Kósýkvöld í kvöld

Það hugsa sér eflaust margir gott til glóðarinnar í kvöld, föstudagskvöld, að hreiðra um sig fyrir framan skjáinn með poppskálina í annarri hönd og fjarstýringuna í hinni, og njóta bíómyndanna sem í boði verða í sjónvarpinu.

Hér er yfirlit yfir bíómyndir kvöldsins:

Stöð 2

The Goonies

Mikey Walsh og Brandon Walsh eru bræður. Fjölskylda þeirra er að undirbúa flutning af því að verktakar vilja byggja golfvöll í nágrenninu, nema nægu fé sé safnað til að stöðva byggingu golfvallarins, og það eru ekki miklar líkur á að það gerist.
En þegar Mikey rekst á fjársjóðskort af tilviljun af hinum fræga fjársjóði Eineygða Villa, þá fara þeir Mikey, Brandon, og vinir þeirra Lawrence „Chunk“ Cohen, Clark „Mouth“ Devereaux, Andrea „Andy“ Carmichael, Stefanie „Stef“ Steinbrenner, og Richard „Data“ Wang, í fjársjóðsleit og kalla sig The Goonies, allt í þeim tilgangi að bjarga hverfinu.
Fjársjóðurinn er í helli, en inngangurinn að hellinum er undir húsi hins illa þjófs Mama Fratelli og sona hennar Jake Fratelli, Francis Fratelli og hins vanskapaða Lotney „Sloth“ Fratelli. Sloth vingast hins vegar við the Goonies og ákveður að hjálpa þeim.

Surfer dude

Surfer, Dude er gamanmynd með Matthew McConaughey í aðalhlutverki og segir frá Steve Addington, sem er allt það sem brimbrettagaurar standa fyrir. Hann er svalur, afslappaður, ber að ofan, berfættur og skakkur megnið af tímanum. Hann lifir á tekjum fyrir að auglýsa brimbretti og brimbrettaklæðnað. Honum gengur reyndar svo vel í því starfi að viðskiptajöfurinn og fyrrum brimbrettagaurinn Eddie Zarno hefur keypt samninginn hans og vill að Steve láti taka upp brettahreyfingar sínar til að nota í tölvuleik. Steve vill hins vegar bara njóta brimsins í friði frá hasarnum, en svo vill til að á sama tíma og Eddie byrjar að þrábiðja Steve um þennan greiða hverfur brimið vegna of rólegs veðurs. Margir dagar líða, en aldrei kemur brimið sem Steve þráir mest af öllu. Auk þess magnast krísa Steves þegar hann kynnist hinni fögru Danni, fyrrum aðstoðarmanni Eddies, og verður umsvifalaust ástfanginn.

 The Walker

Carter Page III á sér sérstakan sess í Washington: hann er samkynhneygður sonur og barnabarn áhrifaríkra manna þar í borg, hann er með sambönd, hann er kurteis, og ógnar engum, þannig að hann er æskulegur fylgdarfélagi þegar eiginkona einhvers vill ekki fara með eiginmanni sínum á einhverja opinbera samkomu.
Þegar leynilegur elskhugi einnar af vinkonum hans er myrtur, þá biður hún Carter að vera staðgengill sinn, sem kemur honum strax í mikinn vanda gagnvart lögreglunni og metnaðarfullum saksóknara.
Með hjálp elskhuga síns Emek, þá byrjar Carter sjálfur að rannsaka málið.

 Year One

Gamanmynd um forfeður okkar með Jack Black og Michael Cera í aðalhlutverkum. Þegar tveir húðlatir steinaldarveiðimenn, Zed (Jack Black) og Oh (Michael Cera), eru bannfærðir úr þorpinu sínu enda þeir á ferðalagi um ævaforna heima.

Couples retreat

Myndin segir frá fjórum pörum sem hafa þekkst í dágóðan tíma. Þau ákveða að fara saman í frí til eyjunnar Bora Bora. Gististaðurinn á eyjunni býður upp á sérstaka parameðferð sem gengur út á að betrumbæta hjónabönd. Þrjú af pörunum eru þó aðallega að fara til eyjunnar til að skemmta sér og njóta lífsins, en eitt parið er komið þangað til að bjarga hjónabandi sínu. Fljótlega sjá áttmenningarnir að parameðferðin er engin paradís og ferðin breytist í eitthvað allt annað en áætlað var.

RÚV

Af annarri stjörnu -Nicht von diesem Stern

Arnold smíðar sér flugvél og ætlar út í geiminn til pabba síns sem hvarf 20 árum áður en er lagður inn á geðdeild.

Endurómur úr fortíðinni – 4 garçons dans la nuit

Frönsk sakamálamynd í tveimur hlutum byggð á sögu eftir metsöluhöfundinn Val McDermid. Fimmtán árum eftir morðið á unglingsstúlkunni Rose er einn fjögurra vina sem fundu líkið myrtur. Var sami morðingi að verki eða var það ótengt hefndarmorð? Hina þrjá grunar að sami morðingi hafi myrt þau bæði en ef svo er, af hverju beið hann þá svona lengi? Við dauða Sébastiens rifjast þessi voðalega nótt upp fyrir prentaranum Alex, prestinum Thomasi og háskólakennaranum David. Við yfirheyrslur lögreglunnar kvikna ýmsar efasemdir og þá grunar jafnvel að morðinginn sé einn af þeim.

Leikstjóri er Edwin Baily og meðal leikenda eru Julien Baumgartner, Dimitri Storoge, Pascal Cervo, Antoine Hamel, Jean-Pierre Malo, Jean-Pierre Lorit og Sara Mortensen.

Vacancy – vegahótelið

Vegahótelið (Vacancy) er bandarísk hryllingsmynd frá 2007. Ung hjón, David og Amy Fox, leita skjóls á gistihúsi á afskekktum stað eftir að bíll þeirra bilar. Þau ætla að stytta sér stundir við að horfa á sjónvarp en eitt er einkennilegt við soramyndirnar sem þar eru í boði; þær virðast allar vera teknar upp í herberginu þeirra. Þau finna svo faldar myndavélar í herberginu og átta sig á því að takist þeim ekki að flýja verða þau næstu fórnarlömb hryllingsmyndahöfundarins.