Gordon-Levitt er ungur Bruce Willis

Tímaflakksmyndin Looper, þar sem þeir Bruce Willis og Joseph Gordon-Levitt leika sömu persónuna á sitthvorum aldrinum, hefur verið á radarnum hjá flestum sci-fi nördum í dágóðann tíma, en fyrst nú er markaðssetning myndarinnar að fara í gang.

Myndin gerist í framtíð þar sem tímaflakk hefur verið fundið upp en er kolólöglegt, af augljósum ástæðum. Aðalpersónan Joe (Levitt) er leigumorðingi sem sér um afgreiðslu á óæskilegu fólki sem mafía framtíðarinnar sendir aftur í tímann til þess að losna við. Málin flækjast þegar Joe tekur á móti sjálfum sér, 30 árum eldri (Willis).

Það virðist vera komið í tísku að gera stiklur fyrir stiklur, og ein slík var að detta á netið í dag. Þar kynnir leikstjórinn Rian Johnson (Brick, The Brothers Bloom) myndina ásamt Gordon-Levitt.

Tvær mini-stiklur til viðbótar munu detta á netið von bráðar, og eins og Johnson segir mun   síðan sjálf kitlan fyrir myndina svo birtast eftir nokkra daga (er kitla annars gott orð yfir teaser-trailer?). Við munum láta vita þegar það gerist, annars er líka hægt að fylgjast með myndinni á facebook.

Ég er einn af þeim sem hefur verið forvitin um útkomuna á þessari síðan hún var tilkynnt –  gaman að loksins fari eitthvað efni úr henni að tínast á vefinn. En er ég sá eini sem finnst Bruce Willis makeup-ið á Levitt pínulítið truflandi?