Queen veislan rakar inn seðlum

Tónlistarmyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um bresku hljómsveitina Queen allt frá því hún var stofnuð og þar til hún kom fram á Live Aid tónleikunum árið 1985, er raka inn seðlunum í bíósölum heimsins. Myndin er sannkölluð veisla fyrir aðdáendur Queen og tónlistarunnendur almennt, enda hljómar fjöldi vinsælla Queen laga í myndinni, og maður fær […]

Rekinn Singer samt skráður fyrir Bohemian Rhapsody

Í desember sl. tilkynnti 20th Cenutury Fox framleiðslufyrirtækið að það hefði rekið leikstjórann Bryan Singer úr hinni ævisögulegu Queen mynd Boheminan Rhapsody, þegar aðeins tvær vikur voru eftir í kvikmyndatökum. Í hans stað fékk fyrirtækið Dexter Fletcher (Eddie the Eagle) til að klára myndina. Ástæða brottvikningar Singer var sögð sú að hann hafi þótt ótrúlega […]

Bryan Singer rekinn úr Queen-mynd

Leikstjórinn Bryan Singer, sem er hvað þekktastur fyrir myndir á borð við The Usual Suspects og X-Men, hefur verið rekinn sem leikstjóri myndarinnar Bohemian Rhapsody. Myndin fjallar um líf söngvarans Freddie Mercury og skartar Rami Malek í aðalhlutverkinu. Mercury var, eins og flestir vita, söngvari hljómsveitarinnar Queen en hann lést árið 1991 af völdum alnæmis. Singer […]

Queen myndin verður gerð – tökur hefjast í september

Greint er frá því á opinberri heimasíðu bresku hljómsveitarinnar Queen, að nú sé myndin Bohemian Rhapsody loksins að fara í gang, en myndin mun fjalla um sögu hljómsveitarinnar og söngvara hennar Freddie Mercury, sem lést úr Eyðni árið 1991. Á síðunni er staðfest að X-Men og The Usual Suspects leikstjórinn Bryan Singer muni leikstýra myndinni. […]

Singer leikstýrir X-Men prufuþætti fyrir sjónvarp

Leikstjórinn Bryan Singer hefur skrifað undir samning um að leikstýra prufuþætti af nýjum X-Men sjónvarpsþáttum fyrir Fox sjónvarpsstöðina. Þættirnir eru enn án titils. Þátturinn mun fjalla um tvo venjulega foreldra sem komast að því að börnin þeirra eru með stökkbreytta eiginleika. Fjölskyldan neyðist til að flýja fulltrúa óvinveittra stjórnvalda, og gengur til liðs við neðanjarðarhreyfingu stökkbreyttra […]

Paquin ekki í fýlu vegna X-Men

Þrátt fyrir að Rouge, persóna Anna Paquin, hafi verið meira og minna klippt út úr X-Men: Days of Future Past þá er hún ekkert í fýlu vegna þess. „Það skiptir ekki máli. Ég held að annað fólk hafi hneykslast meira en ég út af þessu,“ sagði Paquin við IGN. „Ég vil ekki vera hluti af söguþráði […]

Klárar fyrstu kitluna úr X-Men: Apocalypse

Leikstjórinn Bryan Singer er að leggja lokahönd á fyrstu kitluna úr X-Men: Apocalypse. Kitlan verður sýnd á undan Star Wars: The Force Awakens, sem er væntanleg í bíó í næsta mánuði.  Singer setti mynd á Instagram af svarteygðum James McAvoy í hlutverki Professor X og greindi frá því í leiðinni að fyrsta kitlan væri við það að […]

McAvoy orðinn sköllóttur Prófessor X

James McAvoy hefur verið rakaður sköllóttur á nýrri Instagram-mynd frá leikstjóranum Bryan Singer.  Tilefnið er hlutverk McAvoy sem Prófessor Charles Francis Xavier í X-Men: Apocalypse, sem kemur í bíó á næsta ári. Þetta er í fyrsta sinn sem McAvoy er rakaður sköllóttur fyrir hlutverkið en hingað til hefur persóna hans á yngri árum verið með […]

Barðist fyrir litlu hlutverki í X-Men: Days of Future Past

Bandaríski leikarinn Kelsey Grammer, sem er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Frasier, var í viðtali á dögunum til þess að kynna hasarmyndina Transformers: Age of Extinction. Grammer talaði m.a. um hlutverk sitt sem Hank „Beast“ McCoy í X-Men-myndunum. Glöggir áhorfendur nýjustu myndarinnar, X-Men: Days of Future Past, hafa eflaust séð Grammer bregða fyrir rétt fyrir […]

Singer var ekki á Hawaii segir verjandi hans

Við sögðum frá því fyrr í vikunni að Bryan Singer, leikstjóri X-Men, hefði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn dreng, sem var á þeim tíma þegar brotið átti sér stað undir lögaldri, aðeins 17 ára gamall, á Hawaii. Verjandi Singer segir nú samkvæmt frétt The Wrap, að leikstjórinn hafi ekki verið staddur á Hawaii, þegar brotið […]

Leikstjóri X-Men kærður fyrir nauðgun

„X-Men“ leikstjórinn Bryan Singer hefur verið kærður fyrir að nauðga ungum pilt í gleðskap í Hollywood fyrir rúmum áratug. Maðurinn sem höfðar mál gegn Singer er nú að nálgast þrítugt en var aðeins táningur þegar verknaðurinn á að hafa átt sér stað, árið 1999. Maðurinn segist hafa verið tældur í gleðskap í Encino, Kaliforníu er hann […]

Nýjar myndir úr X-Men: Days of Future Past

Nýjar myndir úr X-Men: Days of Future Past hafa litið dagsins ljós og má þar m.a. sjá Jennifer Lawrence í hlutverki Mystique, Magneto svífandi um og Wolverine með klærnar úti. Bryan Singer, leikstjóri myndarinnar hefur sagt að myndin sé með myrkari undirtón en fyrri myndir. „Þó það sé fullt af húmor í myndinni, þá er tónninn heilt […]

Rogue klippt út úr X-Men

Hin stökkbreytta Rogue hefur verið klippt út úr X-Men: Days of Future Past sem kemur út á næsta ári. Anna Paguin átti að snúa aftur sem Rogue í feluhlutverki. Persónan hafði komið fram í stiklu myndarinnar en því miður fyrir Paquin og aðdáendur Rogue lenti hún á klippiborðinu. „Atriðið með henni passaði ekki inn í […]

Myrkari undirtónn í X-Men: Days of Future Past

Bryan Singer, leikstjóri ofurhetjumyndarinnar X-Men: Days of Future Past uppljóstraði um nokkur ný smáatriði varðandi myndina í spurningatíma ( Q & A ) á netinu í gær. Meðal þess sem hann sagði var að myndin hefði myrkari undirtón en fyrri myndir. „Þó það sé fullt af húmor í myndinni,“ sagði Singer, „þá er tónninn heilt […]

Flottir X-menn á 8. áratugnum

Marvel ofurhetjurnar í X-Men: Days of Future Past er eitursvalir í fötum frá áttunda áratug síðustu aldar, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er þeir eins og klipptir út úr tískuauglýsingu frá þeim tíma. Hugh Jackman í gervi Wolverine er í leðurjakka og dæmigerðri skyrtu frá þessum tíma og Nicholas Hoult í gervi […]

Magneto flýgur, eða næstum því

Bryan Singer, leikstjóri X-Men: Days of Future Past, er duglegur að tísta frá tökustað myndarinnar. Nú síðast birti hann mynd af leikaranum Michael Fassbender í hlutverki Magneto, fljúgandi. Reyndar svindlar Fassbender aðeins eins og sést á myndinni, og stendur á palli. Allt í kring sjáum við tökuliðið og undir myndina skrifar Singer „The Dark Knight Rises“ […]

Fyrsta myndin af Jennifer Lawrence sem Mystique

Bryan Singer leikstjóri X-Men: Days of Future Past er duglegur að setja myndir á samskiptasíðuna Twitter frá tökum myndarinnar. Nú rétt áðan setti hann fyrstu myndina af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence inn á Twitter, í hlutverki Mystique.   Eins og sést er Lawrence komin í rétta Mystique útlitið, orðin blá, með appelsínugult hár og gul augu. Í […]

Singer: "Velkomin til 1973"

Tökur á kvikmyndinni X-Men: Days of Future Past standa yfir þessa stundina og er leikstjórinn Bryan Singer duglegur við að gefa aðdáendum hinna stökkbreyttu smá innlit við gerð myndarinnar. Það ætlaði því allt um koll að keyra þegar Singer setti ljósmynd af Wolverine og Beast á samskiptarsíðuna Twitter frá tökustað myndarinnar. Þar má sjá Hugh Jackman og Nicholas Hoult […]

Bætist í hóp hinna stökkbreyttu

Flestir af hinum stökkbreyttu sem þekkjast úr fyrri X-Men myndum munu snúa aftur í nýjustu kvikmyndinni X-Men: Days of Future Past. Mikið hefur verið deilt um hverjir muni bætast í hópinn, en leikstjórinn Bryan Singer sló á það tal allt saman þegar hann setti myndbrot á netið nýlega. Myndbrotið sýnir stóla sem eru kunnuglegir á kvikmyndasetti og […]

X-Men tökur byrja á morgun

Bryan Singer, leikstjóri X-Men: Days of Future Past birti á Twitter síðu sinni nú í kvöld ljósmynd af ljósmyndara að taka mynd af Sir Patrick Stewart einum af aðalleikurum myndarinnar, og skrifar undir: „Picture before Picture. Tomorrow it begins,“ eða í lauslegri þýðingu: „Ljósmynd á undan mynd. Það byrjar á morgun.“ Singer á þarna við […]

McGregor ræðir um Jack The Giant Slayer – myndband

Nú styttist í frumsýningu ævintýramyndarinnar Jack The Giant Slayer sem er byggð á sögunni um Jóa og baunagrasið. Hún verður frumsýnd 22. mars. Leikstjóri  er Bryan Singer, sem gerði The Usual Suspect og X-Men. Í aðalhlutverkum eru Nicholas Hoult (strákurinn úr About a Boy),  Eleanor Tomlinson, Ewan McGregor, Stanley Tucci, Eddie Marsan og Ian McShane. […]

Singer ekki fúll vegna Man of Steel

Bryan Singer segist ekki vera fúll yfir því að annar náungi hefði verið fenginn til að leikstýra Superman-myndinni Man of Steel, eða Zack Snyder. Singer leikstýrði endurræsingunni Superman Returns frá árinu 2006 sem hlaut heldur dæmar viðtökur. Hann fékk ekki tækifæri til að leikstýra annarri Súperman-mynd. „Ef þetta hefði gerst fyrir nokkrum árum hefði ég […]

Þrjár ofurhetjur mæta aftur til leiks í X-Men

Bryan Singer, leikstjóri næstu X-Men myndar, Days of Future Past, tilkynnir í nýrri færslu á Twitter samskiptavefnum að hann sé búinn að fá til liðs við sig þrjá leikara úr fyrstu myndunum til að leika í myndinni. „Mér er það mikil ánægja að bjóða velkomin þau Anna Paquin, Ellen Page og Shawn Ashmore í X-Men […]

X-Men leikstjóri endurræsir Twilight Zone

Hver man ekki eftir sjónvarpsþáttunum óhugnanlegu The Twilight Zone, a.m.k. af þeim sem eru komnir af léttasta skeiði. TheWrap vefmiðillinn greinir frá því að Bryan Singer leikstjóri X-Men myndanna vinni nú að endurræsingu þessara goðsagnakenndu þátta, fyrir CBS sjónvarpsstöðina. Singer mun þróa verkefnið áfram og verða aðalframleiðandi, ásamt því hugsanlega að leikstýra. Verkefnið er enn […]

Wolverine staðfestur í X-Men: Days Of Future Past

Bryan Singer leikstjóri næstu X-Men myndar, X-Men: Days Of Future Past, sem er framhald X-Men: First Class, hefur staðfest opinberlega að ofurhetjan Wolverine muni verða með í myndinni. Singer tísti um þetta á Twitter síðu sinni: „Ég býð hér með @RealHughJackman opinberlega velkominn í leikarahóp X-Men Days of Future Past. Mjög spenntur! Meira á leiðinni….“ Áður höfðu borist fregnir af viðræðum […]

Matthew Vaughn hættur við X-Men

Breski kvikmyndaleikstjórinn og ofurtöffarinn Matthew Vaughn hefur samkvæmt nýjustu fréttum ákveðið að stíga niður úr leikstjórastól X-Men: Days of Future Past, framhaldi hinnar velheppnuðu X-Men: First Class sem hann gerði eftirminnilega á ellefu mánuðum. Hermt er að efstur á óskalista Fox um staðgengil hans sé enginn annar en Bryan Singer, sem eins og kunnugt er […]

Superman Returns vídeóritgerð svarar gagnrýninni

Superman Returns, frá árinu 2006, er yfirleitt ekki séð sem neitt annað en argasta vonbrigði, þrátt fyrir að vera með 76% á Rotten Tomatoes. Gagnrýnin er misjöfn en venjulega finnst fólki myndin bara vera óspennandi, þunn og umfram allt hrútleiðinleg, þótt undirritaður deili alls ekki sömu skoðun. Ýmsir hafa komið myndinni til varnar, þar á […]

Ævintýramyndum frestað

Árið 2012 er orðið tveimur ævintýramyndunum færra. Hansel & Gretel Witch Hunters og Jack the Giant Killer hefur báðum verið frestað til ársins 2013. Hans og Gréta átti að koma út núna í mars, en hefur verið færð fram í janúar 2013. Þar sem við höfum varla séð neitt kynningarefni fyrir myndina kemur það ekki […]

Jói og baunagrasið verður hasarmynd

Fyrsta stiklan var að detta á netið fyrir ævintýramyndina Jack the Giant Killer, eftir Bryan Singer, sem byggir á ævintýrinu vel þekkta Jói og baunagrasið. Nicholas Hoult (Beast úr X-Men: First Class) fer með hlutverk Jóa, fátæks sveitadrengs, sem áskotnast töfrabaunir nokkrar, og fær viðvörun um að þær séu stórhættulegar og megi aldrei koma nálægt […]

Hoult hreppir Jack the Giant Killer

Ungstirnið Nicolas Hoult, sem bíógestir munu sjá næst í stórmyndinni X-Men: First Class, er nú í viðræðum og er búist við að hann taki að sér aðalhlutverkið í Jack the Giant Killer. Myndin er uppfærsla á sígildu sögunni um Jóa og baunagrasið, en með önnur hlutverk fara Bill Nighy og Stanley Tucci. Leikstjóri myndarinnar, Bryan […]