Bruce Willis Í GI Joe 2?

Samkvæmt The Hollywood Reporter íhugar nú stórstjarnan og naglinn Bruce Willis að taka að sér hlutverk í framhaldsmyndinni GI Joe 2. Ef Willis samþykkir mun hann ganga til liðs við leikara á borð við Channing Tatum, Dwayne Johnson og Ray Stevenson, en hlutverkið sem um ræðir er hershöfðinginn Joe Colton, eða GI Joe sjálfur. Leikstjóri […]

Palicki bætist við herdeild G.I. Joe. The Rock og fleiri góðir eru með einnig

Leikkonan Adrianne Palicki er nýjasta viðbótin við leikarahóp G.I. Joe framhaldsmyndarinnar, sem enn hefur ekki fengið nafn. Frá þessu segir vefsíðan ComingSoon.net. Palicki mun leika meðlim í herdeild Joe, Lady Jaye. Myndinni verður leikstýrt af John Chu, sem leikstýrði m.a. Step Up 3D og Justin Bieber smellinum Never Say Never. Í myndinni verður haldið áfram […]

Justin Bieber kominn með nýja klippingu – stutt í hliðunum, úfinn toppur

Þær fregnir voru að berast að tónlistarmaðurinn ungi, Justin Bieber, væri kominn með nýja hágreiðslu. Frá þessu er sagt á vefsíðunni TMZ.com Söngvarinn sem er 16 ára gamall þurfti að láta breyta heimsfrægri hárgreiðslu sinni fyrir upptöku á lagi með kántrýsveitinni Rascal Flatts, að því er TMZ segir frá. Það var að sjálfsögðu einkahárgreiðslukona drengsins, […]

Grasafræðingur á toppnum í Bandaríkjunum

Liam Neeson tyllti sér á topp bíóaðsóknarlistans í Bandaríkjunum um helgina þegar mynd hans Unknown, var mest sótta myndin þar í landi. Myndin þénaði 21,8 milljón Bandaríkjadali. Myndin fjallar um grasafræðing, sem Neeson leikur, sem vaknar eftir bílslys í Berlín. Lífið hefur greinilega eitthvað tekið nýja stefnu því eiginkona hans segist nú ekki þekkja hann, […]

The Rite á toppnum í Bandaríkjunum

Það fór eins og spáð hafði verið; særingatryllirinn The Rite með Sör Anthony Hopkins í aðalhlutverkinu náði toppsætinu á bíóhúsum Bandaríkjanna um helgina. Það verður að teljast við hæfi, því aðsókn það sem af er ári er búin að vera djöfullega léleg vestra. Um 15 milljónir dollara dugðu The Rite til að hrifsa toppsætið af […]