Willis gerir þriggja mynda samning

Aðdáendur harðhaussins Bruce Willis eiga von á góðu, því Die Hard og Glass leikarinn hefur gert samning um gerð þriggja nýrra kvikmynda fyrir framleiðslufyrirtækið MoviePass Films. Forstjórar MoviePass Films og meðstofnendur, þeir Randall Emmett, George Furla og Ted Farnsworth skrifuðu undir samninginn við Willis. Samningurinn er framhald á löngu og farsælu sambandi Willis og þeirra […]

Ofurhetjan Bruce Willis fær hliðarsjálf í Glass

Nú styttist óðum í að ný stikla úr nýjustu mynd ráðgátumeistarans M Night Shyamalan, Glass, komi út, og er líklegt að aðdáendur mynda hans Unbreakable og Split séu hvað spenntastir, enda er um þriðju myndina í þríleik að ræða. Til að gera langa sögu stutta þá er von á stiklunni síðar í dag, en á […]

Willis bombar Japani

Hasarleikarinn Bruce Willis hefur átt nokkuð misjöfnu gengi að fagna í bíóhúsum síðustu misseri, og sumar mynda hans hafa jafnvel ekki ratað alla leið þangað, heldur farið beint á DVD og/eða VOD. Síðasta mynd sem var með honum í bíó var Death Wish en eins og segir á Movieweb átti sú mynd að marka endurkomu […]

Willis í fínu formi í ágætis B-mynd

Í stuttu máli er „Death Wish“ ágæt B-mynd sem tikkar í réttu boxin en verður seint talin til stórverka. Upprunanlega „Death Wish“ (1974) með Charles Bronson var í fyrstu hugsuð sem ádeila á einstaklinga sem taka lögin í sínar hendur og sýna hvernig mannúðin hverfur smám saman og gerendurnir eru lítið skárri en þeir sem […]

Pardusinn stenst áhlaup Bruce Willis

Vinsældir Marvel ofurhetjumyndarinnar Black Panther halda áfram, en myndin situr nú sína fjórðu viku í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Þetta er svipað og annarsstaðar þar sem kvikmyndin er sýnd, en aðsóknartekjur myndarinnar á heimsvísu eru komnar yfir einn milljarð Bandaríkjadala. Bruce Willis, nýr á lista, í hefndartryllinum Death Wish, gerir heiðarlega tilraun til að […]

Willis í hefndarhug í fyrstu stiklu úr Death Wish

Eftir að hafa verið nær allan sinn ferill í hrollvekjugeiranum, þá hefur Eli Roth nú skipt um gír, með spennutryllinum Death Wish, sem er endurgerð á samnefndri kvikmynd frá árinu 1974. Handrit myndarinnar skrifar Joe Carnahan og með aðalhlutverkið fer enginn annar en hasarstjarnan Bruce Willis. „Við vildum fá hinn frábæra, sígilda Bruce Willis aftur, […]

Willis meira en gestur í Die Hard 6

Kominn er skriður á gerð sjöttu Die Hard myndarinnar hjá 20th Century Fox kvikmyndaverinu, en vinnuheiti myndarinnar er Die Hard Year One. Í október var greint frá því að myndin yrði líklegast forsaga sem gerðist á áttunda áratug síðustu aldar, en þar myndi Bruce Willis leika gestahlutverk í tveimur atriðum, sem lögreglumaðurinn John McClane í […]

25 verstu hárgreiðslurnar

Kvikmyndatímaritið Empire hefur tekið saman lista yfir 25 verstu hárgreiðslur karlkyns leikara á hvíta tjaldinu.  Tilefnið er ummæli sem leikarinn Colin Farrell lét falla í breska spjallþættinum The Graham Norton Show á föstudaginn. Þar sagði hann: „Ef tímaritið Empire gerir lista yfir 10 verstu hárgreiðslurnar í kvikmyndum þá á ég pottþétt þrjár þeirra,“ sagði hann. […]

Die Hard 6 gerist árið 1979

Sjötta Die Hard-myndin er í undirbúningi. Hún mun bæði gerast á undan atburðum fyrstu myndarinnar og einnig í nútímanum.  Myndin, sem ber vinnuheitið Die Hard Year One, gerist að mestu árið 1979 og fjallar um John McClane og störf hans í lögreglunni í New York. Ungur leikari mun leika McClane á áttunda áratugnum en Bruce […]

Willis hættir við Woody Allen-mynd

Bruce Willis er hættur við að leika í nýjustu kvikmynd Woody Allen vegna þess að tökudagarnir rákust á við fyrsta leikrit Willis á Broadway.  Hann fer með hlutverk rithöfundarins Paul Sheldon í verki byggðu á spennusögu Stephen King, Misery. Willis átti að leika á móti Blake Lively, Parker Posey, Kristen Stewart, Jesse Eisenberg og Corey […]

Willis kennir flug í Kína

Bruce Willis mun leika aðalhlutverkið í hinni sögulegu kínversku mynd The Bombing. Myndin, sem verður tekin upp í þrívídd með kínversku tali, fjallar um loftárásir Japana á kínversku borgina Changqing í Seinni heimsstyrjöldinni. Changquing er í suðvesturhluta Kína. Frumsýning er áætluð snemma á næsta ári. Leikstjóri er Xiao Feng. Tökur hófust í síðasta mánuði og […]

Leikstýrir Johnson Star Wars VIII og IX?

Rian Johnson, sem leikstýrði tímaflakkstryllinum Looper, er sagður í samningaviðræðum um að leikstýra tveimur Star Wars-myndum, eða númer VIII og IX.   Samkvæmt vefsíðunni Deadline er Lucasfilm, sem er í eigu Disney, í viðræðum við Johnson. Looper vakti mikla athygli á Johnson en Joseph Gordon-Levitt og Bruce Willis voru í aðahlutverkum. Johnson hefur einnig leikstýrt […]

Fyrsta stiklan úr Sin City 2

Fyrsta stiklan úr framhaldsmyndinni Sin City: A Dame To Kill For hefur loksins verið opinberuð. Myndin er líkt og sú fyrri byggð á teiknimyndasögu eftir Frank Miller og leikstýrð af Robert Rodriguez. Kunnugleg andlit skjóta upp kollinum og má þar nefna hinn grjótharða Marv, sem er leikinn af Mickey Rourke. Leikkonan Jessica Alba fer einnig […]

Willis verður vondur kall

Deadline vefsíðan segir frá því að Bruce Willis hafi verið ráðinn til að leika illmennið í spennumyndinni The Prince, en Willis er yfirleitt hinum megin borðsins, í hlutverki hetjunnar. Handrit skrifa Andre Fabrizio og Jeremy Passmore og leikstjóri verður Sarik Andreasyan sem gerði American Heist. Myndin fjallar um mafíósa sem hefur lagt byssuna á hilluna, og […]

Bruce Willis búinn að fá nóg af hasar

Bandaríski leikarinn Bruce Willis segist vera komin með leið á því að leika í hasarmyndum, þrátt fyrir há laun sem hann fær fyrir að leika í þeim. Í nýju viðtali við spænska tímaritið XLS, er leikarinn spurður um álit á stórum hasarmyndum sem hann hefur leikið í. „Sprengingar er það leiðinlegasta sem ég vinn með, þegar […]

Harrison Ford í Expendables 3

Sylvester Stallone tilkynnti í dag á Twitter samskiptasíðunni að enginn annar en Harrison Ford hefði slegist í hóp leikara í Expendables 3 myndinni. Jafnframt sagði hann að Bruce Willis hefði því miður heltst úr lestinni. Miðað við næstu færslu á Twitter þá virðist sem Stallone sé hnýta í Willis fyrir að vera gráðugur og latur: […]

Red 3 komin í gang!

Gaman-spennumyndin RED sem kom út árið 2010 og fjallaði um leyniþjónustufólk sem var sest í helgan stein, en þurfti að taka fram riffilinn og hnúajárnin í eitt skiptið til viðbótar, sló óvænt í gegn árið 2010. Þetta þýddi að gerð var framhaldsmynd sem væntanleg er í bíó síðar á þessu ári. Menn virðast hafa slíka […]

Dauðvona Willis í leit að mótefni

Bruce Willis mun leika aðalhlutverkið í spennutryllinum Expiration, samkvæmt vefmiðlinum The Warp, sem komst að þessu á Cannes hátíðinni í Frakklandi sem nú stendur yfir. Það er Emmett / Furla Films sem mun framleiða myndina, en kostnaðaráætlun  hljóðar upp á 60 milljónir Bandaríkjadala. Í myndinni mun Willis leika leigumorðingja sem er byrlað eitur og leitar […]

Willis er vinsæll harðhaus

Þrír af helstu hasarmyndanöglum bíómyndasögunnar hafa nú sent frá sér nýjar myndir í byrjun árs 2013. Myndir Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone, The Last Stand og Bullet to The Head, hlutu ekki náð fyrir augum bíógesta í Bandaríkjunum og ollu vonbrigðum í miðasölunni. Nú er hinsvegar komið að þriðju hasarhetjunni til að reyna sig í miðasölunni; […]

Eva Green bætist við Sin City 2

Eva Green hefur bæst við leikarahópinn í framhaldsmyndinni Sin City: A Dame to Kill For. Green, sem sló í gegn í Bond-myndinni Casino Royale, mun leika hina hættulegu „femme fatale“ Ava Lord. Að sögn höfundarins og leikstjórans Frank Miller er Lord: „Draumur hvers einasta manns en á sama tíma hans versta martröð“. Green vakti síðast […]

Eftirlaunafólkið í Red aftur á kreik – Ný stikla

Komin er út glæný stikla fyrir gaman-spennumyndina Red 2, en myndin er framhald hinnar stórskemmtilegu Red frá árinu 2010 sem fjallaði um leyniþjónustufólk sem komið var á eftirlaun, en sogast aftur inn í bransann. Red gekk betur en menn bjuggust við í miðasölunni og því var gerð framhaldsmyndar sett í gang. Myndin þénaði 200 milljónir […]

Willis harður með haglarann – Ný stikla

Komin er að því er virðist fyrsta stiklan í fullri lengd fyrir nýju Die Hard myndina, A Good Day to Die Hard, með þeim Bruce Willis í hlutverki John McClane sem fyrr, og Jai Courtney, sem leikur son hans í myndinni. Skoðaðu stikluna hér að neðan: Í þessari fimmtu Die Hard mynd lendir John McClane […]

Engin faðmlög hjá feðgum

Nú styttist óðum í fimmtu Die Hard myndina, A Good Day to Die Hard, en hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum í febrúar nk. Til að stytta biðina eru hér að neðan nokkrir hlutir sem geta hjálpað til. Fyrst eru það skilaboð frá „syni“ Bruce Willis í myndinni, leikaranum Jai Courtney. Þá er birt ný mynd úr myndinni […]

G.I. Joe: Retaliation – Alvöru hasar

Nýjasta stiklan fyrir framhaldsmyndina G.I. Joe: Retaliation er komin í loftið. Miðað við hana er von á svakalegum hasar þegar myndin kemur á hvíta tjaldið.   Channing Tatum, Dwayne Johnson og Bruce Willis leika aðalhlutverkin í myndinni, sem átti fyrst að koma út síðasta sumar. Framleiðandinn Paramount ákvað þá að fresta henni aðeins nokkrum vikum […]

Die Hard feðgar í Rússlandi – Stikla

Ný stikla er komin fyrir nýjustu Die Hard myndina, en Bruce Willis er að sjálfsögðu mættur til leiks á ný í hlutverki John McClane, og vinnur nú með syni sínum að því að uppræta kjarnorkuhryðjuverkamenn í Rússlandi. Það sem búið er að birta af söguþræðinum er ekki mikið, en hér eru aðalatriðin: John McClane fer […]

Kósýkvöld í kvöld

Það er laugardagskvöld. Sumir fara bíó aðrir taka vídeó eða VOD  en hinir láta sér nægja að horfa á bíómyndirnar sem sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á. Hér eru bíómyndir kvöldsins: Stöð 2 You Again Bróðir Marni er búinn að kynnast konu sem hann er yfir sig ástfanginn af og ætlar að giftast sem allra fyrst. Gleði Marni […]

Bless Ricky Gervais

Þegar Ricky Gervais var kynnir á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2010 sagði hann: „Þetta er allt í lagi, ég mun ekki gera þetta aftur,“ nokkrum sinnum, sem reyndist ekki alveg rétt, því hann átti eftir að mæta tvisvar í viðbót til að kynna. Ummæli hans á fyrstu hátíðinni féllu mörg í grýttan jarðveg hjá Hollywood […]

Gordon-Levitt eltist við sjálfan sig

Hjartaknúsarinn tapar brosi sínu og setur upp DeNiro-svipinn í fyrstu stiklunni fyrir væntanlega vísindaskáldskapstryllirinn Looper. Myndin er nýjasta ræman hans Rian Johnson, sem tókst að vekja mikla athygli gagnrýnenda á titileikara Looper með fyrstu mynd sinni, Neo-Noir tryllinum Brick. Náunginn fékk einnig fína dóma fyrir gamanmyndina sína The Brothers Bloom. Looper fjallar um manninn Joe (Gordon-Levitt) […]

Gordon-Levitt er ungur Bruce Willis

Tímaflakksmyndin Looper, þar sem þeir Bruce Willis og Joseph Gordon-Levitt leika sömu persónuna á sitthvorum aldrinum, hefur verið á radarnum hjá flestum sci-fi nördum í dágóðann tíma, en fyrst nú er markaðssetning myndarinnar að fara í gang. Myndin gerist í framtíð þar sem tímaflakk hefur verið fundið upp en er kolólöglegt, af augljósum ástæðum. Aðalpersónan […]

G.I. Joe 2 gírar sig heldur betur upp

Ef þér fannst 2009-myndin G.I. Joe: The Rise of Cobra vera unaðslega skemmtileg afþreyingarmynd, þá er ég hræddur um að þú sért í algjörum minnihluta. Þangað til í dag hafa kvikmyndaáhugamenn ekki verið mikið að spá í framhaldsmyndinni, enda ekki mikil ástæða til þess. Eftir að hafa séð trailerinn fyrir G.I. Joe: Retaliation lítur út fyrir að […]