Singer ekki fúll vegna Man of Steel

Bryan Singer segist ekki vera fúll yfir því að annar náungi hefði verið fenginn til að leikstýra Superman-myndinni Man of Steel, eða Zack Snyder.

Singer leikstýrði endurræsingunni Superman Returns frá árinu 2006 sem hlaut heldur dæmar viðtökur. Hann fékk ekki tækifæri til að leikstýra annarri Súperman-mynd.

„Ef þetta hefði gerst fyrir nokkrum árum hefði ég kannski orðið fyrir vonbrigðum en það hefur gerst svo mikið í millitíðinni,“sagði Singer við Total Film.

„Ég hef gert tvær myndir síðan og ég er að klára mína þriðju X-Men-mynd. Það hefði verið gaman að leikstýra framhaldsmynd um Súperman en núna hlakka ég virkilega til að sjá myndina frá Zach. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Súperman.“

Næsta mynd Singer er ævintýramyndin Jack the Giant Slayer sem kemur í bíó í vor.