Allt sem þú þarft að vita um Star Wars: The Force Awakens

Sagan á bak við gerð Star Wars: The Force Awakens er rakin ítarlega í áhugaverðri grein á vefsíðu breska blaðsins The Daily Mail.

star wars

Meðal annars er greint frá fundi George Lucas með Mark Hamill (Loga geimgengli) og Carrie Fisher (Leiu prinsessu) á veitingastað í Kaliforníu árið 2012 þar sem Lucas bauð þeim hlutverk í myndinni. „Við ætlum að gera annan þríleik,“ muldraði Lucas þannig að enginn annar heyrði.

Hamill trúði vart sínum eigin eyrum. „Ég hélt uppi pókerandliti en innra  með mér hugsaði ég: „Vúhú!“,“ sagði Hamill. „Þarna vissi ég að ég var góður leikari því ég var fullkomlega rólegur á yfirborðinu. Í sannleika sagt var ég í sjokki. Það var ekkert val. Mér leið eins og ég hafði verið kvaddur í herinn.“

Fisher sat við hliðina á honum og sagðist vera með, án þess að hugsa sig tvisvar um.

Film-Star Wars-Celebration

Í greininni er einnig sagt frá fimm mánaða samningaviðræðum George Lucas við formann Disney um yfirtöku þess á Lucasfilms en þar gaf Lucas stjórnina á væntanlegum Star Wars-myndum frá sér.

Verðmiðinn var á endanum 4 milljarðar dala. Disney greiddi helminginn í reiðufé en afgangurinn fór í hlutabréf í Lucasfilm, sem tryggði Disney meirihluta í fyrirtækinu. Að sögn Lucas mun meginhluti summunnar sem hann fékk renna til góðgerðarmála.

Allt þetta og miklu fleira er í grein Daily Mail, þar á meðal listi yfir tíu góðar og tíu vondar persónur  í Star Wars og hvað varð um þær.