Tíu heimagerðar Star Wars-stiklur

Vefsíðan Gamesradar.com hefur birt lista yfir 10 Star Wars-stiklur sem aðdáendur hafa búið sjálfir til, þar sem nýjasta Star Wars-stiklan er höfð til hliðsjónar. Star Wars: The Force AwakensPh: Film Frame©Lucasfilm 2015

Stiklurnar eru margar hverjar bráðfyndnar. Í einni hefur Jar Jar Binks verið klipptur inn í öll atriðin og í annarri hefur Logi geimgengill, sem fór huldu höfði í Star Wars-stiklunni, verið klipptur inn í hvert einasta atriði.

Teiknimyndapersónur Disney, kvikmyndin Spaceballs og leikin stikla þar sem leikmunir hafa verið búnir til úr pappakössum, koma einnig við sögu.

Hérna geturðu séð stiklurnar.