Mun Streep verða Lilja prinsessa í Star Wars?

Þegar framleiðslufyrirtækin Disney og Lucasfilm staðfestu að tölvutæknin, eða svokölluð CGI tækni,  yrði ekki notuð til að vekja Lilju prinsessu, eða Leia, til lífsins á ný í Star Wars 9, þá var heldur ekkert minnst á hvort nota ætti lifandi leikkonu í hlutverkið. Hugmyndin hljómar væntanlega eins og helgispjöll í eyrum heittrúaðra Stjörnustríðsaðdáenda, nema þá […]

Allt sem þú þarft að vita um Star Wars: The Force Awakens

Sagan á bak við gerð Star Wars: The Force Awakens er rakin ítarlega í áhugaverðri grein á vefsíðu breska blaðsins The Daily Mail. Meðal annars er greint frá fundi George Lucas með Mark Hamill (Loga geimgengli) og Carrie Fisher (Leiu prinsessu) á veitingastað í Kaliforníu árið 2012 þar sem Lucas bauð þeim hlutverk í myndinni. […]

Áhuginn á Star Wars er klikkaður

Carrie Fisher á erfitt með að kjafta ekki af sér varðandi söguþráð Star Wars  7 sem kemur í bíó í desember 2015. Fisher mun endurtaka hlutverk sitt sem Leia prinsessa í myndinni. Á móti henni leika Mark Hamill og Harrison Ford eins og í fyrstu Star Wars-myndunum. Hún líkir leyndinni í kringum Star Wars 7 […]

Han Solo í aðalhlutverki í Star Wars VII

Han Solo verður ein af fjórum persónum sem verða í aðalhlutverki í Star Wars: Episode VII.  Ungir leikarar verða í hinum þremur hlutverkunum. Samkvæmt vefmiðlinum JediNews kemur þetta fram í nýjasta tímariti Entertainment Weekly. Þar kemur einnig fram að enn eigi eftir að ráða í stórt kvenhlutverk í myndinni og að þau Mark Hamill, Carrie […]

Klikkað að fá hlutverk í Star Wars

Írinn Domhnall Gleeson segist enn vera að reyna að átta sig á að hafa landað stóru hlutverki í Star Wars Episode VII. „Ég er enn að reyna að átta mig á þessu. Þetta gerðist allt mjög snöggt,“ sagði Gleeson í viðtali við útvarpsþáttinn 2FM í Dublin. „Þetta gekk í gegn nánast deginum áður en ég […]

Fögnuðu 30 ára afmæli Return of the Jedi

Carrie Fisher og Mark Hamill tóku þátt í fagnaðarhöldum í Þýskalandi í gær í tilefni af þrjátíu ára afmæli Star Wars Episode VI: Return of the Jedi. Á meðal annarra leikara úr myndinni sem mættu voru Peter Mayhew, Anthony Daniels, Warwick Davis, Jeremy Bulloch og Ian McDiarmid. Harrison Ford var aftur á móti fjarri góðu […]

Snýr Leia prinsessa aftur?

Það hafa verið ótal sögusagnir um að Carrie Fisher snúi aftur í hlutverki frægustu prinsessu hvíta tjaldsins. Disney framleiðir myndina og er óvíst hvert þeir ætla með söuþráðinn og spyrja margir sig hvort upprunalegu persónurnar verða með eður ei. Fisher staðfestir í nýlegu viðtali að hún muni endurtaka leikinn og ætti það gleðja aðdáendur upprunalega […]

Mark Hamill í Star Wars VII?

Luke Skywalker er ein þekktasta persóna hvíta tjaldsins. Aftur á móti kveikja ekki margir á perunni þegar þeir heyra nafnið Mark Hamill sem lék persónuna í upprunalega Star Wars þríleiknum. Hinn 61 árs gamli Hamill hefur látið lítið fyrir sér fara eftir Star Wars ævintýrið þangað til nú, því hann hefur staðfest að eiga í viðræðum […]

Carrie Fisher: Allir vita að Travolta er hommi

Í nýlegu viðtali við The Advocate talaði Carrie Fisher, eða Princess Leia úr Star Wars myndunum, um einn langlífasta orðróm Hollywood. Margir hafa viljað meina að John Travolta, úr myndum á borð við Grease og Face/Off, sé samkynhneigður. Fisher, sem er góðvinur leikarans, sagði í viðtalinu, „Það sem ég hef oft sagt við John er […]