Í sjónvarpinu í kvöld

Það er föstudagskvöld, og tvær sjónvarpsstöðvanna stóru bjóða upp á bíómyndir í dagskrá kvöldins. Þetta eru fimm myndir, þrjár á Stöð 2 og tvær á RÚV en Skjár einn sýnir eingöngu sjónvarpsþætti í kvöld.

Að vanda er þetta bland í poka, grín, rómantík og spenna.

 

Stöð 2

College

Aðalpersóna myndarinnar er Kevin, sem er sagt upp af kærustunni sinni, Ginu , við útskrift úr menntaskóla. Gina segir hann of leiðinlegan og vill ekkert með hann hafa lengur. Hinn niðurbrotni Kevin hefur því lítinn áhuga á nýnemakynningunni í Fieldmont-háskóla, sem þau ætluðu að fara saman í. Vinir hans, Carter og Morris bregða því á það ráð að draga Kevin með sér út á lífið yfir eina helgi. Þessi helgi reynist verða fjörug í meira lagi og kynnast þeir einhverju svakalegasta bræðralagi allra tíma. Leiðtoginn þar er partíljónið Teague og kynnist Kevin systur hans, Kendall, og neistar á milli þeirra. Þegar Teague kemst að sambandi Kevins og Kendall verður hann lítið hress og vill ekkert frekar en að refsa nýnemanum duglega, en vinirnir ákveða að sameina krafta sína og berjast gegn Teague og bræðralaginu.

Captivity

Mögnuð spennumynd um ungan mann og unga konu sem skyndilega vakna á óþekktum stað og fljótlega rennur upp fyrir þeim að geðsjúkur morðingi heldur þeim föngnum og þau gera sér enga grein fyrir ástæðunni.

 

 

 

500 Days of Summer

Eftir að hún virðist hafa horfið úr lífi hans fyrir fullt og allt í þetta sinn, þá lítur Tom Hansen yfir árið sem hann hefur þekkt Summer Finn.
Þó að Summer sé ósköp venjuleg stúlka þá hafa karlmenn alltaf laðast að henni, þar á meðal Tom.
Fyrir Tom þá var þetta ást við fyrstu sýn, þegar hún gekk inn í afmæliskortafyrirtækið þar sem hann vann, en hún kom þangað til að hitta vinkonu sína sem vann þar.
Fljótlega áttaði Tom sig á því að Summer var konan sem hann vildi eyða lífi sínu með. Þó að Summer tryði hvorki á sambönd né kærasta – hún taldi að raunveruleikinn myndi alltaf flækjast fyrir – þá urðu Tom og Summar samt aðeins meira en bara vinir.
Í gegnum þróun sambansins, þá gat Tom alltaf reitt sig á ráð tveggja bestu vina sinna, McKenzie og Paul. En það er samt unglingssystir Toms, Rachel, sem er rödd skynseminnar.

 

RÚV

My One and Only

Kona fer með syni sína tvo í mikla ökuferð frá New York til Pittsburg, St. Louis og loks til Hollywood í leit að fyrirvinnu.

 

 

 

Vera

Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope rannsóknarlögreglumann á Norðymbralandi.

Bella Furness er ginnt inn í hlöðu og myrt. Umhverfisverndarsinninn Anne Preece finnur líkið en hin skelegga rannsóknarlögreglukona Vera kemst að því að hún er í tygjum við forstjóra fyrirtækis sem hyggur á námavinnslu í grenndinni. Bella var á móti námunni en að henni látinni getur stjúpsonur hennar, sem er í kröggum, selt hús hennar. Bev McDonald liggur líka undir grun því að hún kenndi Bellu um hvarf sonar síns tólf árum áður. Þetta er flókið mál en auðvitað ræður vera gátuna áður en yfir lýkur.