Kylo klár í bardaga á nýrri mynd

Ný ljósmynd af Kylo Ren, nýja illmenninu úr Star Wars: The Force Awakens, er komin á netið. Það var tímaritið Empire sem var fyrst til að birta hana.

kylo ren empire

Þrátt fyrir að búið sé að sýna lokastikluna úr The Force Awakens heldur Disney áfram að senda út áhugaverðar ljósmyndir úr myndinni, auk þess sem nokkrar safaríkar sjónvarpsauglýsingar hafa farið í loftið.

Stutt er síðan það kom í ljós að geislasverðið sem Kylo Ren notar er byggt á fornri hönnun og verður áhugavert að fylgjast með honum sveifla því í myndinni.

Tæpur mánuður er í frumsýningu Star Wars: The Force Awakens og er niðurtalningin vafalítið hafin hjá ansi mörgum aðdáendum.