Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

X-Men 2000

(X-Men 1)

Frumsýnd: 18. ágúst 2000

Trust a few. Fear the rest. / Evolution Begins.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Í heimi þar sem bæði stökkbreyttir og menn óttast hverja aðra, Marie, betur þekkt sem Rogue, flýr að heiman og húkkar sér far með öðrum stökkbreyttum, þekktum undir nafninu Logan, öðru nafni Wolverine. Charles Xavier, sem á skólann fyrir unga stökkbreytta, sendir Storm og Cyclobs til að ná í þau áður en það verður um seinan. Magneto, sem heldur að... Lesa meira

Í heimi þar sem bæði stökkbreyttir og menn óttast hverja aðra, Marie, betur þekkt sem Rogue, flýr að heiman og húkkar sér far með öðrum stökkbreyttum, þekktum undir nafninu Logan, öðru nafni Wolverine. Charles Xavier, sem á skólann fyrir unga stökkbreytta, sendir Storm og Cyclobs til að ná í þau áður en það verður um seinan. Magneto, sem heldur að stríð sé að skella á, hefur illar fyrirætlanir, og þarf að fá hina ungu Rogue sér til hjálpar.... minna

Aðalleikarar


X-men er góð mynd með úrvals leikurum. Glæsilegar tölvu brellur, flottar persónur og gott handrit, allt sem til þarf til að getað gert góða kvikmynd. X-men er um stökkbreytta menn sem éru beittir óréttlætti al heimsins. En einn stökkbreyttlingurinn tekur til sinna ráða og eyðir næstum heiminum en X-mennirnir bjarga öllu. Góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

X-Men er þrælgóð spennumynd sem ég fíla sko í botn. Þetta er 3ja besta Marvel mynd sem ég hef séð. Ég hef séð allar Marvel myndirnar nema X-Men númer 2. Patrick Stewart sem ég þekki ekki fer með aðalhlutverkið og Ian Mckellen(Lotr 1 2 og 3) og Hugh Jackman(Van Helsing)eru mjög góðir í þessari. Ég mæli mikið með þessari mynd, kíkið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég beið mjög spenntur eftir að ég myndi fá að sjá X-Men mér fannst þessi mynd toppa allt það eru frábærar tæknibrellur eins og þegar þeir nota mættina sína. Leikararnir eru mjög þekktir sérstaklega Hugh Jackman(Van Helsing) Patrick Stewart( í Star Trek myndonum) Ian Mckellen(Lord Of The Rings 1,2og3) og Halle Berry(Robots). Ég mæli mikið með þessar mynd ég gef henni Þrjár og hálfa stjörnur,kíkið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

X-men er frábær mynd með góðum tæknibrellum og mjög vel leikin. Söguþráðurinn er frábær og það eru vel valdar persónurnar sem notaðar eru. Hugh Jackman er FRÁBÆR sem Wolverine.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð mjög hrifin af þessari mynd, engin vonbrigði enda hafði ég litlar væntingar. Það var góður leikur og hasarinn og tæknin af hinu besta. Hugh Jackman og Anna Paquin þóttu mér frábær og aðrir stórleikarar sinna að sjálfsögðu sínum störfum, eins og Stewart, McKellen og Berry. Ótrúlegt en satt þá var X-men 2 ennþá öflugri, það vantar lítið upp á fullt hús. Það sem mér, sem aðdáenda myndasagna en þó vanvirks lesanda þeirra, fannst svo frábært við báðar myndirnar var persónusköpunin -hún skipti engu minna máli en hasarinn og spennan. Það hlýtur að vera erfitt að vera svona rosalega öðruvísi... stökkbreyttur og dæmdur til að lenda í vandræðum oftar en ekki! Án þess að rekja söguþráðinn þykir mér X-men frábær skemmtun sem enginn ætti að missa af (enda hafa líklega fáir gert það).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn