Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

TRON: Legacy 2010

(TRON 2.0, TR2N, Tron 2, Tron Legacy)

Justwatch

Frumsýnd: 26. desember 2010

The Game Has Changed.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Tæknitröllið Sam Flynn, 27 ára gamall sonur Kevin Flynn, rannsakar hvarf föður síns en dregst sjálfur inní sömu veröld ofsafenginna forrita og skylmingaleikja, sem faðir hans hefur búið í sl. 25 ár. Ásamt trúnaðarvini sínum, þá takast Kevin og faðir hans á hendur hættulegt ferðalag í gegnum ótrúlegt sjónrænt sjónarspil í sýndarheimi, sem er orðinn... Lesa meira

Tæknitröllið Sam Flynn, 27 ára gamall sonur Kevin Flynn, rannsakar hvarf föður síns en dregst sjálfur inní sömu veröld ofsafenginna forrita og skylmingaleikja, sem faðir hans hefur búið í sl. 25 ár. Ásamt trúnaðarvini sínum, þá takast Kevin og faðir hans á hendur hættulegt ferðalag í gegnum ótrúlegt sjónrænt sjónarspil í sýndarheimi, sem er orðinn mun þróaðri og hættulegri en áður. ... minna

Aðalleikarar

Flottt mynd söguþráður meh
Eftir að ég sá trailerinn varð ég strax svo spenntur fyrir þessari mynd að ég ákvað að downloada fyrstu myndinni og aðeins að kynna mér söguna. Í þeirri mynd var söguþráður meh og tæknibrellur sem eru orðnar fyndar fyrir okkur.
Stökkvum 20 ár fram í tímann í tímann söguþráður ennþá allt í lagi en djöfull eru tölvubrellurnar flottar og bardaga atriðin alveg ótrúlega flott (enda kostaði myndin 170 milljón dollara). Jeff Bridges var flottur, samt fannst mér hann eins og the Dude úr the Big Lebowski, Olivia Wilde stóð sig ágætlega var samt þarna meira útá að vera flott. Garrett Hedlund stóð sig mjög vel.
Tónlistinn var geggjuð, Daft Punk að standa sig, og eru alveg geðveikir leikarar.
Ef þú ætlar að sjá þessa mynd þá myndi ég mæla með bíó því það verður ekki sama upplifun að sjá þessa mynd heima hjá sér
Bardaga atriðin ótrúlega flott, geggjuð tónlist, ágætisleikur og meðal söguþráður.
Gef myndinni 7
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vonbrigði
Áður en ég fór á Tron í bíó hafði ég ekki séð fyrri myndina og ekki lesið mig til um söguþráðinn. Ég vissi þó að þetta væri eitthvað tölvudæmi sem snerist um einhvern annan heim og eitthvað því um líkt.

Ég bjóst við einhverju mögnuðu. Ég bjóst við því að myndin liti betur út. Mér fannst hún ekki alveg nógu flott. Þetta var einhvern veginn alltaf það sama; svartur bakgrunnur með neon-ljósum. Þrívíddin fannst mér ekkert sérstök. Það hefði verið hægt að nota hana betur finnst mér, og eins hefði verið hægt að draga þríviddina meira fram með fleiri flottum bardagasenum. Persónulega finnst mér þessa saga ekkert sérstök. Ég held að það hefði verið hægt að búa til betri sögu með þessum grunni. Það gerðist alveg voðalega lítið. Einhverjar senur með einhverju innihaldslausu spjalli fannst mér of margar.

Daft Punk stóð að sjálfsögðu fyrir sínu eins og alltaf. Daft Punk gerir bara alvöru tónlist. Ég hefði samt vilja hafa tónlistina aðeins meiri, hún var oft bara einhver undirleikur í einhverjum leiðinlegum senum frekar en magnaður hávaði í flottum bardagasenum.

Lélegt handrit dregur hana mikið niður. Ég ætla að gefa Tron Legacy 6/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki meira en skemmtileg upplifun
Tron Legacy stenst væntingar. Þetta eru væntingar byggðar á glæsilegri ljósasýningu ásamt tónlist Daft Punk í bakgrunninum. Þannig var kvikmyndin auglýst og henni er ætlað að höfða til hóps sem er líklega ekki búinn að sjá myndina á undan, Tron (1982.) Áhorfandinn er ekki að leita eftir gallalausri sögu og sniðugu handriti. Hann vill svala kvikmynd sem er ekki kjánaleg. Þó að Tron Legacy fari stundum nálægt kjánalegu línunni fer myndin aldrei yfir hana. Þess vegna er hún þess virði að sjá.

Saga myndarinnar fer um víðann völl. Ungur maður leitar uppi föður sinn eftir hann hefur verið á brott í um tvo áratugi. Honum að óvörum er faðirinn fastur í eins konar tölvuleikjaheimi. Einu sinni var hann guð í þessum heimi en hans eigin sköpun snerist gegn honum. Saman reyna feðgarnir svo að sleppa úr heiminum. Margt annað blandast inn í þetta en það helsta er ný tegund af lífveru sem gæti bjargað mannkyninu. Hér er augljóslega ekkert frumlegt á ferðinni en myndin klæðist samt nýjum sjónrænum búningi. Þessi búningur er samt ástæða til að sjá myndina.

Jeff Bridges er eini leikarinn sem þarf að nefna. Hann gefur myndinni eitursvalt andrúmsloft sem hún þarf á að halda til að verða ekki kjánaleg. Áhorfandinn fær skipandi rödd, yfirvegaðan svip og stingandi augnaráð frá honum alla myndina. Michael Sheen átti reyndar eftirminnilegt hlutverk líka. Persóna hans minnti smá vegis á The Riddler úr gömlu Batman-myndunum. Besta atriði myndarinnar er honum að þakka. Hinir leikararnir gera svo auðvitað sitt gagn.

Sjónræna upplifunin er lykilinn að gæði myndarinnar. Neon ljós í dökkum bakrgunni líta alltaf vel út. Um þessar mundir er algengt að gefa öllu dökka yfirsýn til þess að gera það svalara og dularfyllra. Það er hægt að sjá með því að bera saman gömlu og nýju Tron. Þetta bragð virkar svo að undirritaður er ekki að kvarta. Þrívíddin er notuð vel og það er nánast synd að blikka augnum.

Daft Punk eru fullkomnir fyrir kvikmynd af þessu tagi. Þeir upplifa sig sem eins konar tölvuhljómsveit og eru meira að segja að þeyta skífum í myndinni! Tónlistin grípur alltaf augnablikið og gerir myndina svalari. Elektróníska dúóið vinnur starf sitt vel.

Það á að horfa á Tron Legacy í bíó. Fáir eru með aðstæður heima fyrir til þess að réttlæta áhorfið þar. Þetta er skemmtileg upplifun, ekki meira og ekki minna. JPH
7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekkert meistaraverk
TRON: Legacy er mjög fín mynd en mér fannst hún svolítið tóm og ágætlega lengi að byrja. Myndin er mjög vel tölvugerð og algjörlega fullkomnun í þeim hluta nema C.L.U. Það var aðeins eins og hann væri tekinn úr einhverri photo-realistic teiknimynd sem hefði ekki verið svo slæmt hefði hann bara ekki fengið jafn mikinn tíma í myndinni.

Leikarinn sem lék Sam var ágætur en línurnar sem hann fékk voru stundum mjög kjánalegar og handritið vægast sagt gallað. Jeff Bridges er góður sem Kevin Flynn og er frekar afslappaður, bæði í talsmáta og hegðun sem er frekar skemmtilegt. Það eru ekki mjög mörg virkilega nett atriði en atriðið á barnum er mjög flott og tónlistin passar vel undir. Tónlistin í myndinni, sem Daft Punk sömdu, er mjög flott og lyftir bíómyndaupplifuninni á hærra level.

Myndin er mjög vel gerð, geggjuð tónlist, fínir leikarar en gallað handrit og myndin hægði smá á sér eftir miðju og var lengi að koma sér af stað. Frekar fyndið að sjá Cillian Murphy svona stutt. Ég giska á það að hann verði næsta illmennið. Annars er þetta bara mjög random... 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábært útlit, geggjuð tónlist! Hvað svo?
Það verður seint hægt að segja að Tron Legacy sé ekki algjör fullnæging fyrir augu og eyru, og einhver sem segir annað er annaðhvort sjónskertur eða einhver sem hatar Daft Punk. Hvort innihaldið sé gott eða ekki er eiginlega aukaatriði. Sjálfur átti ég ekki von á miklu kjöti á þessum beinum því fyrri Tron-myndin var sjálf algjör þunnildi sem montaði sig yfir tæknibrellum sem þóttu svakalegar á sínum tíma en eru í dag álíka svalar og NES tölvuleikir eru í augum þeirra sem spila Xbox 360. Það finnst því ekki betri leið til að segja það en Tron er gjörsamlega úrelt, og vegna þess að hún var aldrei góð til að byrja með þá er manni miklu meira sama um hana. Jafnvel ef Legacy hefði orðið frábær, þá hefði ég samt ekki viljað neina tengingu á milli þessara mynda.

Tron Legacy er hiklaust betri myndin af þessum tveimur, en hún er samt efnislega algjört miðjumoð. Aftur á móti kemst ég ekki hjá því að mæla með henni vegna þess að sjónrænt séð er hún mögnuð og tónlistin sem fylgir með er meiriháttar. Þessir tveir kostir eru það sterkir að þeir hífa hana upp á stig sem gerir hana að verðugri bíóupplifun. Tölvuvinnan, hönnunin og bara almennt andrúmsloft myndarinnar kemur svo vel út að maður á erfitt með að lifa sig ekki dálítið inn í þennan heim. Daft Punk músíkin breytir þessu líka úr fínu yfir í helvíti gott. Ég hef lengi verið aðdáandi tvíeykisins og var ánægður að sjá að þeir gátu bæði gefið okkur skemmtilega raftónlist ásamt flottu score-i sem gerði flestar senur mun epískari einhvern veginn. Tónlistin er jafnvel það góð að ég hefði engan veginn kvartað hefði díalogurinn verið fjarlægður og bara lögin látið spilast yfir.

Leikararnir eru heldur ekki eins þurrir og maður á von á í svona style-over-substance mynd. Jeff Bridges hefur vissulega átt betri daga, en jafnvel hlutverk sem hann gerir bara útaf peningnum er langtum betra en ekki neitt og hér er hann ákaflega fínn, bæði sem gamli, raunverulegi Jeff og ungi, stafrænni Jeff (förum betur út í hann eftir smá). Það sem Bridges gerir samt þegar hann er ekki tölvugerður er að gefa myndinni smá tilfinningalegan þunga. Alls ekki mikinn, en bara smá. Samband á milli hans og sonar síns er kjarni pappírsþunnu sögunnar og Bridges nær að selja það samband mjög vel og leyfa áhorfandanum að finna fyrir hjartanu. Garrett Hedlund er líka undarlega góður á móti þrátt fyrir illa skrifað hlutverk. Mér líkaði samt vel við hann út alla myndina og fannst hann ekki jafn stirður og hann hefði getað orðið. Olivia Wilde er þó meira til skrauts (en HVÍLÍKT skraut!) og sama með Michael Sheen, en það er samt alltaf pínu gaman að sjá hann ofleika. Veit ekki alveg af hverju.

Þessir ofannefndu kostir gera margt fyrir þessa mynd en það eru samt sem áður tveir stórir þættir sem ómögulegt er að setja ekki út á: Fyrst ber að nefna keyrsluna. Myndin hrekkur vel í gang og býður upp á ýmislegt töff og glansandi í fyrri hluta, þar á meðal skuggalega töff diskabardaga og glænýja og vel massaða útgáfu af Lightcycle keppninni. Svalari og hraðskreiðara verður það ekki! En allt þetta gerist innan við fyrstu 40 mínúturnar, og gallinn við það er að myndin nær í raun og veru aldrei að toppa sig eftir þennan tíma, sem getur verið slæmt þegar tæpur klukkutími og hálfur er eftir. Við fáum alveg eitthvað af flottum hasar ásamt eina af mínum uppáhalssenum sem gerist á skemmtistað (giskið hverjir eru plötusnúðarnir), en inn á milli er voða mikið af engu. Við fáum bara bland af exposition-ræðum, speki og öðrum rólegheitum, sem eru ekki alltaf eins leiðinlegar og þær hljóma, en eftir smá tíma fer manni að langa í meira af því sem maður sá áður. Þetta er nú (Disney) afþreyingarmynd, en ekki rándýr gjörningur sem sver sig í sömu ætt og Kubrick.

Galli nr. 2 tengist þeim sem ég kalla The Digital Dude, sem er auðvitað ungi, stafrænni Jeff. Kvörtunin er aðeins of augljós; Hann er ALLTOF gervilegur. Þetta minnir mann frekar á eitthvað sem sést í MoCap teiknimyndum Roberts Zemeckis og það er nánast hlægilegt að maður eigi að taka hann alvarlega sem karakter. Brellan er auðvitað á sinn hátt góð, en hún er hvergi í líkingu við það sem snillingarnir hjá Weta í Nýja-Sjálandi hafa sérhæft sig í. Kannski Disney hefði átt að tala við þá. Allavega þá lítur þetta aldrei út eins og neitt annað en góð tilraun. Það var nógu slæmt að sjá þetta gert í flashback-senum en þegar um heilan karakter er að ræða fer þetta að skilja smá vont bragð eftir sig. Á endanum sættir maður sig við þetta því það er einfaldlega ekki annað hægt.

En Tron Legacy virkaði samt á mig, sem er í sjálfu sér skrítið þar sem ég er augljóslega ekki mjög hrifinn af fyrri myndinni. Aðdáendur hennar ættu samt að sjá margt gott í Legacy því myndirnar eru frekar svipaðar í tón og frásögn. Handrit beggja er líka af svipuðum gæðastandard. Annars á ég erfitt með að sjá fyrir mér að þessi eldist jafn hroðalega (þ.e.a.s. ef þið teljiið ekki tölvugerða Jeff með) og almennt tel ég að þessi hefur betra afþreyingargildi og aðeins meiri sál. En jafnvel ef slíkir kostir væru ekki til staðar, þá er þetta samt ein allra flottasta myndin á árinu. Það er a.m.k. loforð.

7/10

Meðan ég man.... Hæ Cillian Murphy! Gaman að sjá þig í hvað?... 1 mínútu? Svolítið random.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

11.04.2013

Kvikmyndagagnrýni: Oblivion

Einkunn: 4/5 Það fór eflaust ekki framhjá neinum Íslendingi þegar kvikmyndin Oblivion var tekin upp hér á landi síðastliðið sumar. Um er að ræða alvöru Hollywood mynd sem áætlað er að hafi kostað um 120 milljónir...

09.04.2013

Frumsýning: Oblivion

Myndform frumsýnir bíómyndina Oblivion á föstudaginn næsta, þann 12. apríl.  Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói, Sambíóunum Egilshöll, Sambíóunum Kringlunni, Sambíóunum Keflavík og ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn