Aniston og Witherspoon saman á ný í sjónvarpsþáttaröð

Friends stjarnan Jennifer Aniston og Legally Blonde og Walk the Line leikkonan Reese Witherspoon ætla að leiða saman hesta sína í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem mun gerast í morgunþætti sjónvarpsstöðvar í New York. Handritshöfundur er Jay Carson, framleiðandi House of Cards sjónvarpsþáttanna vinsælu. Leikkonurnar eru báðar í framleiðsluteyminu, en Steve Kloves er aðalframleiðandi. Aniston og Witherspoon […]

Nýir sjónvarpsþættir byggðir á kvikmynd Martin Scorsese

Það hefur færst í aukana að sjónvarpsstöðvar framleiði þætti út frá kvikmyndum. Má þar helst nefna nýja þætti á borð við Fargo, About a Boy og Rosemary’s Baby. Að þessu sinni verða sjónvarpsþættir gerðir út frá spennumyndinni Shutter Island, sem kom út árið 2010. Myndinni var leikstýrt af Martin Scorsese og fóru Leonardo DiCaprio og Mark […]

Staðfesta lokaseríu Dexters

Hin vinsæli en mjög svo blóðugi löggu – raðmorðingjaþáttur Dexter, sem fjallar um blóðslettusérfræðing í lögreglunni í Miami, sem er raðmorðingi í frítíma sínum, er brátt á enda. Samkvæmt tilkynningu frá Showtime, kapalsjónvarpsstöðinni sem framleiðir þættina, þá verður 8. serían, sem nú er um það bil að hefjast í Bandaríkjunum, sú síðasta í röðinni. Þetta […]

Douglas í baði með Damon í nýrri kitlu

Kvikmyndaleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Michael Douglas hefur leikið mörg eftirminnileg hlutverk um dagana, en í nýrri HBO sjónvarpsmynd túlkar hann einn af eftirminnilegri karakterum skemmtanabransans í Bandaríkjunum, sjálfan Liberace. Út er komin 30 sekúndna löng kitla sem sýnir Douglas í fullum skrúða, í gervi þessa litskrúðuga píanóleikara og skemmtikrafts. Sjáðu kitluna hér fyrir neðan: Myndin heitir Behind […]

Hannibal Lecter er mættur aftur – Ný stikla

Eins og við höfum sagt frá hér á síðunni þá eru væntanlegir nýir sjónvarpsþættir á NBC sjónvarpsstöðinni bandarísku um mannætuna Hannibal Lecter, sem Anthony Hopkins gerði ódauðlega í Silence of the Lambs, og fleiri myndum. Nú er komin stikla fyrir þáttinn og hún veldur ekki vonbrigðum. Sjáið stikluna hér að neðan: Stiklan er ekki löng, […]

Tyson fer á dauðadeild

Hnefaleikameistarinn Mike Tyson mun þreyta frumraun sína sem leikari í sjónvarpsþætti þegar hann kemur fram í gestahlutverki í NBC þáttunum Law & Order: SVU. Eins og kunnugt er lék Tyson sjálfan sig í bíómyndunum The Hangover 1 og 2, en í þetta sinn mun hann leika morðingja. Um er að ræða hlutverk morðingjans Reggie Rhodes sem […]

Barn og Stjörnustríðsleikari í Modern Family

Það er allt að gerast í Modern Family sjónvarpsþáttunum úti í Bandaríkjunum, en þættirnir eru sýndir hér á landi á Stöð 2.  Hlé hefur verið á sýningum þátttanna ytra, en nýir þættir fara í loftið í Bandaríkjunum eftir tæpar tvær vikur. Til að stytta biðina fyrir aðdáendur þáttanna þá setti ABC nokkur kynningarmyndbönd í loftið […]

X-Men leikstjóri endurræsir Twilight Zone

Hver man ekki eftir sjónvarpsþáttunum óhugnanlegu The Twilight Zone, a.m.k. af þeim sem eru komnir af léttasta skeiði. TheWrap vefmiðillinn greinir frá því að Bryan Singer leikstjóri X-Men myndanna vinni nú að endurræsingu þessara goðsagnakenndu þátta, fyrir CBS sjónvarpsstöðina. Singer mun þróa verkefnið áfram og verða aðalframleiðandi, ásamt því hugsanlega að leikstýra. Verkefnið er enn […]

Ástríður 2 – "hlátrasköllin óma"

Samlestur á annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Ástríður er hafinn en þessi tíu þátta sjónvarpssería fer í loftið á Stöð 2 í vor. Samlestrar hafa verið haldnir í Sagafilm síðustu daga og hafa hlátrasköllin ómað um fyrirtækið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sagafilm sem framleiðir þættina fyrir Stöð 2. „Þessi sería lofar því […]

Ástríður 2 – „hlátrasköllin óma“

Samlestur á annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Ástríður er hafinn en þessi tíu þátta sjónvarpssería fer í loftið á Stöð 2 í vor. Samlestrar hafa verið haldnir í Sagafilm síðustu daga og hafa hlátrasköllin ómað um fyrirtækið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sagafilm sem framleiðir þættina fyrir Stöð 2. „Þessi sería lofar því […]

X-Files leikkona læknar Hannibal Lecter

Við sögðum frá því fyrr í haust að danski leikarinn Mads Mikkelsen myndi bregða sér í föt geðsjúka fjöldamorðingjans og mannætunnar Hannibals Lecter, í nýjum sjónvarpsþáttum sem verið er að undirbúa hjá NBC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Nú hefur gömul sjónvarpsstjarna, sjálf Gillian Anderson úr X-Files sjónvarpsþáttunum, bæst í leikarahópinn. X – Files, fyrir þá sem […]

Kósýkvöld í kvöld?

Það er laugardagskvöld í kvöld og allar sjónvarpsstöðvarnar stóru, Stöð 2, Skjár 1 og RÚV bjóða upp á bíómyndir. Úrvalið er gott, jólamyndir, spennumyndir, ást og drama. Hér að neðan er yfirlit yfir bíómyndir kvöldsins: Stöð 2 Jack Frost Jack Frost er söngvari, sem eyðir mestum hluta af tíma sínum á tónleikaferðalögum, þannig að hann […]

Kósýkvöld í kvöld?

Runninn er upp föstudagurinn 30. nóvember 2012. Fyrir þá sem langar að fara í bíó, þá er um að gera að smella hérna og sjá hvað bíóhúsin bjóða upp á skemmtilegt í kvöld. Fyrir hina, sem ætla bara að kúra heima í sófa og hafa það kósý, þá er ekki úr vegi að kynna sér […]

Merlin hættir – hliðarseríur undirbúnar

Framleiðslu ævintýraþáttanna Merlin, sem sýndir eru hér á landi, hefur verið hætt, en nú er fimmta þáttaröðin í sýningu á BBC One sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Síðasti þátturinn verður sendur út um jólin, og mun þá sagan ná hámarki í baráttunni um Camelot kastalann. Það er þó ekki öll von úti fyrir aðdáendur þátttanna því að […]

Vinur skvettir víni – kitla

Í Bandaríkjunum eru þættirnir Cougar Town með Friends stjörnunni Courtney Cox enn í fullum gangi, en þeir voru sýndir hér á Íslandi á tímabili. Reyndar hætti ABC sjónvarpsstöðin framleiðslu þáttanna, en önnur stöð, TBS, greip tækifærið og hélt framleiðslunni áfram. Leikararnir í þáttunum komu saman á dögunum og bjuggu til kitlu fyrir næstu þáttaröð, þá fjórðu […]

Lindsay Lohan verður Liz – 4 atriði

Í kvöld verður hin umtalaða sjónvarpsmynd Liz & Dick frumsýnd í Bandaríkjunum á Lifetime sjónvarpsstöðinni, en þar leikur Lindsay Lohan leikkonuna Elizabeth Taylor. Myndin fjallar um ástarsamband þeirra Taylor og Richard Burton, sem hófst á tökustað stórmyndarinnar Kleópötru,  en rifrildi, kynlíf og áfengi, komu þar mjög við sögu. Gagnrýnendur sem séð hafa myndina gefa henni […]

J.R. úr Dallas látinn

Leikarinn Larry Hagman, sem lék óþokkann J.R. Ewing í sjónvarpsþáttunum geysivinsælu, Dallas, er látinn 81 árs að aldri.  Leikarinn lést á Medical City Dallas spítalanum eftir baráttu við krabbamein, að því er fram kemur í Dallas Morning News.   „Þegar hann skildi við var hann umkringdur ástvinum sínum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum leikarans. Upprunalegu Dallas […]

Kósýkvöld í kvöld?

Það eru bíómyndir á öllum þremur stóru sjónvarpsstöðvunum íslensku í kvöld, þannig að það er grundvöllur fyrir góðu kósýkvöldi fyrir framan skjáinn, fyrir þá sem ekki hafa annað á prjónunum. Hér að neðan er yfirlit yfir bíómyndirnar sem eru í sjónvarpinu í kvöld: Skjár 1 Flawless Glæpamynd sem gerist árið 1960 í London. Húsvörður sannfærir bandarískan […]

Risa eldhús í raunveruleikaþætti

Í kvöld hefur raunveruleikaþátturinn MasterChef Ísland göngu sína á Stöð 2. Í þættinum reyna áhugakokkar að heilla dómaratríóið með réttum sínum. Þeim sem tekst það fá MasterChef-svuntu og komast áfram í næstu umferð. „Næsta umferð er svo svokallað „Boot Camp“, eða herbúðir, þar sem þeir bestu úr áheyrnarprufunum spreyta sig á ýmsum matreiðsluþrautum. Úr þessum […]

Chase er hættur í skólanum

Gamanleikarinn Chevy Chase hefur yfirgefið gamanþættina Community, en aðdáendur leikarans sem fylgst hafa með honum undanfarið, vita að leikarinn hefur ekki verið allt of sáttur í þáttunum. Þættirnir fjalla um hóp nemenda í öldungadeild framhaldsskóla í Greendale í Colorodo í Bandaríkjunum. Þátturinn er að sigla inn í sitt fjórða tímabil og hefur verið vel tekið […]

Kósýkvöld í kvöld?

Það er komin föstudagur aftur. Þeir sem fara ekki út á lífið í kvöld, kúra væntanlega bara uppi í sófa og kveikja á sjónvarpinu, í þeirri von að þar sé boðið upp á góðar bíómyndir. Hér að neðan er samantekt á þeim bíómyndum sem eru í boði á RÚV og Stöð 2, og stiklur úr öllum […]

Glee stjarna kúgar samnemendur

Krakkarnir í Glee sjónvarpsþáttunum vinsælu eru óðum að verða meira áberandi í Hollywood, og nú er komið nýtt plakat fyrir nýjustu bíómynd Chris Colfer, sem er ein aðalstjarnan í Glee þáttunum. Fyrir þá sem ekki vita þá fjalla Glee þættirnir um söng- og leiklistarklúbb í framhaldsskóla í Bandaríkjunum.   Myndin er gamanmynd og heitir Struck […]

Kósýkvöld í kvöld?

Stóru íslensku sjónvarpsstöðvarnar þrjár bjóða upp á fínt úrval af bíómyndum í kvöld, laugardagskvöldið 17. nóvember 2013. Allir sem ákveða á annað borð að taka því rólega heima í kvöld, ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir myndir kvöldsins – athugið að hægt er að smella á heiti […]

Kósýkvöld í kvöld?

Helgin er að koma og þá bjóða sjónvarpsstöðvarnar íslensku jafnan upp á skemmtilegar bíómyndir, fyrir þá sem vilja kúra heima uppi í sófa með popp og gos. Hér að neðan er yfirlit yfir þær myndir sem verða í boði í kvöld hjá stóru sjónvarpsstöðvunum íslensku ( ath. engin bíómynd er á Skjá einum í kvöld ): RÚV […]

Ariel Winter er Dóra landkönnuður

Ariel Winter leikkona úr Modern Family sjónvarpsþáttunum vinsælu hefur verið mikið í fréttum undanfarið eftir að móðir hennar var sökuð um að beita hana andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þessi frétt hér er þó af jákvæðara taginu, en Ariel er hér mætt í nýju grínvídeói um teiknimyndapersónuna Dóru landkönnuð, Dora The Explorer. Myndin er framleidd af […]

Stríðsástand í Modern Family

Leikkonan Ariel Winter, sem leikur Alex Dunphy, í bandarísku sjónvarpsþáttunum vinsælu  Modern Family, sem sýndir eru á Stöð 2, býr nú hjá eldri systur sinni, Shanelle Workman, eftir að fram komu ásakanir um að móðir þeirra, Chrisoula Workman, hafi beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi. Workman hefur verið skipað að halda sig í 90 metra fjarlægð frá […]

Kósýkvöld í kvöld?

Hvað á að gera í kvöld? Bíó, tónleikar, gönguferð? Eða á bara að hafa það kósý heima í stofu, eða uppi í rúmi, og horfa á gamla góða sjónvarpið? Hér eru bíómyndirnar sem verða í boði í sjónvarpsstöðvunum íslensku í kvöld, laugardagskvöldið 10. nóvember 2012: Skjár 1 Return to Me Bandarísk kvikmynd frá árinu 2000 […]

Í sjónvarpinu í kvöld

Það er föstudagskvöld, og tvær sjónvarpsstöðvanna stóru bjóða upp á bíómyndir í dagskrá kvöldins. Þetta eru fimm myndir, þrjár á Stöð 2 og tvær á RÚV en Skjár einn sýnir eingöngu sjónvarpsþætti í kvöld. Að vanda er þetta bland í poka, grín, rómantík og spenna.   Stöð 2 College Aðalpersóna myndarinnar er Kevin, sem er […]

Síminn stoppaði ekki í 5 ár

Á sunnudagskvöldið 11. nóvember kl. 2015 hefst á RÚV þáttaröðin Íslensku björgunarsveitirnar sem fjallar um íslensku björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar og störf þeirra. Þættirnir eru fjórir talsins og í gegnum þá er veitt innsýn inn í líf og störf björgunarsveitarfólks og áhorfendur leiddir í allan sannleikann um hvað gengur á í stórum og umfangsmiklum björgunaraðgerðum. Í tilkynningu frá […]