G.I. Joe: Retaliation – Alvöru hasar

Nýjasta stiklan fyrir framhaldsmyndina G.I. Joe: Retaliation er komin í loftið. Miðað við hana er von á svakalegum hasar þegar myndin kemur á hvíta tjaldið.

 

Channing Tatum, Dwayne Johnson og Bruce Willis leika aðalhlutverkin í myndinni, sem átti fyrst að koma út síðasta sumar. Framleiðandinn Paramount ákvað þá að fresta henni aðeins nokkrum vikum fyrir áætlaðan frumsýningardag.

Í staðinn kemur G.I. Joe út í mars á næsta ári, laus við alla samkeppni frá öðrum rándýrum sumarhasarmyndum.

Hérna má skoða stikluna.