Þann þrítugasta Júní fór ég inn í kvikmyndahúsið í Álfabakka og keypti mér miða á The Amazing Spider-Man. Ég kom mér vel fyrir í hinum myrkvaða sal og beið uns sýningin hófst.
Ekki get ég kynnt mig sem harðan aðdáanda af Spider-Man né duglegur í því að lesa teiknimyndasögur um hann en ég þekki persónuna þó eitthvað.
Sam Raimi gaf út fyrstu kvikmyndina um hetjuna árið 2002 og svo seinna gaf hann út framhaldsmyndir. Persónulega finnst mér af þeim þremur fyrsta myndin eftirminnilegust og skemmtilegust, en þó eru ekki allir á sama máli þar. En þriðju myndina hans voru þó fáir sáttir með, að mér meðaltöldum. En núna, árið 2012, birtist Köngulóarmaðurinn aftur á kvikmyndaskjánum og gefur frá sér miklu betri upplifun en nokkur önnur Spider-Man mynd.
Myndin er líkari teiknimyndasögunum en þær fyrri og gefur það sögunni meiri ferskleika að mínu mati. Kvikmyndin inniheldur mikið af gríni eins og mátti búast við og svo er frábær þrívíddar-notkun og er nóg af atriðum til að draga það fram. Tónlistin er góð en ekkert eftirminnileg og blandast ekkert allt of vel í sum atriði. Kvikmyndin er yfir tvo tíma en líður fljótt af vegna þess að hún grípur alla athygli hjá áhorfendum.
Stan Lee birtist enn og aftur í gestahlutverki og er þetta kannski það besta sem ég hef séð af honum. Hann kemur þó nokkuð seint fram.
Mér fannst Toby Maguire aldrei vera sá besti í hlutverki Peters. Hann náði ekki að leika unglinginn nógu vel. Andrew Garfield, aftur á móti, nær hlutverkinu glæsilega.
Rhys Ifans leikur Eðluna frábærlega. Maður vorkennir persónu hans í byrjun en með tímanum sér maður hvað persónan er biluð í raun og þá er hún mjög drungaleg eða réttara sagt ógnvekjandi (það er nú langt síðan sem vondi kallinn hefur haft þannig áhrif á mig).
Emma Stone er Gwen Stacy, dóttir lögregluforingjans og kærasta Peters. Samband þeirra er vel sett fram og er miklu áhrifameira heldur en samband Peters við Mary Jane.
Martin Sheen tekur hlutverk Bens frænda. Persónan er meira sannfærandi í þessari mynd heldur en í þeirri fyrri og hefur maður meiri meðaumkun með honum og Peter þegar hann lætur lífið. En mér fannst nú dauði hans vera betur sett fram, úlitslega séð, í myndinni frá 2002.
Ég fór út úr kvikmyndasalnum mjög sáttur. Ég vildi óska þess að hún hefði verið lengri. Hér er á ferðinni frábær kvikmynd sem toppar þær fyrri að miklu leyti.
8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei