Tom Hardy útskýrir aukatökur á Mad Max

Tom Hardy hefur útskýrt hvers vegna hann er á leiðinni í aukatökur fyrir Mad Max: Fury Road.

tom hardy

Framleiðsla á myndinni hefur staðið yfir í langan tíma. Í september síðastliðnum var tilkynnt að þremur vikum hefði verið bætt við tökurnar.

„Þetta er bara frábært,“ sagði Hardy í viðtali við Total Film. „Þetta er stór mynd. Ég fer í næstu viku í aukatökur. Við ætlum að gera meira og byggja enn stærri Mad Max.“

Enn á eftir að ákveða frumsýningardag myndarinnar en hann verður líkast til á næsta ári.

Leikstjóri verður George Miller. Charlize Theron leikur eitt stærstu hlutverkanna á móti Hardy.