Mark Hamill í Star Wars VII?

Luke Skywalker er ein þekktasta persóna hvíta tjaldsins. Aftur á móti kveikja ekki margir á perunni þegar þeir heyra nafnið Mark Hamill sem lék persónuna í upprunalega Star Wars þríleiknum.

Hinn 61 árs gamli Hamill hefur látið lítið fyrir sér fara eftir Star Wars ævintýrið þangað til nú, því hann hefur staðfest að eiga í viðræðum við George Lucas sem aðstoðar Michael Arndt við gerð handritsins að Star Wars VII, og sagði Hamill við ET Online ,,Þau eru að tala við okkur…“ og heldur áfram ,,George vill vita hvort við höfum áhuga á því að leika persónurnar aftur, hann sagði ef við vildum það ekki þá myndu þau ekki finna aðra í staðinn, heldur skrifa persónurnar út.

Forvitnilegt er að sjá Hamill svara í fleirtölu og á þar eflaust við Carrie Fisher sem lék Princess Leiu og Harrison Ford í hlutverki Han Solo.