Áhættuleikkona úr Star Wars í dái

Bresk áhættuleikkona sem kemur við sögu í Star Wars: The Force Awakens er í dái eftir árekstur við tökur á Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku. 27 - Star Wars Episode VII The Force Awakens

Hin 32 ára Olivia Jackson fékk áverka á höfði og lunga féll saman eftir að hún klessti mótorhjóli sínu á mikilli ferð á stálarm fyrir kvikmyndatökuvél.

Ekki er talið að hún hafi verið með hjálm eða annan öryggisbúnað þegar slysið varð. Rannsókn fer nú fram á tildrögum þess.

Jackson hefur einnig verið áhættuleikari fyrir Rosie Huntington-Whiteley og Charlize Theron í Mad Max: Fury Road og fyrir Gwyneth Paltrow í Mortdecai.