Oblivion með Tom Cruise – Tvö ný plaköt

Tvö ný kynningarplaköt fyrir nýjustu mynd Tom Cruise, Oblivion, eru komin á netið í gegnum Entertainment Weekly. Óðum styttist í frumsýninguna, sem verður í apríl.                                         Myndin, sem var að hluta til tekin upp hér á […]

Kósýkvöld í kvöld?

Það er laugardagskvöld í kvöld og allar sjónvarpsstöðvarnar stóru, Stöð 2, Skjár 1 og RÚV bjóða upp á bíómyndir. Úrvalið er gott, jólamyndir, spennumyndir, ást og drama. Hér að neðan er yfirlit yfir bíómyndir kvöldsins: Stöð 2 Jack Frost Jack Frost er söngvari, sem eyðir mestum hluta af tíma sínum á tónleikaferðalögum, þannig að hann […]

TRON 3 á leiðinni, eða hvað?

Leikarinn Bruce Boxleitner, sem fór með titilhlutverkið í fyrstu TRON-myndinni (og átti gestarullu í þeirri seinni), vill meina að sú þriðja sé á leiðinni. Reyndar hefur Disney-fyrirtækið sjálft staðfest að þeir séu byrjaðir að skipuleggja myndina en miklar efasemdir hafa sprottið upp hjá mörgum, og ástæðan er fyrst og fremst sú að TRON Legacy kom […]

Þriðja Tron myndin í vinnslu

Það voru vægast sagt skiptar skoðanir á Tron: Legacy, sem kom út í bíó fyrir stuttu, en myndin var ekki lengi að græða til baka þann pening sem kostaði að gera hana. Það kemur því ekki á óvart að Disney hefur strax hafið vinnu á þriðju Tron myndinni. Vefsíðan Ain’t It Cool News hefur nú […]

Klovn langvinsælust á Íslandi – True Grit á toppinn í USA

Klovn: The Movie fer greinilega vel ofan í Íslendinga, því aðra helgina í röð er hún vinsælust í bíóum hér á landi. Fékk hún tæpa 7.000 áhorfendur í bíó um helgina og er þegar komin í tæpa 20.000 áhorfendur á aðeins rúmlega viku. Stóð hún af sér ásókn þriggja nýrra mynda, en The Tourist og […]

Klovn slær út keppinautana

Klovn: The Movie virðist ætla að verða vel tekið á Íslandi eins og í Danmörku, því myndin skellti sér beint í toppsæti aðsóknarlista helgarinnar nú um áramótin. Höfðu þeir Frank Hvam og Casper Christensen betur en Hollywood-myndirnar Little Fockers og TRON Legacy, sem og hinn íslenski Gauragangur, en þessar þrjár myndir voru allar frumsýndar um […]

Narnia efst í Bandaríkjunum – The Tourist í öðru sæti

Þriðja ævintýramyndin úr heimi Narníu, The Voyage of the Dawn Treader, náði efsta sætinu um nýliðna helgi í Bandaríkjunum. Var hún fyrir ofan The Tourist, stjörnusamsetningu Johnny Depp og Angelinu Jolie utan um ránsmynd sem gerist í Feneyjum. Hins vegar þótti frammistaða hvorugrar myndar vera beint stórkostlega, þar sem The Dawn Treader náði rétt um […]

Bandaríkin: Tangled hirðir toppsætið af Harry

Disney-teiknimyndin Tangled hirti toppsætið af sjöundu Harry Potter-myndinni á sinni annarri sýningarhelgi, en um síðustu helgi varð hún að sætta sig við annað sætið. Disneyævintýrið fékk um 21,5 milljónir dollara í tekjur um helgina á meðan Harry þurfti að sætta sig við 16,7 milljónir og hrap um heil 65 prósent í tekjum frá síðustu helgi. […]