Frumsýnd: 16. júní 2000

Ice Cold, Hot Wired. / Lock your car or it may be... GONE IN 60 SECONDS

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Maindrian Pace lifir tvöldu lífi því á daginn rannsakar hann og kemur upp um tryggingasvik en á kvöldin stelur hann sjálfur hraðskreiðum og dýrum bílum ásamt félögum sínum og selur þá.

Aðalleikarar


Lélegur söguþráður,asnaleg atriði,frægir leikarar og flottar senur öðru hvoru sem ganga ekki uppp sem sé hin týpiska Jerry Bruckheimer mynd.

Ef maður slekkur á heilanum og sættir sig við fáránlegar samræður og atriði sem ganga engan veginn upp þá er þetta ágætis afþreying en ekkert meira.

Mynd sem maður horfir á ef ekkert annað er í boði en annars mæli ég ekkki með þessari mynd ég verð þó að segja eins og er að hún hefði getað verið mun verri.

Ég ætla að vera mjög örlátur og gefa myndinni 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var í sjálfum sér allt í lagi,Jerry Bruckheimer er hér komin með eina verstu mynd sína sem ég man eftir. Leikur Nicolas Cage er reyndar mjög góður ( eins og alltaf ) svo eru leikarar á borð við Robert Duvall og Angelina Joile sem eru alveg ágætir, bílarnir eru geðveikt flottir en atriðið sem Cage stekkur á bílnum yfir langa röð af bílum er einum of ýgt, plús það fær þessi mynd mínus fyrir að hafa leikara að nafni Giovanni Ribisi ( sá sem leikur bróðir Nic Cage í myndinni ) það er ömurlegur leikari að mínu mati. Já, og eitt enn þegar nokkrir svertingjar ætla að berja Cage í myndinni þá kemur gaurinn sem talar aldrei neitt og lemur þá alla ( hetju kaftæði ).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd geðveik. Reyndar var handritið ekkert til að hrópa húrra fyrir en enda atriðið þegar hann var á Shelbynum var mergjað. ég hélt fyrst að eltingaleikurinn stæði frá byrjun til enda. En samt... Frábær afþreying, ekta sumarmynd, svona mynd sem skilur ekkert voðalega mikið eftir sig en súper afþreying. Það má líka taka fram að miðaverðið er orðið svoldið hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stjörnur: 0 (handrit ... nah!!) Bílar: 4 (mikið af fallegum bílum) Angelina Jolie: A+ fyrir að vera sæt á skjánum í ca. 10mín. Hljóð: 4 (bassinn í Kringlubíó A++) Heildareinkunn: handritið var þvílikt sorp og leikurinn var ekki uppá marga fiska þannig að við endum í 12 stjörnu. Ég hafði búist við týpískri Bruckheimer mynd ... hasar ... læti ... spenna o.s.frv. Hasarinn hálfslappur, lætin voru ágæt, en spennan varð aldrei til. Af hverju engin spenna, jú svarið er einfalt ... hræðilegt handrit. Maður bjóst hálfpartinn við bestu bílaatriðum "ever", en þau voru þvímiður ekkert sérstök, eiginlega frekar mikið ýkt og hallærisleg. T.d. get ég mælt með Bullit og Ronin, þar sem eru góðir eltingaleikir. Leikararnir fóru með línurnar sínar eins og þeir væru að lesa þær í fyrsta skipti upphátt í baði. Sérstaklega Cage olli mér mikilum vonbrigðum. Ef þú vilt sjá flotta bíla, heyra flott sánd, sjá Angelinu Jolie í 10 mín og gerir ekki kröfur um neitt meira ... þá skaltu smella þér!!! Annars skaltu forðast þessa mynd eins og heitan eldinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Gone in 60 seconds er mjög góð ræma, flottir bílar og góð tónlist er það sem helst prýða myndina.

Myndin fjallar um Memphis (Nicholas Cage) sem er fyrrverandi bílaþjófur og sá besti sem hefur verið í þeim bransa. Memphis hefur hætt braskinu til þess að yngri bróðir hans lendi ekki í sömu hremmingum.

Nokkrum árum síðar er bróðir hans hinsvegar lentur í djúpum skít og þegar að hann getur ekki staðið í skilum á 50 stolnum bílum til eins allra versta glæponsins Raymon Calitri er honum hótað lífláti, hóað er í Memphis og neyðist hann til að taka að sér verkið til að bjarga bróður sínum. Á fjórum sólarhringum á hann að skila 50 háklassa bílum til glæponsins annars tapar bróðirinn lífinu.

Svakalega svöl mynd með geggjuðum bílaeltingaleikjum, ágætis söguþráð, flottri klippingu, flottri myndatöku og góðri tónlist.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn