Star Wars sú þriðja yfir tvo milljarða dollara

Star Wars: The Force Awakens mun rjúfa tveggja milljarða dollara markið í miðasölunni um heim allan á laugardag og verður þar með þriða myndin í sögunni til að ná þeim merka áfanga.

star-wars-rey

Þetta kom fram í tilkynningu frá kvikmyndaverinu Disney í dag.

Aðeins Avatar og Titanic hafa áður náð að rjúfa markið.

The Force Awakens verður einnig fyrsta kvikmynd í sögu Bandaríkjanna sem rýfur 900 milljón dollara múrinn í miðasölunni í Norður-Ameríku, samkvæmt CNN.

Myndin var frumsýnd vestanhafs 18. desember og því nær hún þessum tveimur áföngum á innan við tveimur mánuðum.

Disney gefur út hliðarmyndina Rogue One: Star Wars Story 16. desember næstkomandi. Í desember á næsta ári kemur svo framhald The Force Awakens, Star Wars: Episode VIII.