Þriðja Tron myndin í vinnslu

Það voru vægast sagt skiptar skoðanir á Tron: Legacy, sem kom út í bíó fyrir stuttu, en myndin var ekki lengi að græða til baka þann pening sem kostaði að gera hana. Það kemur því ekki á óvart að Disney hefur strax hafið vinnu á þriðju Tron myndinni.

Vefsíðan Ain’t It Cool News hefur nú staðfest að svokallaður teaser trailer fyrir næstu mynd í Tron seríunni verður innifalinn á Tron: Legacy Blu-Ray disknum sem gefinn verður út á næstunni. Samkvæmt heimildum síðunnar verður ekki mikið af skotum úr myndinni í stiklunni, enda tökur ekki hafnar, en meðal þeirra leikara sem munu sjást eða láta heyra í sér eru Olivia Wilde, Cillian Murphy og Bruce Boxleitner.

– Bjarki Dagur