Náðu í appið
33
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Jurassic Park III 2001

(Jurassic Park 3)

Justwatch

Frumsýnd: 3. ágúst 2001

Terror Evolves.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 42
/100
Tilnefnd til Razzie verðlauna sem versta framhaldsmynd. Tilnefnd til nokkurra kvikmynda og DVD verðlauna.

Dr. Alan Grant lifir núna hamingjuríku og góðu lífi og er búinn að gera upp hina hræðilegu atburði úr fyrri myndunum tveimur. Grant er svo sáttur við líf sitt að hann gefur út sérstaka tilkynningu um að ekkert geti fengið hann til að fara aftur á eyjarnar þar sem Júragarðurinn er og risaeðlur leika lausum hala. En hann hefði kannski átt að sleppa því... Lesa meira

Dr. Alan Grant lifir núna hamingjuríku og góðu lífi og er búinn að gera upp hina hræðilegu atburði úr fyrri myndunum tveimur. Grant er svo sáttur við líf sitt að hann gefur út sérstaka tilkynningu um að ekkert geti fengið hann til að fara aftur á eyjarnar þar sem Júragarðurinn er og risaeðlur leika lausum hala. En hann hefði kannski átt að sleppa því að vera svona yfirlýsingaglaður. Paul Kirby og eiginkona hans, Amanda, fara í flugvél og fljúga yfir Sorna eyju, og Dr. Grant er leiðsögumaður þeirra. Það kemur í ljós að Kirby er ekki allur þar sem hann er séður og segir ekki allan sannleikann. Þegar flugvélin lendir uppgötvar Dr. Grant að það er önnur ástæða fyrir því afhverju þau eru þar sem þau eru, sem hann veit ekki um. Núna er Dr. Grant fastur á eyju sem hann hefur aldrei verið á áður, og það sem átti að vera huggulegt ferðalag í flugvél, hefur breyst leitarferð. ... minna

Aðalleikarar

Ágætis afþreying...
Jurassic Park III er að mínu mati talsvert betri en önnur myndin (the lost world). Fór á þessa mynd í bíó á sínum tíma og hafði bara mjög gaman af. Myndin er Þó ekki NÆRRI eins góð og fyrsta myndin svo ef þið eruð að spá í að sjá þessa mynd og hafið ekki séð fyrstu myndina...... HORFIÐ Á FYRSTU MYNDINA. Sagan er alveg fín og þótt ótrúlegt sé meikar hún ágætis sense en er þó á köflum svolítið klisjukenndur. Leikararnir standa sig ágætlega sérstaklega maðurinn sem leikur Dr. Alan Grant(man ekki nafnið á honum). Myndin mun þó seint teljast stórmynd en frábær sem svona "laugardagsmynd".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd með fullt af hasar og skemmtun. þetta er eina jurassic park myndinn sem ég hef séð. og leigði ég hana út af góðum leikara Alessandro Nivola sem er eitt af aðalhlutverkunum og á mjög góðan leik í myndinni. myndinn fjallar dr alan grant(sam neil) sem er fræðingur um riðsaeðlur . par paul og amanda kirby(william h. macy og téa leoni) biðja alan grant að koma með sér og skoða eyju með riðsaeðlum bara til að fljúga yfir hana. en það sem þau ætla sér er að finna son sinn á eyjunni og láta hann verða leiðsögu mann þeiira. þá verða Alan og vinur hans steingervfræðingnum Billy(Alessandro Nivola) bit vegna þess að í raun og veru er þetta ekki eyjann sem dr alan hefur skoðað. og veitt þar að leyðandi ekkert um hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jurassic Park myndirnar eru orðnar svolítið óspennandi en ef það kemur önnur þá verður hún að vera ótrúlega góð. Í brúðkaupsferð ætla hjón (William H.Macy,Fargo,Téa Léoni,Deep Impact) að fara til eyjarinnar með risaeðlunum en með leiðsögn Dr.sem ég man ekki alveg hvað heitir:) (Sam Neil,The Hunt For Red October) en hann er að efast um ferðina. En þau fara samt og þegar þau lenda týnast nokkrir menn úr flugvélinni. Það er út af því að þeir voru étnir af Spinosaurus sem er ný risaeðla komin á eyjuna. En Spinosaurus er búin að drepa T-Rex (sem hún gæti ekki í alvöru) og fólkið þarf að flýja frá þeim og finna son sinn sem týndist einhversstaðar á eyjuni með frænda sínum. Mætti hafa meiri bregðuatriði en risaeðlurnar eru skemmtilega vel gerðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ekki besta Jurassic Park myndin en hún er að mínu mati betri en önnur myndin sem mér fannst bara grátleg.

Ég gef myndinni þrjár stjörnur fyrir tæknibrellur, leik og umhverfi en söguþráðurinn gæti verið mikið betri, en samt allt í lagi að leigja hana einu sinni og horfa á í rólegheitum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nokkuð smekkleg mynd og góðar tæknibrellur. Þetta er samt að verða dáltið langdreigið. Téa Leoni gerir varla annað en að öskra móðusíkilslega hálfa myndina og snareðlurnar eru allt í einu komnar með fjaðrir á hausinn og miklu gáfaðri. Liðið er að standa sig vel með að búa til leikbrúður og þær eru nokkuð raunvörulegar. Ég vona samt að það komi ekki númer 4 í seríuni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.11.2012

Tveir Star Wars-leikstjórar koma til greina

Listinn yfir mögulega leikstjóra Star Wars: Episode VII hefur þrengst til muna. Núna koma aðeins tveir til greina. Þetta sagði framleiðandinn Frank Marshall, eiginmaður Kathleen Kennedy, nýs eiganda Lucasfilm, í vi...

18.07.2011

Johnston vill gera mynd um Boba Fett

Joe Johnston, leikstjóri Captain America, vonast til að gera bíómynd um hinn alræmda málaliða Boba Fett úr Star Wars. Joe er ekki ókunnugur heimi Star Wars þar sem hann var hönnuður og stýrði tæknibrellum í fyrstu þremur Star W...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn