Handritið að næstu Star Wars myrkara

John Boyega segir að handrit næstu Star Wars-myndar sé frábært en einnig miklu myrkara en það sem skrifað var fyrir Star Wars: The Force Awakens.

star_wars_force_awakens_john_boyega_h_2014

 

Boyega leikur Finn í The Force Awakens, sem hefur náð inn yfir 800 milljónum dala í miðasölunni í N-Ameríku síðan hún var frumsýnd í desember.

Ekkert má greina frá söguþræði Star Wars: Episode VIII en Boyega lét hafa þetta eftir sér um handritið í samtali við bresku útgáfuna af Vogue.

„Mitt hlutverk í næstu mynd reynir miklu meira á líkamann, þannig að ég gæti þurft að fara meira í líkamsræktina,“ sagði hann.