Nýjar myndir úr X-Men: Days of Future Past

Nýjar myndir úr X-Men: Days of Future Past hafa litið dagsins ljós og má þar m.a. sjá Jennifer Lawrence í hlutverki Mystique, Magneto svífandi um og Wolverine með klærnar úti.

Bryan Singer, leikstjóri myndarinnar hefur sagt að myndin sé með myrkari undirtón en fyrri myndir. „Þó það sé fullt af húmor í myndinni, þá er tónninn heilt yfir aðeins dekkri en fyrri myndir, einkum vegna alls sem er í húfi“. Singer hefur einnig lýst Mystique sem mun harðgerari og meira hörkutóli en hún var í X-Men: First Class.

Í X-Men: Days of Future Past eiga hetjurnar í vanda með dimman hliðarheim þar sem stökkbreyttir eru veiddir og drepnir af vélmennum undir stjórn Bolivar Trask, leikinn af Peter Dinklage. Prófessor X og Magneto finna aðferð við að senda Logan, öðru nafni Wolverine, aftur í tímann.

xmen

xmen-_

xmen-

xmen__