Snýr Leia prinsessa aftur?

Það hafa verið ótal sögusagnir um að Carrie Fisher snúi aftur í hlutverki frægustu prinsessu hvíta tjaldsins. Disney framleiðir myndina og er óvíst hvert þeir ætla með söuþráðinn og spyrja margir sig hvort upprunalegu persónurnar verða með eður ei.

Fisher staðfestir í nýlegu viðtali að hún muni endurtaka leikinn og ætti það gleðja aðdáendur upprunalega þríleiksins. Fisher tekur fram að persónan verði á gamalsaldri og segir að Leia muni ekki taka þátt í bardagasenum.

Hvorki Disney né leikstjórinn J.J. Abrams hafa staðfest endurkomu Fisher en samkvæmt staðhæfingum hennar eigum við líklega von á því að Mark Hamill og Harrison Ford snúi einnig aftur í hlutverkum sínum.

Star Wars: Episode VII er áætluð til sýninga árið 2015.