Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Lawrence of Arabia 1962

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A Mighty Motion Picture Of Action And Adventure!

202 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 100
/100
Vann sjö Óskarsverðlaun.

Thomas Edward Lawrence, sem var bæði óvenjulegur og óútreiknanlegur, var kallaður nöfnum allt frá því að vera hetja eða sadisti. Hann komst til metorða í arabísku eyðimörkinni, en vildi síðan hverfa úr sviðsljósinu og gerast óbreyttur hermaður undir nýju nafni. Myndin hefst með dauða Lawrence í mótorhjólaslysi í Dorset þegar hann er 46 ára. Í leiftursýn... Lesa meira

Thomas Edward Lawrence, sem var bæði óvenjulegur og óútreiknanlegur, var kallaður nöfnum allt frá því að vera hetja eða sadisti. Hann komst til metorða í arabísku eyðimörkinni, en vildi síðan hverfa úr sviðsljósinu og gerast óbreyttur hermaður undir nýju nafni. Myndin hefst með dauða Lawrence í mótorhjólaslysi í Dorset þegar hann er 46 ára. Í leiftursýn aftur í tímann fáum við að kynnast ævintýrum hans, fyrst sem leyniþjónustumaður í Kaíró árið 1916, þar sem hann rannsakar uppreisn Araba gegn Tyrkjum í fyrir heimsstyrjöldinni. Í eyðimörkinni leiðir hann skæruleiða hóp og gerist síðan leiðtogi Araba í stríðinu við Tyrkja. Þá fer hann norður á bóginn og hjálpar til við að brjóta Ottoman veldið á bak aftur. ... minna

Aðalleikarar


Lawrence of Arabia er metnaðarfyllsta og besta mynd sem leikstjórinn David Lean hefur sent frá sér. Einstaklega flott kvikmynduð, leikstjórn Leans frábær, hasarinn magnaður og frammistaða Peter O'Toole stórkostleg. Myndir eiga til að vera of langar(King Kong), en ekki þessi því það er nóg að gerast til að halda athyglinni út alla myndina. Þó Dr. Zhivago og Bridge on the River Kwai séu stórkostlegar, ná þær ekki að toppa Lawrence of Arabia. Vann 7 Óskara 1962, og allt verðlaun sem hún átti skilið. Lawrence Of Arabia á fyllilega skilið að fá 4 stjörnur í einkunn. Og hvet ég alla unnendur almennra bíómynda að sjá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein er sú kvikmynd sem almennt er talin skyldueign fyrir hvern kvikmyndaáhugamann og er því eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Í Lawrence of Arabia er rakin saga hins goðsagnakennda landkönnuðar T.E. Lawrence, sem lést árið 1935. Hann hélt út í eyðimörkina í fyrri heimsstyrjöldinni sem breskur hermaður og náði að sameina Araba í stríðinu gegn Tyrkjum. Þetta stórglæsilega kvikmyndaverk David Lean er ævintýralegt í jafnt umgjörð sem innihaldi, frábærlega kvikmynduð, klippt, skrifuð og leikin og nýtur sín hvergi betur en á breiðtjaldi. Sögulegur stórmyndastíll leikstjórans er varla tilþrifameiri en í þessu verki, það er mjög listilega spunnið við hið smáa mannlega. Leikaraliðið er ekki af verri endanum með Peter O'Toole í sínu frægasta og langbesta hlutverki, en hann fer á kostum í hlutverki Lawrence og vann sinn stærsta leiksigur í þessu hlutverki. Meðal annarra stórleikara eru Sir Alec Guinness, Omar Sharif, Anthony Quinn, Claude Rains og José Ferrer. Var tilnefnd til 10 óskarsverðlauna en hlaut sjö, þ.á m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn Lean, magnaða tónlist Maurice Jarré og kvikmyndatöku Freddie Young, sem enn er jafn stórfengleg nú og árið 1962. Ég hvet alla kvikmyndaunnendur til að sjá þetta magnaða meistaraverk ef þeir eiga tök á því, betri mynd er vart hægt að sjá. Ráðlegg ég að horft sé á lengstu útgáfu sem mögulegt er að sjá, því lengri sem myndin er, því betra og heilsteyptara meistaraverk sérðu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem vann til fjölda verðlauna og þar á meðal sem besta myndin. Myndin segir frá manni að nafni Lawrence (liðþjálfi í breska hernum) sem er sendur af yfirmönnum sínum til Arabíu, þar sem tyrkir hafa náð völdum.

Lawrence nær að sameina araba ættbálka til að berjast gegn tyrkjum og verður um leið hetja þeirra, einnig sem englendingar líta á hann sem mikla hetju.

Þetta er alveg frábær mynd með frábærum leikurum.

Myndin er frekar löng, en það kemur ekki að sök því góðar myndir eru fljótar að enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórkostleg mynd. Óþarft að segja meira um hana. Ein ráðlegging, horfið á hana í Widescreen.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lawrence of Arabia er einhver mesta snilld kvikmyndaheimsins en í dag. Lawrence liðþjálfi er að vinna fyrir Breska herinn í Egypt í fyrri heimstyrjöldinni þegar hann er sendur af yfirforingja sínum til Arabíu í nokkra mánuði. En þegar Lawrence verður mesta hetja Araba er hann ein mesta vörn gegn Tyrkum. Margir leikarar frægir nú á tímum gera þessa mynd að veruleika og vinnur myndir sér fjölda óskara og fékk Peter O´Tool viðurkenningu hjá Bretadrottningu. Fáðu þér þessa á DVD og það á stundinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn