X-Men leikstjóri endurræsir Twilight Zone

Hver man ekki eftir sjónvarpsþáttunum óhugnanlegu The Twilight Zone, a.m.k. af þeim sem eru komnir af léttasta skeiði.
TheWrap vefmiðillinn greinir frá því að Bryan Singer leikstjóri X-Men myndanna vinni nú að endurræsingu þessara goðsagnakenndu þátta, fyrir CBS sjónvarpsstöðina.

Singer mun þróa verkefnið áfram og verða aðalframleiðandi, ásamt því hugsanlega að leikstýra.

Verkefnið er enn mjög stutt á veg komið.

Hinir upprunlegu Twilight Zone þættir voru á dagskrá CBS sjónvarpsstöðvarinnar á árunum 1959 til 1964, en sjónvarpsstöðin blés síðan nýju lífi í þá á níunda áratug síðustu aldar.

Nú síðast voru þættirnir enn settir á dagskrá árið 2002 og þá með Forest Whitaker sem kynni, en þeir entust aðeins í einn vetur í það skiptið.

Hér að neðan er þekkt byrjunaratriði upprunalegu þáttanna: