Chewbacca rífur handlegginn af Unkar Plutt

Chewbacca (Loðinn) úr Star Wars gerir sér lítið fyrir og rífur af handlegg í atriði sem var klippt út úr Star Wars: The Force Awakes. Atriðið, sem má finna í safnaraútgáfu myndarinnar á DVD og Blu-ray, er komið á netið. Þar má sjá Unkar Plutt gera Rey lífið leitt á Maz Kanata-barnum. Chewbacca er ekki […]

Cameron ekki hrifinn af The Force Awakens

James Cameron var ekki eins heillaður af Star Wars: The Force Awakens og flestir aðrir. Í nýlegu viðtali sem leikarinn Keely Stinner setti á Youtube hafði Avatar-leikstjórinn þetta að segja: „Ég vil ekki segja of mikið vegna þess að ég ber mikla virðingu fyrir JJ Abrams. En mér fannst vera meira af framsæknu, sjónrænu efni […]

Star Wars nöfn í tísku

Babycenter.com, sem er leiðandi blogg fyrir nýjar mæður,  sagði frá því gær að nöfn ættuð úr nýju Star Wars myndinni, Star Wars: The Force Awakens, væru að koma sterkt inn í nafngjöfum þetta árið. Nöfn eins og Kylo og Rey, Han og Jedi, Rogue og Rebel eru öll að vaxa að vinsældum á kostnað hefðbundinna nafna eins og […]

Star Wars sú þriðja yfir tvo milljarða dollara

Star Wars: The Force Awakens mun rjúfa tveggja milljarða dollara markið í miðasölunni um heim allan á laugardag og verður þar með þriða myndin í sögunni til að ná þeim merka áfanga. Þetta kom fram í tilkynningu frá kvikmyndaverinu Disney í dag. Aðeins Avatar og Titanic hafa áður náð að rjúfa markið. The Force Awakens verður einnig […]

Captain Phasma snýr aftur

Það kom mörgum á óvart hvað Star Wars persónan Captain Phasma, sem leikin var af leikkonunni Gwendoline Christie, kom lítið við sögu í Star Wars: The Force Awakens, miðað við hvað persónan var áberandi í öllu kynningarefni fyrir myndina áður en hún var frumsýnd. Menn hafa því velt fyrir sér hvort að dagar Phasma á […]

Star Wars 8 frestað

Star Wars aðdáendur þurfa að þola meiri bið eftir næstu mynd í seríunni, en í dag tilkynnti Disney að áttunda þætti ( Episode VIII ) þessarar geysivinsælu kvikmyndaseríu hafi verið frestað og verði nú ekki frumsýndur fyrr en 15. desember á næsta ári, 2017. Upphaflega átti að frumsýna myndina 26. maí sama ár.   Auk þessarar […]

Handritið að næstu Star Wars myrkara

John Boyega segir að handrit næstu Star Wars-myndar sé frábært en einnig miklu myrkara en það sem skrifað var fyrir Star Wars: The Force Awakens.   Boyega leikur Finn í The Force Awakens, sem hefur náð inn yfir 800 milljónum dala í miðasölunni í N-Ameríku síðan hún var frumsýnd í desember. Ekkert má greina frá […]

Finnskur Chewbacca í Star Wars

Ýmsir hafa velt því fyrir sér sem séð hafa Chewbacca leikarann Peter Mayhew við ýmis tækifæri síðan Star Wars: The Force Awakens var frumsýnd á dögunum, hvernig hann hafi farið að því að framkvæma ýmis áhættusöm atriði í myndinni. Leikarinn, sem leikið hefur hina kafloðnu og hávöxnu persónu í myndinni í 5 af 7 Star […]

Lesendur völdu Mad Max bestu myndina

Lesendur Kvikmynda.is hafa gert upp hug sinn í skoðanakönnun um bestu mynd ársins 2015 sem við efndum til skömmu fyrir áramót. 1. Mad Max: Fury Road   Hún naut nokkurra yfirburða í skoðanakönnuninni og ljóst að þessi endurræsing á gömlu Mad Max-myndunum, þar sem Mel Gibson var í aðalhlutverki, fær fljúgandi start. Tvær aðrar myndir í bálknum eru fyrirhugaðar og er […]

Star Wars laun: Ford með 76 sinnum hærri laun

Star Wars: The Force Awakens er enn á mikilli siglingu í bíóhúsum heimsins og sýningar enn uppseldar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. MovieFone vefsíðan fjallar um hvað leikararnir bera úr býtum, í ljósi þessa ótrúlega góða árangurs myndarinnar. Samkvæmt frétt Daily Mail þá fengu leikararnir mismikið borgað, en tölurnar eru byggðar á samantekt […]

Þagði um Star Wars í þrjú ár

Star Wars leikarinn Adam Driver, sem leikur óþokkann Kylo Ren í Star Wars: The Force Awakens, sagði vefsíðunni The Hollywood Reporter,  að hann hafi þagað um hlutverk sitt í myndinni í þrjú ár og hafi ekki einu sinni sagt eiginkonunni, Joanne Tucker, frá því. „Það var frábært. Ég hélt þessu leyndu fyrir konunni í þrjú ár, […]

Metaregn Stjörnustríðs

Frumsýningardagur kvikmyndarinnar Star Wars: The Force Awakens, nú á fimmtudaginn, var allra stærsti frumsýningardagur frá upphafi kvikmyndasýninga á Íslandi, en 10.310 manns sáu myndina á fyrsta degi sýninga og miðasala nam 14,2 milljónum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambíóunum.  Þar með sló myndin út fyrra met The Hobbit: The Battle of the Five Armies […]

Star Wars frumsýnd – Stærsta frumsýning sögunnar!

Þann 17. desember verður Star Wars: The Force Awakens frumsýnd á Íslandi, en samkvæmt tilkynningu frá Sam bíóunum hefur það aldrei gerst í sögunni að ein kvikmynd hafi opnað í fleiri bíósölum, en alls verður hún sýnd í 26 sölum um land allt. Nú þegar hafa selst rúmlega 12.000 miðar í forsölu, sem er Íslandsmet! […]

Svarthöfðahjálmar bannaðir í bíó

Star Wars-aðdáendum hefur verið meinað að vera með Svarthöfðahjálma á höfðinu og að halda á óslíðruðum sverðum í Odeon-kvikmyndahúsunum í Bretlandi þegar Star Wars: The Force Awakens verður frumsýnd á fimmtudag. Þeir sem brjóta þessa reglu fá ekki að kaupa miða á myndina en alls eru 120 Odeon-kvikmyndahús í Bretlandi. Ákvörðunin var tekin af öryggisástæðum. Óttast […]

Æfði í tvö ár fyrir Star Wars

Áður en Mark Hamill gat byrjað að leika Loga geimgengil á nýjan leik í Star Wars: The Force Awakens eftir þrjátíu ára hlé, þurfti hann að æfa í tvö ár.  Samkvæmt tímaritinu Rolling Stone, gekk Hamill í gegnum stíft æfingaprógram til að koma sér í form fyrir hlutverkið. Æfingarnar tóku verulega á enda erfitt fyrir […]

Star Wars er 136 mínútur

Nýja Star Wars myndin, Star Wars: The Force Awakens, sem frumsýnd verður 17. þessa mánaðar, verður lengri en fyrsta myndin í seríunni – en styttri en Attack of the Clones. Samkvæmt frétt The Hollywood Reporter er myndin, sem mikil leynd hvílir annars yfir, 136 mínútur að lengd í sinni endanlegu gerð, sem er einni mínútu […]

Allt sem þú þarft að vita um Star Wars: The Force Awakens

Sagan á bak við gerð Star Wars: The Force Awakens er rakin ítarlega í áhugaverðri grein á vefsíðu breska blaðsins The Daily Mail. Meðal annars er greint frá fundi George Lucas með Mark Hamill (Loga geimgengli) og Carrie Fisher (Leiu prinsessu) á veitingastað í Kaliforníu árið 2012 þar sem Lucas bauð þeim hlutverk í myndinni. […]

Tíu heimagerðar Star Wars-stiklur

Vefsíðan Gamesradar.com hefur birt lista yfir 10 Star Wars-stiklur sem aðdáendur hafa búið sjálfir til, þar sem nýjasta Star Wars-stiklan er höfð til hliðsjónar.  Stiklurnar eru margar hverjar bráðfyndnar. Í einni hefur Jar Jar Binks verið klipptur inn í öll atriðin og í annarri hefur Logi geimgengill, sem fór huldu höfði í Star Wars-stiklunni, verið klipptur inn í hvert einasta […]

Klárar fyrstu kitluna úr X-Men: Apocalypse

Leikstjórinn Bryan Singer er að leggja lokahönd á fyrstu kitluna úr X-Men: Apocalypse. Kitlan verður sýnd á undan Star Wars: The Force Awakens, sem er væntanleg í bíó í næsta mánuði.  Singer setti mynd á Instagram af svarteygðum James McAvoy í hlutverki Professor X og greindi frá því í leiðinni að fyrsta kitlan væri við það að […]

Kylo klár í bardaga á nýrri mynd

Ný ljósmynd af Kylo Ren, nýja illmenninu úr Star Wars: The Force Awakens, er komin á netið. Það var tímaritið Empire sem var fyrst til að birta hana. Þrátt fyrir að búið sé að sýna lokastikluna úr The Force Awakens heldur Disney áfram að senda út áhugaverðar ljósmyndir úr myndinni, auk þess sem nokkrar safaríkar sjónvarpsauglýsingar […]

Star Wars-aðdáandinn er látinn

Daniel Fleetwood, dauðvona aðdáandi Star Wars sem fékk að sjá The Force Awakens á undan öðrum, er látinn, 32 ára.  Þetta tilkynnti eiginkonan hans á Facebook. „Daniel barðist eins og hetja allt til enda. Hann er núna hjá guði og mættinum. Hann dó í svefni og í friði. Hann verður alltaf átrúnaðargoðið mitt og hetjan […]

Dauðvona maður fékk að sjá Star Wars

Dauðvona Bandaríkjamaður, hinn 32 ára Daniel Fleetwood, fékk ósk sína uppfyllta þegar hann fékk að sjá Star Wars: The Force Awakens áður en myndin verður frumsýnd.  Fleetwood er mikill aðdáandi Star Wars og þráði ekkert heitara en að sjá myndina. Eiginkona hans stofnaði fjáröflunarsíðu til að geta borgað sjúkrareikningana hans, auk þess sem hún setti […]

Vill sjá Star Wars áður en hann deyr

Aðdáandi Star Wars sem er dauðvona hefur óskað eftir því að Disney og leikstjórinn J.J. Abrams leyfi honum að sjá The Force Awakens áður en frumsýningardagurinn rennur upp.  Myndin er væntanleg í bíó 17. desember en hinn 32 ára Daniel Fleetwood vonast til að undantekning verði gerð fyrir hann, að því er Metro greindi frá. Herferðin […]

Harrison Ford segir Star Wars „ótrúlega"

Harrison Ford segir að Star Wars: The Force Awakens sé „ótrúleg“.   Ford, sem snýr aftur sem Han Solo í myndinni, greindi frá þessu í spjallþættinum The Jimmy Kimmel Show. Hann vildi ekki tjá sig of mikið um söguþráðinn. „Af hverju ætti ég að segja eitthvað? Ég vil að áhorfendur upplifi þetta. Ég vil að […]

J.J. Abrams: Fjarvera Loga engin tilviljun

J.J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, segir það enga tilviljun að andlitið á Loga geimgengli, sem Mark Hamill leikur, sést hvergi í nýjustu stiklu myndarinnar. Hann sést heldur ekki á plakati hennar, sem var nýlega gert opinbert. Margir hafa velt þessu fyrir sér og margar kenningar hafa verið á lofti. „Þetta eru góðar spurningar. […]

Sjáðu nýju stikluna úr Star Wars!

Ný stikla úr Star Wars: The Force Awakens er komin á netið og lofar hún mjög góðu.  Daisy Ridley og John Boeyga leika aðalhlutverkin í myndinni og eru persónur þeirra Rey og Finn því áberandi í stiklunni. Einnig heitir illmennið Kylo Ren því að ljúka við það sem Svarthöfði hóf á sínum tíma en myndin gerist […]

Star Wars setur met í miðasölu!

Eftirvænting eftir myndinni Star Wars: The Force Awakens er greinilega gríðarleg hér á landi, og sést best á því að samkvæmt tilkynningu frá SAM bíóunum þá seldust 300 miðar sem boðnir voru í forsölu á sérstakar miðnætursýningar myndarinnar þann 16. desember, upp á einungis 7 mínútum, og eftir hálftíma höfðu 700 miðar selst. Miðasalan hófst kl. […]

Star Wars-frímerki á markað

Breska póstþjónustan Royal Mail ætlar að gefa út sérstök Star Wars-frímerki í tilefni myndarinnar Star Wars: The Force Awakens, sem er væntanleg í bíó í desember. Frímerkin verða gefin út í næsta mánuði og var það breski listamaðurinn Malcolm Tween sem hannaði þau, að því er BBC greindi frá. Yoda, Han Solo, Leia prinsessa, Logi […]

Áhættuleikkona úr Star Wars í dái

Bresk áhættuleikkona sem kemur við sögu í Star Wars: The Force Awakens er í dái eftir árekstur við tökur á Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku.  Hin 32 ára Olivia Jackson fékk áverka á höfði og lunga féll saman eftir að hún klessti mótorhjóli sínu á mikilli ferð á stálarm fyrir kvikmyndatökuvél. Ekki er […]

Spá því að Star Wars setji heimsmet

Samkvæmt bandarísku kvikmyndasíðunni Deadline er því spáð að Star Wars: The Force Awakens muni setja nýtt heimsmet þegar hún verður frumsýnd í desember.  Talið er að hún hali inn um 615 milljónir dala á frumsýningarhelgi sinni úti um allan heim og slái þar með auðveldlega met Jurassic World sem náði inn 524 milljónum dala á […]