Chewbacca rífur handlegginn af Unkar Plutt

Chewbacca (Loðinn) úr Star Wars gerir sér lítið fyrir og rífur af handlegg í atriði sem var klippt út úr Star Wars: The Force Awakes.

star-wars-force-awakens-han-solo-chewbacca

Atriðið, sem má finna í safnaraútgáfu myndarinnar á DVD og Blu-ray, er komið á netið.

Þar má sjá Unkar Plutt gera Rey lífið leitt á Maz Kanata-barnum. Chewbacca er ekki skemmt, tekur af honum byssuna en lætur sér það ekki nægja og rífur af honum handlegginn líka.

Star Wars-aðdáendur hafa skemmt sér yfir þessu myndskeiði, sem sýnir að ekki er gott að reita hinn loðna Chewbacca til reiði.