Star Wars-frímerki á markað

Breska póstþjónustan Royal Mail ætlar að gefa út sérstök Star Wars-frímerki í tilefni myndarinnar Star Wars: The Force Awakens, sem er væntanleg í bíó í desember.

Frímerkin verða gefin út í næsta mánuði og var það breski listamaðurinn Malcolm Tween sem hannaði þau, að því er BBC greindi frá.

yoda

Yoda, Han Solo, Leia prinsessa, Logi geimgengill og að sjálfsögðu Svarthöfði eru á meðal þeirra sem komust á frímerkin.

Auk persóna úr Star Wars eru sex frímerki með alls kyns farartækjum úr myndunum, þar á meðal Millenium Falcon.