Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

In the Bedroom 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. mars 2002

A young man. An older woman. Her ex-husband. Things are about to explode...

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 86
/100

Frank, einkasonur Fowler hjónanna, kemur heim í sumarfrí eftir fyrsta ár sitt í háskóla. Móðir hans, Ruth, sem stjórnar skólakórnum, er ekki ánægð með að Frank sé að slá sér upp með Natalie sem er að ganga í gegnum skilnað, en hún er nokkrum árum eldri en Frank. En faðir hans, Matt, sem er læknir í bænum, sér ekkert að þessu. Á meðan Frank hugleiðir... Lesa meira

Frank, einkasonur Fowler hjónanna, kemur heim í sumarfrí eftir fyrsta ár sitt í háskóla. Móðir hans, Ruth, sem stjórnar skólakórnum, er ekki ánægð með að Frank sé að slá sér upp með Natalie sem er að ganga í gegnum skilnað, en hún er nokkrum árum eldri en Frank. En faðir hans, Matt, sem er læknir í bænum, sér ekkert að þessu. Á meðan Frank hugleiðir að hætta með Natalie, þá reynist fyrrum eiginmaður hennar þeim óþægur ljár í þúfu, þar til ótrúlegur harmleikur á sér stað í bænum. ... minna

Aðalleikarar


Tvímælalaust ein af mínum uppáhaldsmyndum. Þetta var svona mynd sem maður heyrði eiginlega ekkert um en vissi að var tilnefnd til fullt af verðlauna og horfði ég ekki á hana fyrr en ári eftir að hún kom á vídeó. Allir leikarar eru til fyrirmyndar og sagan sjálf er ótrúlega góð. Veit ekki hvað er hægt að segja nema þetta er mynd sem að maður verður að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tvímælalaust besta mynd síðasta árs. Myndin fjallar um fjölsylduharmleik og bjóst ég því við frekar leiðinlegri mynd og þunglyndislegri. Sú er hinsvegar ekki raunin og kom myndin mér gríðarlega á óvart.

Myndin er lágstemmd og frekar hæggeng. Í þessu tilviki er það ekki galli heldur kostur. Það gefur myndinni þá dýpt sem hún þarf á að halda til að vera trúverðug. Myndin er knúin áfram af sterkum og þéttum leik þeirra Tom Wilkinson og Sissy Spacek. Leikur þeirra er fagmannlegur og laus við alla tilgerð. Einnig hefur tekist mjög vel til með bæði handrit og leikstjórn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð drama sem kom mér þónokkuð á óvart. Þvílíkt vel leikin mynd Tom Wilkinson, Sissy Spacek og Marisa Tomei fara á kostum í henni. Það hefði kannski mátt vera smá tónlist í sumum atriðum sem mér fannst vanta til að lífga aðeins uppá hana. En maður er líka orðinn svolítið vanur tónlist í bíómyndum. Annas er þetta mynd fyrir alla sem eru ekki að leita sér að einhverri poppkorns mynd heldur góðri dramatískri mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vönduð og snilldarvel leikin úrvalsmynd Todd Field. Tilnefnd til fimm óskarsverðlauna 2001; sem besta kvikmynd ársins, fyrir leikkonu í aðalhlutverki (Sissy Spacek), leikara í aðalhlutverki (Tom Wilkinson), leikkonu í aukahlutverki (Marisa Tomei) og handrit byggt á áður útgefnu efni. Hjónin Dr. Matt Fowler (Wilkinson) og eiginkona hans Ruth (Spacek) búa í smábæ í Maine ásamt syni sínum Frank (Nick Stahl), en hann hyggur á háskólanám. Líf þeirra er í senn venjulegt og áhyggjulaust. Það breytist allt þegar Frank verður ástfanginn af Natalie Strout (Tomei). Hún er eldri en Frank og er fráskilin tveggja barna móðir. Ástarsamband þeirra verður til þess að fyrrum eiginmaður hennar verður æfur. Það sem fylgir í kjölfarið verður til þess að líf fjölskyldunnar og parsins verður aldrei samt aftur. Þessi mynd er frábær í alla staði og hittir beint í mark. Frábær kvikmynd sem skartar mögnuðum leikframmistöðum sannkallaðra leiksnillinga. Óskarsverðlaunaleikkonan Sissy Spacek fer algjörlega á kostum í hlutverki Ruth Fowler og hefði átt að hljóta Óskarinn fyrir leik sinn, mun frekar en Halle Berry. Hún hlaut Óskarsverðlaunin 1980 fyrir túlkun sína á söngkonunni Lorettu Lynn í The Coal Miner´s Daughter. Einnig er Tom Wilkinson frábær í hlutverki fjölskylduföðurins og verðskuldaði tilnefninguna svo sannarlega fyrir magnaða túlkun á manni í andlegri krísu. Marisa Tomei hlaut Óskarinn 1992 fyrir leik sinn í My Cousin Vinny og er góð í hlutverki Natalie. Einnig er Nick Stahl eftirminnilegur í hlutverki Frank Fowler. Ég hvet alla kvikmyndaunnendur til að sjá þessa mögnuðu mynd. Þeir sem vilja sjá alvöru drama með trúverðugu ívafi mega ekki missa af henni. Skylduáhorf fyrir þá sem vilja sjá sannkallaðar úrvalsmyndir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

In the Bedroom er bara nokkuð góð mynd sem fékk 5 Óskarsverðlaunatilnefningar fyrir árið 2001. Mér fannst hún þó alls ekki eiga skilið að vera tilnefnd sem besta myndin en allir leikararnir fóru á kostum. Myndin gerist í bæ á Englandi og fjallar aðallega um líf Dr. Matt (Tom Wilkinson) og Ruth Fowler (Sissy Spacek) eftir að sonur þeirra, Richard var myrtur af fyrrum kærasta unnustu hans, Natalie (Marisia Tomei). Það versta við þessa mynd að mínu mati er hvað hún er allt of dramtísk og langdreginn að maður nennti varla að hanga yfir henni. Það má þó helst hrósa aðalleikurunum og handritshöfundnum sem gerðu sitt verk á frábæran hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn