Bruce Willis Í GI Joe 2?

Samkvæmt The Hollywood Reporter íhugar nú stórstjarnan og naglinn Bruce Willis að taka að sér hlutverk í framhaldsmyndinni GI Joe 2.

Ef Willis samþykkir mun hann ganga til liðs við leikara á borð við Channing Tatum, Dwayne Johnson og Ray Stevenson, en hlutverkið sem um ræðir er hershöfðinginn Joe Colton, eða GI Joe sjálfur. Leikstjóri myndarinnar er Jon Chu, sem er ekki beint þekkt nafn í hasarmyndum en hann leikstýrði nú síðast Justin Bieber myndinni Never Say Never. Tökur á GI Joe 2 hefjast í þessum mánuði og er áætlað að myndin lendi á hvíta tjaldinu sumarið 2012.