Klárar fyrstu kitluna úr X-Men: Apocalypse

Leikstjórinn Bryan Singer er að leggja lokahönd á fyrstu kitluna úr X-Men: Apocalypse. Kitlan verður sýnd á undan Star Wars: The Force Awakens, sem er væntanleg í bíó í næsta mánuði. xmen

Singer setti mynd á Instagram af svarteygðum James McAvoy í hlutverki Professor X og greindi frá því í leiðinni að fyrsta kitlan væri við það að klárast.

Tökur á X-Men: Apocalypse hafa verið í gangi að undanförnu og hefur Singer verið duglegur við að skella myndum af tökustað á Instagram.

X-Men: Apocalypse er væntanleg í bíó í maí á næsta ári.