Star Wars-aðdáandinn er látinn

Daniel Fleetwood, dauðvona aðdáandi Star Wars sem fékk að sjá The Force Awakens á undan öðrum, er látinn, 32 ára. star wars

Þetta tilkynnti eiginkonan hans á Facebook. „Daniel barðist eins og hetja allt til enda. Hann er núna hjá guði og mættinum. Hann dó í svefni og í friði. Hann verður alltaf átrúnaðargoðið mitt og hetjan mín,“ skrifaði hún. „Hvíldu í friði ástin mín.“

Þetta kom fram á vefsíðu Metro.

Hinsta ósk Fleetwood var að sjá Star Wars: The Force Awakens. Eiginkonan setti í gang herferðina #ForceForDaniel á netinu. Leikstjóri myndarinnar, J.J. Abrams og Disney, brugðust skjótt við og leyfðu honum að sjá ókláraða útgáfu hennar.