Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Forrest Gump 1994

Life is like a box of chocolates...you never know what you're gonna get.

142 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 82
/100
Vann 6 Óskarsverðlaun. Tom Hanks fyrir bestan leik, besti leikstjóri, tæknibrellur, klipping, besta mynd og besta handrit. Tilnefnd í 7 öðrum Óskarsflokkum til viðbótar, þ.á.m. Gary Sinise fyrir sinn leik.

Forrest Gump fjallar um mann með greindarvísitölu undir meðallagi sem á hetjulegan hátt ferðast um 40 ára sögu eftirstríðsáranna í Bandaríkjunum og einhvern veginn tekst honum að vera þar sem sögulegir atburðir eiga sér stað. Hinn treggáfaði suðurríkjamaður Forrest Gump kemur víða við. Hann leikur ruðning í úrvalsdeildinni vegna þess hve hratt hann... Lesa meira

Forrest Gump fjallar um mann með greindarvísitölu undir meðallagi sem á hetjulegan hátt ferðast um 40 ára sögu eftirstríðsáranna í Bandaríkjunum og einhvern veginn tekst honum að vera þar sem sögulegir atburðir eiga sér stað. Hinn treggáfaði suðurríkjamaður Forrest Gump kemur víða við. Hann leikur ruðning í úrvalsdeildinni vegna þess hve hratt hann getur hlaupið, hann verður stríðshetja í Víetnam, hann hittir þrjá Bandaríkjaforseta og tvær rokkstjörnur, hann verður ástfanginn af einstakri fegurðardís sem haldin er sjálfseyðingarkvöt og hann græðir milljónir dollara á rækjuveiðum.... minna

Aðalleikarar

Ofmetinn
Þetta er nú fín mynd sem mér finnst mjög ofmetinn.
Tom Hanks (The Green Mile, Angels and Demons) er mjög hæfileikaríkur og sýnir það sem Forrest Gump, þó að mér finnst hann ekki jafn góður og allir segja. Robin Wright Penn (Nine Lives, Beowulf) leikur Jenny Curran sem mér finnst bara leiðinleg og pirrandi karakter. Gary Sinise ( Apollo 13, George Wallace) leikur Lt. Dan Taylor sem ég bara hata, hann er svo leiðinlegur.
Sögðuþráðurinn er fínn, gaman að sjá Forrset taka þátt í sögulegum hlutum. Þetta er bæði drama og grínmynd sem virkar mjög vel.
Robert Zemeckis (Back to the Future myndirnar, Who Framed Roger Rabbit) leikstýrir mjög vel þó hann hefur gert miklu betur.
Ágæt mynd sem ég get alveg mælt með.

Quote:
Forrest Gump: My momma always said, "Life was like a box of chocolates. You never know what you're gonna get."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Falleg saga
Það kannast flestir við forrest gump myndina og hafa flestir séð hana, þeir sem hafa ekki séð hana ættu endilega að gera það.

Forrest Gump fjallar um líf manns sem að er andlega þroskaheftur en fer samt í gegnum lífið eins og hver önnur manneskja.
Hann kemst í háskóla, berst með bandaríska hernum, verður ástfangin og kynnist alls konar fólki.

Myndin sýnir fram á á fallegan hátt að lífið snýst ekki um greindavísitölu fólks, heldur hvernig það lifir. Myndin hlaut mörg óskarsverðlaun á sínum tíma og stendur en eftir þessi ár við þau. Þeir sem ekki hafa séð þessa mynd hafa misst af miklu og ættu endilega að gefa sér tíma fyrir hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stupid is as stupid does. Ein fyndnasta mynd í heimi. Tom Hanks fékk Óskarinn fyrir leik sinn og myndin sjálf vann Óskar. Myndin er algjört grín en samt sér maður blákaldan og alvarlegan raunveruleikann skjótast fram.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er alveg yndisleg. Handrit flott, tónlistin frábær og leikurinn er góður hjá Sally Field, Myketi Williamson. Robin Wright Penn er ansi góð í hlutverki Jenný en Tom Hanks er framúrkarnandi og heldur myndinni á lofti sem Forest. Hann hreinlega er yndislegur sem Forest.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Erfitt er að veita mynd fullt hús en Forrest Gump hefur þá eiginleika kvikmyndar í að fá skilið fullt hús stiga.


Við kynnumst Forrest nokkrum Gump sem býr í Alabama, hann situr einn góðan veðurdag á bekk og bíður eftir strætó, hann hittir fólk sem sest honum við hlið og segir fólkinu sem og áhorfandanum ævisögu sína. Raunarsögur Forrests eru magnþrungnar, allt frá vígvöllum Víetnam til borðtennismóts í Kína. Tom Hanks lífgar þessa persónu svo vel við að maður hættir í raun að sjá Tom Hanks sem hann sjálfan og fer að ímynda sér að hann sé í raun Forrest Gump.

Forrest Gump er án efa með 10 bestu myndum allra tíma og mun hún ávallt lifa sem hugljúf saga hlédrægs manns í samfélagi Ameríku. Ég fer ekki mikið að rýna í söguna sjálfa og læt kyrrt við sitja, en einning má segja að Gary Sinise sé hér í sínu besta og áhrifaríkasta hlutverki sem Lautinaut Dan, hann gerir persónuna ódauðlega í myndinni og gæðir hana meira lífi en flestir höfundar hefðu líklega ímyndað sér.


Topp mynd - Topp leikarar og frábær skemmtun fyrir ALLA unga sem aldna. Ég sá hana fyrst þegar ég var 8 ára og ég var svo snortinn að ég hef líklega séð hana um 30 sinnum síðan þá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.07.2020

Alien, Ghostbusters og The Matrix sýndar í vikunni

Bíósumarið 2020 hefur verið hið óvenjulegasta. Samkvæmt úttekt veftímaritsins Vulture hefur útgáfu 77 stórmynda verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þar á meðal eru fjölmargar kvikmyndir sem átti að sýna...

23.03.2020

Ómissandi „'90s“ myndir: „Besti áratugurinn og það af ýmsum ástæðum“

„Lengi getur vont versnað, eða þannig. Áfram þrammar veiruskömmin og hefur áhrif á líf okkar... Þetta eru fordæmalausir tímar og þá má maður aðeins missa sig.“ Þetta segir í grein Sæunnar Tamar ...

03.01.2017

25 hlutir sem þú vissir ekki um Arnold Schwarzenegger

Ef þú hélst að þú vissir allt um súperstjörnuna Arnold Schwarzenegger, þá skjátlast þér mögulega hrapallega, því það eru amk. 25 atriði sem  hann telur að þú vitir ekki um hann. Leikarinn, og vaxtarræktarmaðurinn fyr...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn