Þagði um Star Wars í þrjú ár

Star Wars leikarinn Adam Driver, sem leikur óþokkann Kylo Ren í Star Wars: The Force Awakens, sagði vefsíðunni The Hollywood Reporter,  að hann hafi þagað um hlutverk sitt í myndinni í þrjú ár og hafi ekki einu sinni sagt eiginkonunni, Joanne Tucker, frá því.

kylo ren star wars

„Það var frábært. Ég hélt þessu leyndu fyrir konunni í þrjú ár, af því að það var svo gaman að sjá hana komast að því á sama tíma og allir aðrir. Það var algjörlega þess virði.“

Adam hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í myndinni, og segir í viðtali við The Daily Telegraph að hann hafi notið þess í botn að leika þennan þjón myrku hliðarinnar þar sem hann var svo „hrjúfur og glannalegur.“

„Mér finnst ákveðið kæruleysi við hann, sem ég tel alla jafna ekki tengt við myrku hliðina.“

Það sést í búningi hans, í geislasverðinu – hvernig maður fær á tilfinninguna að geti hætt að virka hvenær sem er. Að það gæti sprungið í loft upp.“

Það er eins og stór myndlíking fyrir hann sjálfan.“