J.J. Abrams: Fjarvera Loga engin tilviljun

J.J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, segir það enga tilviljun að andlitið á Loga geimgengli, sem Mark Hamill leikur, sést hvergi í nýjustu stiklu myndarinnar. Hann sést heldur ekki á plakati hennar, sem var nýlega gert opinbert.star-wars-episode-iv-a-new-hope-original-616x346

Margir hafa velt þessu fyrir sér og margar kenningar hafa verið á lofti.

„Þetta eru góðar spurningar. Ég get ekki beðið eftir því að sjá ykkur finna svörin,“ sagði Abrams, þegar hann var spurður hvar Logi, eða Luke Skywalker, væri eiginlega.

Abrams er ánægður með nýju stikluna og segir hana sýna vel hversu mikið leikaranir og tökuliðið lögðu á sig við gerð myndarinnar.

Innan við tveir mánuðir eru í frumsýninguna. Enn er þó verið að vinna í myndinni. „Við munum líklega vinna við tæknibrellurnar næstu þrjár til fjórar vikurnar. Við eigum eftir að hitta John Williams aftur, sem er guð þegar tónlist er annars vegar, þannig að þetta hefur verið stanslaus, óraunveruleg reynsla. Ég get ekki beðið eftir því að myndin komi út,“ sagði Abrams.