Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

500 Days of Summer 2009

((500) Days of Summer)

Justwatch

Boy meets girl. Boy falls in love. Girl doesn't.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Eftir að hún virðist hafa horfið úr lífi hans fyrir fullt og allt í þetta sinn, þá lítur Tom Hansen yfir árið sem hann hefur þekkt Summer Finn. Þó að Summer sé ósköp venjuleg stúlka þá hafa karlmenn alltaf laðast að henni, þar á meðal Tom. Fyrir Tom þá var þetta ást við fyrstu sýn, þegar hún gekk inn í afmæliskortafyrirtækið þar sem hann... Lesa meira

Eftir að hún virðist hafa horfið úr lífi hans fyrir fullt og allt í þetta sinn, þá lítur Tom Hansen yfir árið sem hann hefur þekkt Summer Finn. Þó að Summer sé ósköp venjuleg stúlka þá hafa karlmenn alltaf laðast að henni, þar á meðal Tom. Fyrir Tom þá var þetta ást við fyrstu sýn, þegar hún gekk inn í afmæliskortafyrirtækið þar sem hann vann, en hún kom þangað til að hitta vinkonu sína sem vann þar. Fljótlega áttaði Tom sig á því að Summer var konan sem hann vildi eyða lífi sínu með. Þó að Summer tryði hvorki á sambönd né kærasta - hún taldi að raunveruleikinn myndi alltaf flækjast fyrir - þá urðu Tom og Summar samt aðeins meira en bara vinir. Í gegnum þróun sambansins, þá gat Tom alltaf reitt sig á ráð tveggja bestu vina sinna, McKenzie og Paul. En það er samt unglingssystir Toms, Rachel, sem er rödd skynseminnar.... minna

Aðalleikarar

Einstök feel-good mynd
Myndin fjallar um Tom, mann sem vinnur við það að semja póstkort = Valentine's Day og þannig laga. Summer er nýja afgreiðslustúlkan og Tom verður fljótt hrifinn af henni. Myndin fjallar um samband þeirra yfir 500 daga.

Stíll myndarinnar er vandaður og myndin hoppar á milli atriða með hjálp klippingu. Tónlistin er mjög skemmtileg og feel-good-leg. Leikararnir standa sig vel og útkoman er mjög raunveruleg. Fyndið að sjá Chloe Grace Moretz (Hit-Girl) sem eitthvað annað en Hit-Girl og hún er með solid frammistöðu en þó litla. Joseph Gordon-Levitt er flottur (kemur ekki á óvart) sem Tom og maður heldur strax með honum. Zooey Deschanel er líka frábær sem Summer og leikararnir skipta miklu máli í þessari mynd.

Handritið er flott, það er fyndið, sorglegt en aðallega skemmtilegt. Þetta er mynd sem ég hef séð þrisvar og get auðveldlega horft á aftur vegna þess að ég elska feel-good myndir og þetta er ein besta þannig í mörg ár.

Mjög skemmtileg og hjartnæm mynd sem teygir sig rétt svo í níu stjörnur EN SAMT níu stjörnur. Ég mæli með því að allir sjá þessa frábæru mynd og ég meina allir! 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Yndisleg Summer
500 days of summer er ein af þessum myndum sem að sjást mjög sjaldan í Hollywood. Í þeim eru raunhæft og venjulegt fólk sem að verður ástfangið en það gengur ekkert alltaf eins og í sögu. Með skemmtilegum bröndurum, frábærum soundtrack og æðislegum aðalleikurum verður 500 days of summer að yndislegri mynd.

Myndin fjallar um ungt fólk sem að hittist í vinnunni og verður að góðum vinum, annars vegar er það Summer sem að er ung kona sem trúir ekki á ást og hings vegar Tom að hélt að hann myndi aldrei finna ást.
Þau fara að kynnast og fara að vera svona eiginlega saman. En svo gengur ekki allt upp. Tom fer svo að rifja upp 500 dagana sem þau áttu saman og er að reyna að púsla þetta allt saman. Það er hoppað á milli daga í gegnum myndina og þannig áttar maður sig ekki alveg á henni fyrr en í endann. Hún tekur skemmtilega, en líka leiðilega fyrir þá sem trúa á ást, stefnu og verður að allt öðruvísi mynd heldur en þessar venjulegu Hollywood rómantísku gamanmyndir. En í byrjun myndarinnar er maður varaður við, maður þarf bara að hlusta.

Ég mæli eins og margir aðrir kvikmyndagagnrýnendur með þessari mynd fyrir þá sem að fíla ekki rómantískar gamanmyndir og fyrir þá sem að fíla þær í tætlur. Þetta er virkilega vel gerð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Endilega sjáið þessa!
Ég held að margir séu komnir með leið á óraunhæfum og klisju ástarsögum! Flestir strákar alveg örugglega. Gerið það fyrir mig og sjáið þessa! Ég er samt ekki að segja að myndir eins og Notebook sé eitthvað lélegar. 500 Days of Summer er öðruvísi og verð að segja mun raunhæfari. Hún er líka bókstaflega að kúka á myndir eins og Notebook sem ég er svo ánægður með(þó að ég fýli alveg Notebook).

Myndin fjallar um par sem gengur í gegnum allt. Myndin er ekki í venjulegum stíl. Myndin er ekki sögð í réttri tímaröð. Zoohey Deschanel leikur ungu dömuna Summer. Hún sýnir mikla útgeislun og er mjög lífleg. Það er bara eitthvað við Zoohey það er eitthvern veginn ekki hægt að ekki líka vel við hana. Joseph Gordon-Levitt leikur Tom. Hingað til hef ég ekki séð mikið frá Joseph en hann stendur sig rosalega vel. Aukaleikararnir eru líka mjög solid þó ég þoldi ekki systur hans sem fór mikið í taugarna á mér.

Það sem ég elskaði við þessa mynd var að myndin var raunhæf ástarsaga(LOKSINS). Hún verður auðvitað stundum væmin en missir aldrei taks og fer ekki í eitthvað væmið shit. Ég elska klippinguna. Ein senan í myndinni var ótrúleg en ég ætla ekki að segja neitt meir um hana en held að þið munuð vita hvað ég er að tala um þegar þið horfið á myndina.

Myndin er auðvitað ekki fullkominn. Getur verið stundum fyrirsjáanleg. En ég bið ykkur fólk. Sjáið þessa. Alveg glatað að hún hafi ekki verið sýnd í bíó. Hún er m.a. á top 250 á imdb.

Sjáið þessa! 8 stjörnur af 10

ps. Er það ég eða er Joseph smá líkur Edwart Norton?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Virkilega gott raunveruleikaspark
(500) Days of Summer er nokkurs konar anti-rómantísk gamanmynd sem er fullkomlega sniðin handa þeim sem eru löngu orðnir þreyttir á hefðbundnu uppskriftunum og sykursætum framvindum. Eina myndin sem ég næ að líkja hana við á fljótu bragði er Annie Hall (með dass af Chasing Amy). Sú mynd, rétt eins og þessi, kom með örlitla skammta af rómantísku formúlunni sem við öll þekkjum eins og handarbakið á okkur, en aftur á móti spilast blákalt raunsæi inn í blönduna líka með þemur við hendi á borð við óöryggi og andlega fjarlægð. Við fylgjumst með pari (og þá ekki endilega í réttri tímaröð) ganga í gegnum allt það góða en líka það erfiða sem fylgir samböndum - og svo reyndar líka ýmis óalgengari vandamál - og áhorfandinn er ekki lengi að sjá það að "happily ever after" frasinn gæti vel verið bara enn ein fantasían. Þessi mynd er þó ekki alveg eins svartsýn og Woody Allen-klassíkin en hún á það engu að síður sameiginlegt við hana að vera frábærlega skrifuð og leikstýrð, heillandi á sumum stöðum, sorgleg á öðrum en allt í allt klikkað fyndin og afskaplega skemmtileg.

Að handritinu utanskildu er það leikaravalið sem gerir myndina hvað mest heillandi. Joseph Gordon-Levitt er trúlega einn besti leikari sinnar kynslóðar, og ef þið trúið mér ekki, horfið þá á The Lookout eða Mysterious Skin. Gaurinn getur svo sannarlega leikið og hefur hann farið létt með átakanleg hlutverk. Hér er hann aftur kominn í svipað hlutverk og hann lék í 10 Things I Hate About You, nema karakterinn er margfalt betri. Það er gjörsamlega ómögulegt að líka ekki vel við hann og í þokkabót er hann ekki lengi að vinna sér inn samúð áhorfandans. Tvö bestu atriði myndarinnar sýna hann í sínu hamingjusamasta og þunglyndasta. Það er eitt tiltekið split-screen atriði sem sýnir, frá hans sjónarhorni, muninn á væntingum og raunveruleika. Ef það atriði togar ekki (ef ekki bara smávegis) í hjartarætur þínar, þá ertu gerður úr stáli.

Persónan Summer, sem er einnig ótrúlega vel leikin af Zooey Deschanel, er aðeins einfaldari en ekkert ómerkilegri samt. Deschanel hef ég alltaf kunnað vel við, og þótt hlutverkið hennar hér sé ekki neitt rosalega ólíkt flestu sem hún hefur þegar leikið, þá er hún afar lífleg og sæt og gefur Summer heilmikinn persónuleika. Hún segir og gerir fyndna hluti, viljandi og óviljandi ("they use to call me Anal Girl"), og maður skilur vel hvað Tom (þ.e. Gordon-Levitt) sér svona heillandi við hana, og þ.a.l. skiljum við hversu leiðinleg tilhugsun það er að missa hana. Summer er nánast bara sýnd frá hans sjónarhorni, sem sýnir hana í bæði jákvæðu ljósi og neikvæðu. Neikvæða hliðin er að vísu sterkari en leikstjórinn ætlast aldrei til þess að maður taki afstöðu á röngum forsendum.

Mark Webb, sem leikstýrir sinni fyrstu mynd, meðhöndlar efnið glæsilega. Tónninn er aldrei of alvarlegur, en aldrei of "krúttlegur" heldur. Hann finnur þennan fullkomna milliveg sem þjónar handritinu vel. Annars var ég mjög hrifinn af samtölunum og þessari óvenjulegu frásögn, sem sífellt hoppar fram og aftur í tímann. Þarna forðast myndin þann gríðarlega hefðbundna strúktúr sem 90% af rómantískum gamanmyndum. Stefna myndarinnar fer því miður að vera fyrirsjáanleg nokkuð snemma og það er eitt af því fáa sem ég hef að kvarta undan, en ruglingurinn á tímaröðinni heldur flæðinu ávallt góðu. Ég skil annars ekki hvernig EKKI er hægt að fíla mynd sem byrjar á þessum orðum:

"The following is a work of fiction. Any resemblance to persons living or dead is purely coincidental. Especially you Jenny Beckman. Bitch."

En allavega... Frábær lítil mynd. Sjáið hana! Meira að segja þið sem elskið venjubundnar rómantískar gamanmyndir. Hún kemur æðislega á óvart.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.11.2014

Gordon-Levitt uppljóstrarinn Snowden

Joseph Gordon-Levitt mun samkvæmt frétt í The Independent fara með hlutverk bandaríska uppljóstrarans Edward Snowden, í ævisögulegri mynd sem leikstjórinn Oliver Stone mun leikstýra. Orðrómur hefur verið um það í...

16.06.2013

Tony Danza ánægður með kærustuna

Í tilefni af feðradeginum, sem er í dag sunnudag, birtum við hér fyrsta atriðið úr fyrstu mynd sem Joseph Gordon-Levitt leikstýrir, Don Jon, en Levitt er þekktur fyrir leik í myndum eins og The Dark Knight Rises og 500 D...

09.02.2013

Klippir kynlífssenur burt

Joseph Gordon-Levitt, sem er þekktur fyrir leik sinn í myndum eins og The Dark Knight Rises og 500 Days of Summer, ætlar að taka klippiskærin upp úr skúffunni og stytta fyrstu mynd sína sem leikstjóri, Don Jon´s Addiction. Lev...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn